Lögum með hljómsveitinni Of Monsters and Men hefur nú verið streymt yfir milljarð sinnum á tónlistarveitunni Spotify. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum, sem er í samstarfi við tónlistarveituna, mun Spotify senda frá sér tilkynningu um þetta í dag. Þar er haft eftir hljómsveitinni. „Við trúum því varla að við séum komin með yfir milljarð spilana á Spotify. Vávává! Takk fyrir að hlusta á okkur á meðan við vinnum að nýrri tónlist.“
Lagið Little Talks er vinsælasta lagið með hljómsveitinni, Dirty Paws fær silfrið og Mountain Sounds hlýtur bronsið. Mest er hlustað á hljómsveitina í Bandaríkjunum og Bretlandi en Brasilía kemur í þriðja sæti. Íslendingum erlendis þykir það ekki lengur tiltökumál að hlusta á hljómsveitina þegar hún heyrist í útvarpi eða í verslunarmiðstöðum og eru nánast hættir að láta vita á samfélagsmiðlum að slíkur atburður hefur átt sér stað.
Tíu vinsælustu lög OMAM
1. Little Talks
2. Dirty Paws
3. Mountain Sounds
4. King & Lionheart
5. Crystals
6. Love love love
7. Slow and Steady
8. From Finner
9. Six Weeks
10. Your Bones
Tíu vinsælustu lönd OMAM
1. Bandaríkin
2. Bretland
3. Brasilía
4. Kanada
5. Ástralía
6. Þýskaland
7. Mexíkó
8. Svíþjóð
9. Holland
10. Ítalía
Lífið