Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 22:30 Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sagður hafa ráðið öflugt teymi lögfræðinga vegna fréttar sem sem New York Time og New Yorker eru með í vinnslu. Greint er frá því á vef Variety að fréttin sem fjölmiðlarnir vinna að snúist um ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. Variety segir Weinstein hafa ráðið stjörnulögmanninn David Boies ásamt lögfræðingunum Lisu Bloom og Charles Harder til að reyna að hrekja þessar ásakanir. Í frétt Variety er rannsóknarblaðamaðurinn Jodi Kantor, sem hefur skrifað um slæmar vinnuaðstæður hjá Amazon fyrirtækinu, sögð vinna að þessari frétt fyrir New York Times ásamt Megan Twohey, sem skrifaði um umdeilda vinnu Weinstein fyrir alnæmisgóðgerðasamtökin amfAR. Ronan Farrow, sem var áður hjá MSNBC, er sagður vinna að fréttinni fyrir New Yorker. Variety segir að fréttin gæti mögulega birst í þessari viku. Í samtali við Variety segir Weinstein ekki hafa upplýsingar um þetta mál. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um, í fullri hreinskilni,“ svaraði Weinstein í stuttu viðtali við fjölmiðilinn. Weinstein er einnig sagður hafa reynt að fá Lanny Davis til liðs viðs sig, sem var sérlegur ráðgjafi Bill Clinton þegar hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna, til að ráðleggja honum um næstu stig máls. Þá er Weinstein jafnframt sagður hafa sett sig í samband við nokkur almannatengslafyrirtæki sem sérhæfa sig í krísustjórnun. Harvey Weinstein er stofnandi The Weinstein Company ásamt bróður sínum Bob, en fyrirtækið hefur framleitt Óskarsverðlaunamyndir á borð við The Artist, The Kings Speech og stórmyndir á borð við Silver Linings Playbook og Django Unchained. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sagður hafa ráðið öflugt teymi lögfræðinga vegna fréttar sem sem New York Time og New Yorker eru með í vinnslu. Greint er frá því á vef Variety að fréttin sem fjölmiðlarnir vinna að snúist um ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. Variety segir Weinstein hafa ráðið stjörnulögmanninn David Boies ásamt lögfræðingunum Lisu Bloom og Charles Harder til að reyna að hrekja þessar ásakanir. Í frétt Variety er rannsóknarblaðamaðurinn Jodi Kantor, sem hefur skrifað um slæmar vinnuaðstæður hjá Amazon fyrirtækinu, sögð vinna að þessari frétt fyrir New York Times ásamt Megan Twohey, sem skrifaði um umdeilda vinnu Weinstein fyrir alnæmisgóðgerðasamtökin amfAR. Ronan Farrow, sem var áður hjá MSNBC, er sagður vinna að fréttinni fyrir New Yorker. Variety segir að fréttin gæti mögulega birst í þessari viku. Í samtali við Variety segir Weinstein ekki hafa upplýsingar um þetta mál. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um, í fullri hreinskilni,“ svaraði Weinstein í stuttu viðtali við fjölmiðilinn. Weinstein er einnig sagður hafa reynt að fá Lanny Davis til liðs viðs sig, sem var sérlegur ráðgjafi Bill Clinton þegar hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna, til að ráðleggja honum um næstu stig máls. Þá er Weinstein jafnframt sagður hafa sett sig í samband við nokkur almannatengslafyrirtæki sem sérhæfa sig í krísustjórnun. Harvey Weinstein er stofnandi The Weinstein Company ásamt bróður sínum Bob, en fyrirtækið hefur framleitt Óskarsverðlaunamyndir á borð við The Artist, The Kings Speech og stórmyndir á borð við Silver Linings Playbook og Django Unchained.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira