Norðmenn eiga tvo á listanum yfir efnilegustu strákana en Íslendingar engan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2017 23:00 Erling Braut Haaland. Vísir/Getty Guardian hefur birt nýjan lista yfir 60 bestu fótboltaleikmenn heims á sautjánda ári en að þessu sinni eru teknir fyrir leikmenn fæddir árið 2000. Þetta er fjórða árið í röð sem Guardian setur saman slíkan lista en áður hafa knattspyrnusérfræðingar blaðsins tekið fyrir árgangana 1999, 1998 og 1997. Ísland átti einn leikmann á listanum í fyrra en það var Kolbeinn Birgir Finnsson sem er fæddur árið 1999 og er leikmaður unglingaliðs FC Groningen í dag. Að þessu sinni er enginn íslenskur strákur á listanum en þar eru hinsvegar tveir Norðmenn. Norsku leikmennirnir eru Erling Braut Haaland hjá Molde og Jørgen Strand Larsen sem er leikmaður AC Milan en á láni frá Sarpsborg. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, hefur gefið Haaland tækifæri hjá liðinu í sumar. Það eru alls fjórir Norðurlandabúar á listanum því Daninn Victor Jensen hjá Ajax og Svíinn Filston Mawana hjá Hoffenheim eru einnig nefndir sem einn af sextíu bestu sautján ára fótboltastrákum heims. Frægasti leikmaðurinn á listanum er eflaust Vinicius Júnior sem Real Madrid er þegar búið að kaupa frá Flamengo þó að hann spili ennþá með brasilíska liðinu. Real Madrid borgar 45 milljónir evra fyrir strákinn en hann má ekki koma til Spánar fyrr en hann er orðinn átján ára gamall. Aðrir leikmenn á listanum sem eru farnir að skapa sér nafn eru Ítalinn Moise Kean hjá Verona (á láni frá Juventus), Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund og Bandaríkjamaðurinn Timothy Weah hjá Paris Saint-Germain. Moise Kean varð fyrsti leikmaðurinn fæddur 2000 eða síðar sem nær að skora í einni af fimm bestu deildum Evrópu en hann skoraði þá fyrir Juventus á móti Bologna í maí. Hann er nú á láni hjá Verona. Timothy Weah er sonur George Weah sem var valinn besti knattspyrnumaður heims árið 1995 eða fimm árum en Timothy fæddist. Það er hægt að finna allan listann hér. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira
Guardian hefur birt nýjan lista yfir 60 bestu fótboltaleikmenn heims á sautjánda ári en að þessu sinni eru teknir fyrir leikmenn fæddir árið 2000. Þetta er fjórða árið í röð sem Guardian setur saman slíkan lista en áður hafa knattspyrnusérfræðingar blaðsins tekið fyrir árgangana 1999, 1998 og 1997. Ísland átti einn leikmann á listanum í fyrra en það var Kolbeinn Birgir Finnsson sem er fæddur árið 1999 og er leikmaður unglingaliðs FC Groningen í dag. Að þessu sinni er enginn íslenskur strákur á listanum en þar eru hinsvegar tveir Norðmenn. Norsku leikmennirnir eru Erling Braut Haaland hjá Molde og Jørgen Strand Larsen sem er leikmaður AC Milan en á láni frá Sarpsborg. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, hefur gefið Haaland tækifæri hjá liðinu í sumar. Það eru alls fjórir Norðurlandabúar á listanum því Daninn Victor Jensen hjá Ajax og Svíinn Filston Mawana hjá Hoffenheim eru einnig nefndir sem einn af sextíu bestu sautján ára fótboltastrákum heims. Frægasti leikmaðurinn á listanum er eflaust Vinicius Júnior sem Real Madrid er þegar búið að kaupa frá Flamengo þó að hann spili ennþá með brasilíska liðinu. Real Madrid borgar 45 milljónir evra fyrir strákinn en hann má ekki koma til Spánar fyrr en hann er orðinn átján ára gamall. Aðrir leikmenn á listanum sem eru farnir að skapa sér nafn eru Ítalinn Moise Kean hjá Verona (á láni frá Juventus), Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund og Bandaríkjamaðurinn Timothy Weah hjá Paris Saint-Germain. Moise Kean varð fyrsti leikmaðurinn fæddur 2000 eða síðar sem nær að skora í einni af fimm bestu deildum Evrópu en hann skoraði þá fyrir Juventus á móti Bologna í maí. Hann er nú á láni hjá Verona. Timothy Weah er sonur George Weah sem var valinn besti knattspyrnumaður heims árið 1995 eða fimm árum en Timothy fæddist. Það er hægt að finna allan listann hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn