Það er dýrt að búa á Íslandi Þorsteinn Víglundsson skrifar 3. október 2017 15:07 Vaxtakostnaður 20 milljóna króna fasteignaláns er um 80 þúsund krónum hærri á mánuði hér á landi á Íslandi en hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Ástæðan fyrir því er einföld. Vextir af húsnæðislánum eru um þrisvar til fjórum sinnum hærri á Íslandi. Til að standa undir þessum kostnaði þurfum við að hafa 130 þúsund krónum meira í laun á mánuði en fólk á Norðurlöndunum. Það er dýrt að búa á Íslandi. Vextir á Íslandi eru einfaldlega allt of háir. Almenningi er gert of erfitt um vik að eignast húsnæði. Um það þarf vart að deila. Þetta vandamál hefur samt verið þrætuepli stjórnmálanna árum og jafnvel áratugum saman án þess að viðunandi lausn finnist á vandanum. Stjórnmálamenn eru iðnir við að gagnrýna Seðlabankann fyrir háa vexti. Staðreyndin er samt sú að bankinn vinnur eftir stefnu sem Alþingi setti honum fyrir 16 árum síðan. Það er ekki hægt að gagnrýna afleiðingar þessa fyrirkomulags árum saman án þess að koma með tillögur að lausn sem ræðst að rót vandans, þ.e. óstöðugleika og smæð íslensku krónunnar.Eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnarSeðlabankinn vann ýtarlega skýrslu fyrir fimm árum síðan um valkosti okkar í þessum málum. Upptaka evru var þar talin besti kosturinn en einnig var fjallað um kosti og galla ýmissa annarra kosta svo sem fastgengis (svo sem myntráðs) eða umbóta á núverandi stefnu. Stjórnmálin gerðu því miður lítið sem ekkert með niðurstöður hennar. Það er ótrúlegt að skýrslan hafi ekki vakið meiri áhuga stjórnmálamanna en raun ber vitni, enda eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Viðreisn talaði fyrir fastgengisstefnu fyrir síðustu kosningar, svonefndu Myntráði. Við höfum einnig bent á kosti evrunnar, en upptaka hennar er auðvitað háð inngöngu í Evrópusambandið. Strax eftir að ný ríkisstjórn tók við í janúar á þessu ári var skipaður starfshópur um endurskoðun peningastefnunnar. Það er í fyrsta sinn sem stjórnvöld ráðast í þá vinnu frá 2001. Hópurinn hefur fengið til liðs við sig færustu erlenda sérfræðinga til að taka út kosti og galla núverandi fyrirkomulags auk þess að fjalla sérstaklega um myntráð. Hópurinn mun skila niðurstöðum sínum fljótlega upp úr áramótum. Hátt vaxtastig hér á landi er önnur af helstu ástæðum þess að það er dýrt að búa hér á landi. Hin er hátt matvælaverð. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram að skila auðu í þessum málum. Fátt getur aukið velferð okkar meira en lækkun vaxta og matvælaverðs. Það er löngu tímabært að laga þetta.Höfundur er félags- og jafnréttisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Vaxtakostnaður 20 milljóna króna fasteignaláns er um 80 þúsund krónum hærri á mánuði hér á landi á Íslandi en hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Ástæðan fyrir því er einföld. Vextir af húsnæðislánum eru um þrisvar til fjórum sinnum hærri á Íslandi. Til að standa undir þessum kostnaði þurfum við að hafa 130 þúsund krónum meira í laun á mánuði en fólk á Norðurlöndunum. Það er dýrt að búa á Íslandi. Vextir á Íslandi eru einfaldlega allt of háir. Almenningi er gert of erfitt um vik að eignast húsnæði. Um það þarf vart að deila. Þetta vandamál hefur samt verið þrætuepli stjórnmálanna árum og jafnvel áratugum saman án þess að viðunandi lausn finnist á vandanum. Stjórnmálamenn eru iðnir við að gagnrýna Seðlabankann fyrir háa vexti. Staðreyndin er samt sú að bankinn vinnur eftir stefnu sem Alþingi setti honum fyrir 16 árum síðan. Það er ekki hægt að gagnrýna afleiðingar þessa fyrirkomulags árum saman án þess að koma með tillögur að lausn sem ræðst að rót vandans, þ.e. óstöðugleika og smæð íslensku krónunnar.Eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnarSeðlabankinn vann ýtarlega skýrslu fyrir fimm árum síðan um valkosti okkar í þessum málum. Upptaka evru var þar talin besti kosturinn en einnig var fjallað um kosti og galla ýmissa annarra kosta svo sem fastgengis (svo sem myntráðs) eða umbóta á núverandi stefnu. Stjórnmálin gerðu því miður lítið sem ekkert með niðurstöður hennar. Það er ótrúlegt að skýrslan hafi ekki vakið meiri áhuga stjórnmálamanna en raun ber vitni, enda eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Viðreisn talaði fyrir fastgengisstefnu fyrir síðustu kosningar, svonefndu Myntráði. Við höfum einnig bent á kosti evrunnar, en upptaka hennar er auðvitað háð inngöngu í Evrópusambandið. Strax eftir að ný ríkisstjórn tók við í janúar á þessu ári var skipaður starfshópur um endurskoðun peningastefnunnar. Það er í fyrsta sinn sem stjórnvöld ráðast í þá vinnu frá 2001. Hópurinn hefur fengið til liðs við sig færustu erlenda sérfræðinga til að taka út kosti og galla núverandi fyrirkomulags auk þess að fjalla sérstaklega um myntráð. Hópurinn mun skila niðurstöðum sínum fljótlega upp úr áramótum. Hátt vaxtastig hér á landi er önnur af helstu ástæðum þess að það er dýrt að búa hér á landi. Hin er hátt matvælaverð. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram að skila auðu í þessum málum. Fátt getur aukið velferð okkar meira en lækkun vaxta og matvælaverðs. Það er löngu tímabært að laga þetta.Höfundur er félags- og jafnréttisráðherra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar