Þá er það komið á hreint - Niðurfelling tolla og vörugjalda skilaði sér til neytenda Andrés Magnússon skrifar 16. október 2017 16:00 „Það er tilgangslaust að fella niður tolla og vörugjöld, verslunin skilar slíku aldrei til neytenda.“ Þessa setningu og margar aðrar í svipuðum dúr hefur oft mátt lesa í fjölmiðlum undanfarin ár, eða allt frá því að áform þáverandi stjórnvalda um afnám almennra vörugjalda og tolla voru kunngjörð haustið 2014. Það var svo sem ekki í fyrsta sinn sem verslun á Íslandi mátti sæta ásökunum í þessa veru, en segja má að slíkt hafi verið viðtekin venja tiltekinna afla, þegar skattkerfinu hefur verið breytt á þann veg að neytendur skyldu njóta ábatans. Þeir eru margir pólitísku lukkuriddararnir sem hafa reynt að slá keilur með því að tortryggja verslunina í þessum efnum og þar með allan þann stóra hóp fólks sem starfar innan þeirrar mikilvægu atvinnugreinar. Þá hafa sum hagsmunasamtök bæði launþega og neytenda ekki látið sitt eftir liggja, en þau hafa hvað eftir annað sett fram fullyrðingar á opinberum vettvangi, þar sem sömu eða svipaðar ávirðingar eru settar fram. Í þessu efni hefur það litlu sem engu breytt þó að ítrekað hafi verið skýrt út með opinberlega staðfestum gögnum, að niðurfelling vörugjalda og niðurfelling tolla hafi skilað sér til neytenda, í formi lægra vöruverðs. Þeir eru nefnilega ótrúlega margir sem setja sannleikann í annað sæti þegar þeir sjá sér hag í slíku. En sem betur fer kemur hið rétta oftast í ljós að lokum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur nú birt skýrslu sína „Áhrif afnáms tolla og vörugjalda á verðlag“, en skýrsla þessi er, eins og nafnið bendir til, samantekt þessarar virtu stofnunar á áhrifum umræddra skattkerfisbreytinga sem komu til framkvæmda í áföngum á tímabilinu 2015 til 2017. Í ályktunarorðum skýrslunnar, sem eru jafnframt lokaorð hennar segir: „Í stuttu máli lækkaði smásöluverð þeirra vara sem hér voru til skoðunar um leið og fyrirkomulagi neysluskatta var breytt. Svo virðist sem lækkun gjalda hafi að mestu skilað sér í vasa neytenda. Álagning kaupmanna lækkaði á flestum vörum í krónum talið.“ Nú verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þeir sem fyrr voru nefndir og hæst hafa látið gagnvart versluninni, bregðast við. Munu þeir halda áfram á sömu braut og fyrr, eða munu þeir sjá að sér og viðurkenna að kannski hafi ekki verið innistæða fyrir öllum hástemmdu yfirlýsingunum sem fallið hafa?Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
„Það er tilgangslaust að fella niður tolla og vörugjöld, verslunin skilar slíku aldrei til neytenda.“ Þessa setningu og margar aðrar í svipuðum dúr hefur oft mátt lesa í fjölmiðlum undanfarin ár, eða allt frá því að áform þáverandi stjórnvalda um afnám almennra vörugjalda og tolla voru kunngjörð haustið 2014. Það var svo sem ekki í fyrsta sinn sem verslun á Íslandi mátti sæta ásökunum í þessa veru, en segja má að slíkt hafi verið viðtekin venja tiltekinna afla, þegar skattkerfinu hefur verið breytt á þann veg að neytendur skyldu njóta ábatans. Þeir eru margir pólitísku lukkuriddararnir sem hafa reynt að slá keilur með því að tortryggja verslunina í þessum efnum og þar með allan þann stóra hóp fólks sem starfar innan þeirrar mikilvægu atvinnugreinar. Þá hafa sum hagsmunasamtök bæði launþega og neytenda ekki látið sitt eftir liggja, en þau hafa hvað eftir annað sett fram fullyrðingar á opinberum vettvangi, þar sem sömu eða svipaðar ávirðingar eru settar fram. Í þessu efni hefur það litlu sem engu breytt þó að ítrekað hafi verið skýrt út með opinberlega staðfestum gögnum, að niðurfelling vörugjalda og niðurfelling tolla hafi skilað sér til neytenda, í formi lægra vöruverðs. Þeir eru nefnilega ótrúlega margir sem setja sannleikann í annað sæti þegar þeir sjá sér hag í slíku. En sem betur fer kemur hið rétta oftast í ljós að lokum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur nú birt skýrslu sína „Áhrif afnáms tolla og vörugjalda á verðlag“, en skýrsla þessi er, eins og nafnið bendir til, samantekt þessarar virtu stofnunar á áhrifum umræddra skattkerfisbreytinga sem komu til framkvæmda í áföngum á tímabilinu 2015 til 2017. Í ályktunarorðum skýrslunnar, sem eru jafnframt lokaorð hennar segir: „Í stuttu máli lækkaði smásöluverð þeirra vara sem hér voru til skoðunar um leið og fyrirkomulagi neysluskatta var breytt. Svo virðist sem lækkun gjalda hafi að mestu skilað sér í vasa neytenda. Álagning kaupmanna lækkaði á flestum vörum í krónum talið.“ Nú verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þeir sem fyrr voru nefndir og hæst hafa látið gagnvart versluninni, bregðast við. Munu þeir halda áfram á sömu braut og fyrr, eða munu þeir sjá að sér og viðurkenna að kannski hafi ekki verið innistæða fyrir öllum hástemmdu yfirlýsingunum sem fallið hafa?Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun