Tókst gríðarlega vel að byrja upp á nýtt Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2017 06:00 Freyr Alexandersson og landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir síðasta leikinn á EM. Vísir/Getty Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta halda áfram för sinni í átt að heimsmeistaramótinu í fótbolta í næstu viku þegar þær mæta Þýskalandi og svo Tékklandi á útivelli í undankeppni HM 2018. Þetta verða tveir erfiðustu útileikir íslenska liðsins en Þýskaland ætti, ef allt er eðlilegt, ekki að tapa svo miklu sem einu stigi í þessum riðli og þannig komast á HM. Tékkland sýndi aftur á móti með aðeins 1-0 tapi gegn þeim þýsku að það er mikið spunnið í það lið og að stelpurnar okkar þurfa að passa sig á þeim tékknesku. „Það er möguleiki að vinna Þýskaland eins og það er alltaf möguleiki í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyErfitt að byrja aftur Stelpurnar okkar náðu ekki tilsettum árangri á EM í sumar þar sem þær töpuðu öllum leikjunum og skoruðu aðeins eitt mark. Vonbrigðin voru mikil með úrslitin og því var ekki svo einfalt að „restarta“ öllu fyrir leikinn á móti Færeyjum. Það gekk þó mjög vel enda rústaði liðið litla frænda, 8-0. „Síðasta verkefni var mjög flókið. Andstæðingurinn var ekkert sérstaklega sterkur og mikil óvissa í kringum það. Það fór mikil orka í EM. Það var erfitt að fara af stað eftir EM því við vorum svekkt með niðurstöðuna en ánægð með það sem við lögðum í verkefnið. Það var því mikið af tilfinningum og í raun tilfinningarússíbani. Við þurftum bara að byrja upp á nýtt og mér fannst það takast gríðarlega vel. Æfingarnar voru góðar og einbeiting góð. Ég var gríðarlega ánægður með leikmennina í því verkefni,“ segir Freyr.Fanndís Friðriksdóttir.Vísir/GettyFleiri atvinnumenn Eftir Evrópumótið fóru tveir leikmenn íslenska liðsins, Blikarnir Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, í atvinnumennsku. Er þetta eitthvað sem Freyr hvetur stelpurnar til að gera núna þegar hættan er ekki jafnmikil á að spila ekki eða lenda í vandræðum þar sem það er ekki stórmót á næsta ári? „Ég er ekki beint að ýta þeim út en þær þurfa að skoða hvað er í boði fyrir þær. Það er stöðugt verið að hræra í þeim og það er misjafnlega gáfulegt. Ég veiti þeim þær upplýsingar sem þær þurfa og það sama geri ég fyrir félögin. Ég hef meiri upplýsingar en aðrir en ég vonast til að fleiri leikmenn fái tækifæri í bestu liðum og bestu deildum í heimi,“ segir Freyr sem hefur trú á góðum úrslitum gegn Þýskalandi. „Öll lið hafa sína veikleika og ef ég gat fundið veikleika á Úkraínu og Tyrklandi fyrir strákana ætti ég að geta fundið þá hjá Þýskalandi. Ég mun deila þeim hugmyndum betur þegar að því kemur,“ segir Freyr Alexandersson.Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fagna eina marki Íslands á EM.Vísir/Getty Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta halda áfram för sinni í átt að heimsmeistaramótinu í fótbolta í næstu viku þegar þær mæta Þýskalandi og svo Tékklandi á útivelli í undankeppni HM 2018. Þetta verða tveir erfiðustu útileikir íslenska liðsins en Þýskaland ætti, ef allt er eðlilegt, ekki að tapa svo miklu sem einu stigi í þessum riðli og þannig komast á HM. Tékkland sýndi aftur á móti með aðeins 1-0 tapi gegn þeim þýsku að það er mikið spunnið í það lið og að stelpurnar okkar þurfa að passa sig á þeim tékknesku. „Það er möguleiki að vinna Þýskaland eins og það er alltaf möguleiki í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyErfitt að byrja aftur Stelpurnar okkar náðu ekki tilsettum árangri á EM í sumar þar sem þær töpuðu öllum leikjunum og skoruðu aðeins eitt mark. Vonbrigðin voru mikil með úrslitin og því var ekki svo einfalt að „restarta“ öllu fyrir leikinn á móti Færeyjum. Það gekk þó mjög vel enda rústaði liðið litla frænda, 8-0. „Síðasta verkefni var mjög flókið. Andstæðingurinn var ekkert sérstaklega sterkur og mikil óvissa í kringum það. Það fór mikil orka í EM. Það var erfitt að fara af stað eftir EM því við vorum svekkt með niðurstöðuna en ánægð með það sem við lögðum í verkefnið. Það var því mikið af tilfinningum og í raun tilfinningarússíbani. Við þurftum bara að byrja upp á nýtt og mér fannst það takast gríðarlega vel. Æfingarnar voru góðar og einbeiting góð. Ég var gríðarlega ánægður með leikmennina í því verkefni,“ segir Freyr.Fanndís Friðriksdóttir.Vísir/GettyFleiri atvinnumenn Eftir Evrópumótið fóru tveir leikmenn íslenska liðsins, Blikarnir Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, í atvinnumennsku. Er þetta eitthvað sem Freyr hvetur stelpurnar til að gera núna þegar hættan er ekki jafnmikil á að spila ekki eða lenda í vandræðum þar sem það er ekki stórmót á næsta ári? „Ég er ekki beint að ýta þeim út en þær þurfa að skoða hvað er í boði fyrir þær. Það er stöðugt verið að hræra í þeim og það er misjafnlega gáfulegt. Ég veiti þeim þær upplýsingar sem þær þurfa og það sama geri ég fyrir félögin. Ég hef meiri upplýsingar en aðrir en ég vonast til að fleiri leikmenn fái tækifæri í bestu liðum og bestu deildum í heimi,“ segir Freyr sem hefur trú á góðum úrslitum gegn Þýskalandi. „Öll lið hafa sína veikleika og ef ég gat fundið veikleika á Úkraínu og Tyrklandi fyrir strákana ætti ég að geta fundið þá hjá Þýskalandi. Ég mun deila þeim hugmyndum betur þegar að því kemur,“ segir Freyr Alexandersson.Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fagna eina marki Íslands á EM.Vísir/Getty
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira