Repúblikanar snúa vörn í sókn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2017 06:44 Frá tilkynningu Repúblikana í gær. Yfirmaður rannsóknanna, David Nunes, sést hér fyrir miðju. Vísir/Getty Þingmenn Repúblikana tilkynntu í gær að þeir hyggðust hefja rannsókn á tveimur málum í stjórnartíð Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til að komast í botns í ákvörðun ríkisstjórnar hans um að heimila yfirtöku árið 2010 sem varð til þess að 20 prósent úraníumforða Bandaríkjanna rataði í hendur Rússa. Tvær nefndir hafa að sama skapi verið skipaðar til að kafa dýpra ofan í hið svokallaða tölvupóstsmál þáverandi utanríkisráðherra, Hillary Clinton. Á ekki síst að reyna að varpa ljósi á hvers vegna alríkislögreglan, FBI, ákvað að ávíta hana ekki fyrir að nota í vefþjón störfum sínum sem ekki var á vegum bandarískra stjórnvalda.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupósta Hillary Clinton Demókratar, flokksmenn Obama og Clinton, brugðust ókvæða við tilkynningu Repúblikana í gær og sögðu hana vera „gríðarlega afvegaleiðingu.“ Kunna þeir að hafa eitthvað til síns máls enda bæði málin núverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, mjög hugleikin.Uranium deal to Russia, with Clinton help and Obama Administration knowledge, is the biggest story that Fake Media doesn't want to follow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2017 Fólk úr starfsliði hans er nú til rannsóknar vegna meints samstarfs þeirra með Rússum í aðdraganda forsetakosningananna vestanhafs í fyrra. Reglulega birtast fréttir af nýjum vendingum í rannsóknin, sem leidd er af Robert Mueller, og þætti Trump því eflaust kærkomið að kastljósinu yrði beint í hina áttina um stund. Hefur hann ítrekað gangrýnt fjölmiðla fyrir að sýna þessum málum lítinn áhuga. Ætla má að með rannsóknarnefndum Repúblikana verði breyting þar á. Yfirmenn rannsóknarinnar sögðu á blaðamanna fundi að enn væru útistandandi spurningar vegna rannsóknar FBI á tölvupóstum Clinton. Lýstu þeir jafnframt miklum áhuga sínum á því að vita hvers vegna fyrrverandi yfirmaður FBI ákvað að segja skilið við rannsókn sína á tölvupóstunum - en ekki rannsókninni á tengslum starfsliðs Trump og Rússa. Áður hefur verið greint frá því að rússneskir kjarnorkujöfrar hafi látið milljónir dala af hendi rakna til góðgerðasamtaka Clinton-fjölskyldunnar. Repúblikanarannsóknarnefndin vill kanna hvort að þessar milljónir kunna að hafa eitthvað með fyrrnefndu rússneskum úraníumyfirtökuna að gera - en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, undir stjórn Hillary Clinton, aðstoðaði við samningsgerðina á sínum tíma. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Þingmenn Repúblikana tilkynntu í gær að þeir hyggðust hefja rannsókn á tveimur málum í stjórnartíð Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til að komast í botns í ákvörðun ríkisstjórnar hans um að heimila yfirtöku árið 2010 sem varð til þess að 20 prósent úraníumforða Bandaríkjanna rataði í hendur Rússa. Tvær nefndir hafa að sama skapi verið skipaðar til að kafa dýpra ofan í hið svokallaða tölvupóstsmál þáverandi utanríkisráðherra, Hillary Clinton. Á ekki síst að reyna að varpa ljósi á hvers vegna alríkislögreglan, FBI, ákvað að ávíta hana ekki fyrir að nota í vefþjón störfum sínum sem ekki var á vegum bandarískra stjórnvalda.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupósta Hillary Clinton Demókratar, flokksmenn Obama og Clinton, brugðust ókvæða við tilkynningu Repúblikana í gær og sögðu hana vera „gríðarlega afvegaleiðingu.“ Kunna þeir að hafa eitthvað til síns máls enda bæði málin núverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, mjög hugleikin.Uranium deal to Russia, with Clinton help and Obama Administration knowledge, is the biggest story that Fake Media doesn't want to follow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2017 Fólk úr starfsliði hans er nú til rannsóknar vegna meints samstarfs þeirra með Rússum í aðdraganda forsetakosningananna vestanhafs í fyrra. Reglulega birtast fréttir af nýjum vendingum í rannsóknin, sem leidd er af Robert Mueller, og þætti Trump því eflaust kærkomið að kastljósinu yrði beint í hina áttina um stund. Hefur hann ítrekað gangrýnt fjölmiðla fyrir að sýna þessum málum lítinn áhuga. Ætla má að með rannsóknarnefndum Repúblikana verði breyting þar á. Yfirmenn rannsóknarinnar sögðu á blaðamanna fundi að enn væru útistandandi spurningar vegna rannsóknar FBI á tölvupóstum Clinton. Lýstu þeir jafnframt miklum áhuga sínum á því að vita hvers vegna fyrrverandi yfirmaður FBI ákvað að segja skilið við rannsókn sína á tölvupóstunum - en ekki rannsókninni á tengslum starfsliðs Trump og Rússa. Áður hefur verið greint frá því að rússneskir kjarnorkujöfrar hafi látið milljónir dala af hendi rakna til góðgerðasamtaka Clinton-fjölskyldunnar. Repúblikanarannsóknarnefndin vill kanna hvort að þessar milljónir kunna að hafa eitthvað með fyrrnefndu rússneskum úraníumyfirtökuna að gera - en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, undir stjórn Hillary Clinton, aðstoðaði við samningsgerðina á sínum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30