Ekki fyrir hvern sem er að sinna 200-300 kg svíni Guðný Hrönn skrifar 25. október 2017 09:30 Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín í gegnum tíðina og svínaáhugi Íslendinga virðist nú vera að aukast. Undanfarin ár hefur færst í vöxt að fólk kaupi einstaka svín til að ala, sérstaklega yfir sumartímann. Þess vegna sá Matvælastofnun tilefni til að setja upp leiðbeiningar um kaup og umönnun svína, enda er ekkert grín að eiga svín. Það er rétt að það hefur aukist töluvert síðustu ár að aðilar séu að kaupa einstaka grísi en það er nær einungis til að ala yfir sumartímann og slátra að hausti til eigin nota/neyslu,“ segir Vigdís Tryggvadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, spurð út í aukinn áhuga Íslendinga á svínum. Vigdís efast um að margt fólk sé að kaupa svín sem gæludýr.„Það er ekki fyrir hvern sem er að halda og sinna 200-300 kg svíni. Hér á landi eru einungis stærri og hefðbundnari svínakyn til framleiðslu, Landrace, Yorkshire og Duroc, en ekki klassísk gæludýrasvín, til dæmis miniature og pot belly,“ segir Vigdís. Vigdís á erfitt með að segja til um hvers vegna fólk sé farið að kaupa einstök svín í auknum mæli. Gæti verið að um tískubylgju sé að ræða? „Já, mögulega er þetta tískubylgja. Kannski partur af taktinum eftir hrun, aukin sjálfbærni og aukinn áhugi hjá fólki að vera með eigin ræktun, t.d. kartöflugarða. Langflestir sem voru að kaupa einstaka grísi voru yfirleitt bændur eða eigendur jarða, hobbíbændur, jafnvel í ferðamannabransanum.“ Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín sem gæludýr, svo sem George Clooney og Paris Hilton, og kannski er það að hafa áhrif á aukinn svínaáhuga fólks. Það er þó hægara sagt en gert að sinna svíni og að mörgu þarf að huga. Og eins og fram kemur í leiðbeiningum sem Matvælastofnun sendi frá sér í sumar um kaup og umönnun svína eru svín hópdýr og þurfa að umgangast önnur svín, það er því ekki ráðlagt að halda einungis eitt svín. Nokkrar stjörnur sem hafa átt svínGeorge Clooney Miley Cyrus Paris Hilton Jillian Michaels Mario Balotelli Tori Spelling Denise Richards Rupert Grint Megan Fox Ruby Rose Slúðurmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram að Reese Witherspoon og Victoria Beckham hafi einnig átt svín sem gæludýr á einhverjum tímapunkti. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Undanfarin ár hefur færst í vöxt að fólk kaupi einstaka svín til að ala, sérstaklega yfir sumartímann. Þess vegna sá Matvælastofnun tilefni til að setja upp leiðbeiningar um kaup og umönnun svína, enda er ekkert grín að eiga svín. Það er rétt að það hefur aukist töluvert síðustu ár að aðilar séu að kaupa einstaka grísi en það er nær einungis til að ala yfir sumartímann og slátra að hausti til eigin nota/neyslu,“ segir Vigdís Tryggvadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, spurð út í aukinn áhuga Íslendinga á svínum. Vigdís efast um að margt fólk sé að kaupa svín sem gæludýr.„Það er ekki fyrir hvern sem er að halda og sinna 200-300 kg svíni. Hér á landi eru einungis stærri og hefðbundnari svínakyn til framleiðslu, Landrace, Yorkshire og Duroc, en ekki klassísk gæludýrasvín, til dæmis miniature og pot belly,“ segir Vigdís. Vigdís á erfitt með að segja til um hvers vegna fólk sé farið að kaupa einstök svín í auknum mæli. Gæti verið að um tískubylgju sé að ræða? „Já, mögulega er þetta tískubylgja. Kannski partur af taktinum eftir hrun, aukin sjálfbærni og aukinn áhugi hjá fólki að vera með eigin ræktun, t.d. kartöflugarða. Langflestir sem voru að kaupa einstaka grísi voru yfirleitt bændur eða eigendur jarða, hobbíbændur, jafnvel í ferðamannabransanum.“ Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín sem gæludýr, svo sem George Clooney og Paris Hilton, og kannski er það að hafa áhrif á aukinn svínaáhuga fólks. Það er þó hægara sagt en gert að sinna svíni og að mörgu þarf að huga. Og eins og fram kemur í leiðbeiningum sem Matvælastofnun sendi frá sér í sumar um kaup og umönnun svína eru svín hópdýr og þurfa að umgangast önnur svín, það er því ekki ráðlagt að halda einungis eitt svín. Nokkrar stjörnur sem hafa átt svínGeorge Clooney Miley Cyrus Paris Hilton Jillian Michaels Mario Balotelli Tori Spelling Denise Richards Rupert Grint Megan Fox Ruby Rose Slúðurmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram að Reese Witherspoon og Victoria Beckham hafi einnig átt svín sem gæludýr á einhverjum tímapunkti.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira