Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 15:59 Breiðþota Wow Air fékk fugl í hreyfil á leið til Kaupmannahafnar í gær. Vísir/Getty Röskun varð á leiðakerfi flugfélagsins Wow Air eftir að Airbus-þota flugfélagsins fékk fugl í hreyfil í aðflugi í Kaupmannahöfn á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli. Þotan lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan sjö í gærmorgun og var lent rétt fyrir hádegi í Kaupmannahöfn. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir í samtali við Vísi að talsverð seinkun hefði orðið á flugi vegna þessa atviks og við það hafi leiðakerfið riðlast. Ekki var hægt að notast við þotuna í bili sem fékk fugl í hreyfilinn og þurfti því að skipta út vélum. Breiðþota, sem tekur 350 manns, sem átti að fara til Parísar gat ekki flogið þá leið. Það varð til þess að um tuttugu farþegar sem áttu bókað far með Wow Air frá Parísar til Íslands í gær, komust ekki með vegna yfirbókunar sem orsakaðist af þessu óhappi í Kaupmannahöfn. „Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr,“ segir Svana í samtali við Vísi. Hún segir sætanýtingu hjá Wow Air um og yfir 90 prósent á flestum flugleiðum félagsins. Ef einhver röskun á sér stað, hvort sem það er tengt veðri eða líkt og í gær þegar fugl lenti í hreyfli vélarinnar, getur tekið nokkurn tíma að koma öllum farþegum fyrir á ný í flug. „Við bjóðum farþegum okkar ef ef um slíkar tafir eru að ræða gjafabréf í flug hvert sem er með WOW air og í lang flestum tilfellum ganga allir sáttir frá borði,“ segir Svana. Þeir sem urðu eftir í París fengu hótelgistingu á vegum Wow Air en Svana segir flugáætlun flugfélagsins vera komna í lag eftir þetta atvik. Fréttir af flugi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Röskun varð á leiðakerfi flugfélagsins Wow Air eftir að Airbus-þota flugfélagsins fékk fugl í hreyfil í aðflugi í Kaupmannahöfn á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli. Þotan lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan sjö í gærmorgun og var lent rétt fyrir hádegi í Kaupmannahöfn. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir í samtali við Vísi að talsverð seinkun hefði orðið á flugi vegna þessa atviks og við það hafi leiðakerfið riðlast. Ekki var hægt að notast við þotuna í bili sem fékk fugl í hreyfilinn og þurfti því að skipta út vélum. Breiðþota, sem tekur 350 manns, sem átti að fara til Parísar gat ekki flogið þá leið. Það varð til þess að um tuttugu farþegar sem áttu bókað far með Wow Air frá Parísar til Íslands í gær, komust ekki með vegna yfirbókunar sem orsakaðist af þessu óhappi í Kaupmannahöfn. „Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr,“ segir Svana í samtali við Vísi. Hún segir sætanýtingu hjá Wow Air um og yfir 90 prósent á flestum flugleiðum félagsins. Ef einhver röskun á sér stað, hvort sem það er tengt veðri eða líkt og í gær þegar fugl lenti í hreyfli vélarinnar, getur tekið nokkurn tíma að koma öllum farþegum fyrir á ný í flug. „Við bjóðum farþegum okkar ef ef um slíkar tafir eru að ræða gjafabréf í flug hvert sem er með WOW air og í lang flestum tilfellum ganga allir sáttir frá borði,“ segir Svana. Þeir sem urðu eftir í París fengu hótelgistingu á vegum Wow Air en Svana segir flugáætlun flugfélagsins vera komna í lag eftir þetta atvik.
Fréttir af flugi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira