Þjóðarátak um bætt kjör kvennastétta Þorsteinn Víglundsson skrifar 24. október 2017 13:00 Konur eru að jafnaði með um 16% lægri laun en karlar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Okkur hefur lítið miðað í að draga úr þessum launamun á undanförnum árum þrátt fyrir mikla umræðu um þetta óréttlæti. Þetta er staðan, þrátt fyrir að konur séu að jafnaði með betri menntun en karlar, þrátt fyrir að konum hafi fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja, þrátt fyrir jafnvægi hafi náðst í kynjahlutföllum á Alþingi og þrátt fyrir ótal marga aðra sigra í jafnréttismálum. Í dag eru 42 ár liðin frá kvennafrídeginum þar sem um 90% íslenskra kvenna lögðu niður vinnu til að meðal annars til að mótmæla kynbundnum launamun. Þann dag komu 25 þúsund konur saman í miðborginni til að mótmæla þessu óréttlæti. Verkfallið varð kveikjan að stóraukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum og stórstígum framförum í jafnréttismálum. Það er hins vegar óþolandi að nú 42 árum síðar sé launamunur kynjanna enn jafn mikill og raun ber vitni. Þrátt fyrir að við hælum okkur af frábærum árangri í jafnréttismálum á alþjóða vísu er Ísland með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópu. En hvernig getur staðið á því að þetta er staðan? Ástæðan er í sjálfu sér einföld. Það er kerfisbundin skekkja í launum stórra stétta sem einkum eru skipaðar konum. Þetta eru leikskólakennarar, grunnskólakennarar, heilbrigðisstarfsfólk og stórar stéttir aðrar sem einkum vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Kjör þessara kvennastétta leiða til þess að Ísland mælist með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópa. Þessi staða hefur afleiðingar fyrir konur og fyrir okkur öll. Það er ekki hægt að tala um uppbyggingu innviða án þess að ræða um kjör kvennastétta. Þetta tvennt helst í hendur. Við sem samfélag þurfum að hafa kjark til að breyta þessu. Það sem til þarf er þjóðarsátt um bætt starfskjör kvennastétta. Verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins og opinberir aðilar þurfa að skuldbinda sig til að fara með lausnamiðuðum hætti inn í þetta verkefni og hækka verulega laun þessara stétta. Ekkert réttlætir að byrjunarlaun leikskólakennara með 5 ára nám að baki sé rúmum 200 þúsund krónum undir meðallaunum í landinu.Höfundur er félags-og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Konur eru að jafnaði með um 16% lægri laun en karlar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Okkur hefur lítið miðað í að draga úr þessum launamun á undanförnum árum þrátt fyrir mikla umræðu um þetta óréttlæti. Þetta er staðan, þrátt fyrir að konur séu að jafnaði með betri menntun en karlar, þrátt fyrir að konum hafi fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja, þrátt fyrir jafnvægi hafi náðst í kynjahlutföllum á Alþingi og þrátt fyrir ótal marga aðra sigra í jafnréttismálum. Í dag eru 42 ár liðin frá kvennafrídeginum þar sem um 90% íslenskra kvenna lögðu niður vinnu til að meðal annars til að mótmæla kynbundnum launamun. Þann dag komu 25 þúsund konur saman í miðborginni til að mótmæla þessu óréttlæti. Verkfallið varð kveikjan að stóraukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum og stórstígum framförum í jafnréttismálum. Það er hins vegar óþolandi að nú 42 árum síðar sé launamunur kynjanna enn jafn mikill og raun ber vitni. Þrátt fyrir að við hælum okkur af frábærum árangri í jafnréttismálum á alþjóða vísu er Ísland með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópu. En hvernig getur staðið á því að þetta er staðan? Ástæðan er í sjálfu sér einföld. Það er kerfisbundin skekkja í launum stórra stétta sem einkum eru skipaðar konum. Þetta eru leikskólakennarar, grunnskólakennarar, heilbrigðisstarfsfólk og stórar stéttir aðrar sem einkum vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Kjör þessara kvennastétta leiða til þess að Ísland mælist með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópa. Þessi staða hefur afleiðingar fyrir konur og fyrir okkur öll. Það er ekki hægt að tala um uppbyggingu innviða án þess að ræða um kjör kvennastétta. Þetta tvennt helst í hendur. Við sem samfélag þurfum að hafa kjark til að breyta þessu. Það sem til þarf er þjóðarsátt um bætt starfskjör kvennastétta. Verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins og opinberir aðilar þurfa að skuldbinda sig til að fara með lausnamiðuðum hætti inn í þetta verkefni og hækka verulega laun þessara stétta. Ekkert réttlætir að byrjunarlaun leikskólakennara með 5 ára nám að baki sé rúmum 200 þúsund krónum undir meðallaunum í landinu.Höfundur er félags-og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar