Tökum upp þrepaskiptan persónuafslátt Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 24. október 2017 10:30 Stórauknar skattbyrðar á lífeyrislaun og lágmarkslaun eru vegna þess að persónuafsláttur hefur ekki hækkað eins og launavísitalan frá 1988. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Fréttablaðinu 20. september að hugmyndir um að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990 myndu þýða tekjutap fyrir ríkissjóð upp á að lágmarki 130 milljarða króna á ári. Af þeirri fjárhæð færu um 74 prósent til þeirra tekjuhærri. Nei, það gerist ekki því 74% færu ekki til þeirra tekjuhærri. Persónuafslátturinn mun fjara út við tekjur sem komnar eru yfir eina milljón króna og verða enginn við 1,5 milljóna króna mánaðarlaun. Þetta gerir það að verkum að þetta kostar ríkið svo til ekkert í raun og lífeyrislaunaþegar og láglaunafólk á fyrir húsnæði, mat, læknisþjónustu og lyfjum. Þetta mun síðan hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks til góðs fyrir allt samfélagið. Fátæktarmörk eru í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyrislaunin um 130.000 krónum undir fátæktarmörkum, sem er ekkert annað en sárafátækt og lágmarkslaun 60.000 krónum undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en fáránlegt og SA ætti að skammast sín fyrir það. Hver fann upp þetta ómannlega refsikerfi mannvonskunnar og ber ábyrgð á því? Það gera ríkisstjórnir frá 1988 og til dagsins í dag, ASÍ og SA, því við upptöku á staðgreiðslu skatta voru lífeyrislaun TR skattlaus og þá var einnig afgangur upp í 30% af lífeyrissjóðstekjum. Þetta á að vera í dag 320.000 króna skatta- og skerðingarlausar greiðslur, ef rétt væri gefið. Skattbyrði á okkur lífeyrisþega er því upp á um 120.000 krónur frá 1988 með kjaragliðnuninni og þá eru eftir skerðingar og keðjuverkandi skerðingar, sem er ekkert annað en fjárhagslegt ofbeldi. Allar ríkisstjórnir frá þessum tíma hafa ekki bara viðhaldið þessari skattahækkun, heldur aukið hana og þá einnig bætt í skerðingar og keðjuverkandi skerðingar til að koma okkur í sárafátækt. Tökum strax upp þrepaskiptan persónuafslátt þannig að ráðstöfunartekjur lífeyrisþega, þeirra tekjulægstu og millitekjufólks aukist. Það er ekki eðlilegt að einstaklingar á lífeyri, með lægstu og millitekjur séu með sama persónuafslátt og hátekjufólk. Þrepaskiptur persónuafsláttur er góð leið til að láta persónuafsláttinn fjara út þegar lífeyrisþegar og launafólk hefur náð yfir 1 milljónar króna launum á mánuði. Sköttum því strax lífeyrissjóðsgreiðslur i lífeyrissjóðina, því það er fáránlegt að sjóðirnir séu að leika sér á markaði með skatttekjur framtíðarinnar. Tapaðar skatttekjur vegna hrunsins 2007 voru ekki undir 250 milljörðum króna og nú eru í lífeyrissjóðunum skattur á markaði upp á um 1.500 milljarða króna. Spáið í það og hvað væri hægt að gera við þá milljarða fyrir fólkið í landinu, en ekki bara útvalið hálaunafólk ríkisins, verkalýðsforingja og Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA segir í Fréttablaðinu tillöguna óraunhæfa. „Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við fjögurra prósenta framlag launþega í lífeyrissjóð.“ Skerðingar á lífeyrissjóðsgreiðslum er um 48 milljarðar króna í heildina á ári og þá er skatturinn ekki undir 60 milljarðar króna. Samtals er þetta yfir 108 milljarðar króna og þá er eftir virðisaukaskattur og aðrir skattar ríkisins. Þetta er ekkert annað en eignarupptaka á stórum hluta af lögþvinguðum og eignavörðum lífeyrissjóðgreiðslum okkar. Hver er það sem græðir því á þessu spillta mannvonskukerfi. Jú, það eru hátekjufólkið og aðrir útvaldir auðmenn. Við sem erum föst í þessu mannvonskukerfi þeirra lifum í fátækt og stór hópur í sárafátækt. Flokkur fólksins berst fyrir því númer eitt að engin börn, lífeyrislaunaþegar eða láglaunafólk lifi í fátækt, hvað þá í sárafátækt. Tökum höndum saman og útrýmum þessari þjóðarskömm sem fátækt er strax.Höfundur er varaformaður Flokk fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Kosningar 2017 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stórauknar skattbyrðar á lífeyrislaun og lágmarkslaun eru vegna þess að persónuafsláttur hefur ekki hækkað eins og launavísitalan frá 1988. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Fréttablaðinu 20. september að hugmyndir um að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990 myndu þýða tekjutap fyrir ríkissjóð upp á að lágmarki 130 milljarða króna á ári. Af þeirri fjárhæð færu um 74 prósent til þeirra tekjuhærri. Nei, það gerist ekki því 74% færu ekki til þeirra tekjuhærri. Persónuafslátturinn mun fjara út við tekjur sem komnar eru yfir eina milljón króna og verða enginn við 1,5 milljóna króna mánaðarlaun. Þetta gerir það að verkum að þetta kostar ríkið svo til ekkert í raun og lífeyrislaunaþegar og láglaunafólk á fyrir húsnæði, mat, læknisþjónustu og lyfjum. Þetta mun síðan hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks til góðs fyrir allt samfélagið. Fátæktarmörk eru í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyrislaunin um 130.000 krónum undir fátæktarmörkum, sem er ekkert annað en sárafátækt og lágmarkslaun 60.000 krónum undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en fáránlegt og SA ætti að skammast sín fyrir það. Hver fann upp þetta ómannlega refsikerfi mannvonskunnar og ber ábyrgð á því? Það gera ríkisstjórnir frá 1988 og til dagsins í dag, ASÍ og SA, því við upptöku á staðgreiðslu skatta voru lífeyrislaun TR skattlaus og þá var einnig afgangur upp í 30% af lífeyrissjóðstekjum. Þetta á að vera í dag 320.000 króna skatta- og skerðingarlausar greiðslur, ef rétt væri gefið. Skattbyrði á okkur lífeyrisþega er því upp á um 120.000 krónur frá 1988 með kjaragliðnuninni og þá eru eftir skerðingar og keðjuverkandi skerðingar, sem er ekkert annað en fjárhagslegt ofbeldi. Allar ríkisstjórnir frá þessum tíma hafa ekki bara viðhaldið þessari skattahækkun, heldur aukið hana og þá einnig bætt í skerðingar og keðjuverkandi skerðingar til að koma okkur í sárafátækt. Tökum strax upp þrepaskiptan persónuafslátt þannig að ráðstöfunartekjur lífeyrisþega, þeirra tekjulægstu og millitekjufólks aukist. Það er ekki eðlilegt að einstaklingar á lífeyri, með lægstu og millitekjur séu með sama persónuafslátt og hátekjufólk. Þrepaskiptur persónuafsláttur er góð leið til að láta persónuafsláttinn fjara út þegar lífeyrisþegar og launafólk hefur náð yfir 1 milljónar króna launum á mánuði. Sköttum því strax lífeyrissjóðsgreiðslur i lífeyrissjóðina, því það er fáránlegt að sjóðirnir séu að leika sér á markaði með skatttekjur framtíðarinnar. Tapaðar skatttekjur vegna hrunsins 2007 voru ekki undir 250 milljörðum króna og nú eru í lífeyrissjóðunum skattur á markaði upp á um 1.500 milljarða króna. Spáið í það og hvað væri hægt að gera við þá milljarða fyrir fólkið í landinu, en ekki bara útvalið hálaunafólk ríkisins, verkalýðsforingja og Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA segir í Fréttablaðinu tillöguna óraunhæfa. „Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við fjögurra prósenta framlag launþega í lífeyrissjóð.“ Skerðingar á lífeyrissjóðsgreiðslum er um 48 milljarðar króna í heildina á ári og þá er skatturinn ekki undir 60 milljarðar króna. Samtals er þetta yfir 108 milljarðar króna og þá er eftir virðisaukaskattur og aðrir skattar ríkisins. Þetta er ekkert annað en eignarupptaka á stórum hluta af lögþvinguðum og eignavörðum lífeyrissjóðgreiðslum okkar. Hver er það sem græðir því á þessu spillta mannvonskukerfi. Jú, það eru hátekjufólkið og aðrir útvaldir auðmenn. Við sem erum föst í þessu mannvonskukerfi þeirra lifum í fátækt og stór hópur í sárafátækt. Flokkur fólksins berst fyrir því númer eitt að engin börn, lífeyrislaunaþegar eða láglaunafólk lifi í fátækt, hvað þá í sárafátækt. Tökum höndum saman og útrýmum þessari þjóðarskömm sem fátækt er strax.Höfundur er varaformaður Flokk fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun