Aðgerða er þörf – Réttum hlut kvenna Helga Vala Helgadóttir og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og skrifa 24. október 2017 08:40 Stærstu jafnréttismál okkar tíma eru baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og baráttan fyrir fjárhagslegu jafnrétti kvenna og karla. Jafnrétti kynjanna er grundvallar mannréttindamál og þó að konur hafi lagalegan rétt til jafns við karla vantar enn töluvert upp á að raunveruleikinn fylgi eftir. Konur eru með á bilinu 7 til 18 prósent lægri laun en karlar og það er óásættanlegt. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er forsenda þess að þær standi jafnfætis körlum og séu þeim ekki háðar um lífsviðurværi sitt og barna sinna. Frá árinu 1961 hefur verið ólöglegt að mismuna í launum út frá kynferði. Þrátt fyrir það eru fá mál vegna launamismununar kærð. Kynbundinn launamunur þrífst best í skjóli launaleyndar. Í nýjum jafnréttislögum frá árinu 2008 er þó skýrt kveðið á um að ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum sé ekki skuldbindandi og að fólki sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort það skýri frá launakjörum sínum. Þessum lögum þarf að fylgja eftir. Ábyrgðin liggur hjá þeim sem setja leikreglurnar. Engu að síður er launamunur kynjanna enn umtalsverður og er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma að útrýma honum. Skilaboð kvennafrídagsins árið 1975 eiga enn fullt erindi við okkur öll. Tryggjum konum fjárhagslegt sjálfstæði. Árið er 2017. Þetta er ekkert flókið. Það þarf bara að gera það.Baráttan gegn ofbeldiNærri fjórðungur allra íslenskra kvenna hafa upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi. Í könnun Velferðarráðuneytis kom fram að 42 prósent kvenna hafa verið beittar ofbeldi á einhverjum tíma frá 16 ára aldri. Á síðasta ári dvöldu 116 konur og 79 börn í Kvennaathvarfinu en vert er að nefna að enn hefur ekkert slíkt athvarf verið reist fyrir karla og börn þeirra. Þá hafa tæplega 200 einstaklingar leitað ásjár hjá Bjarkarhlíð, miðstöð þolenda ofbeldis, á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru frá opnun þessa tilraunaverkefnis. Samfylkingin hefur ákveðið að setja einn milljarð króna árlega í stórsókn gegn ofbeldi. Í fyrsta lagi er ætlunin að stórefla löggæslu í landinu, með því að fjölga lögreglumönnum sem sinna löggæslu og rannsóknum. Í öðru lagi ætlum við að hefja markvissa vinnu er varðar forvarnir og fræðslu með skipulögðu starfi á öllum skólastigum. Í þriðja lagi verður farið í átak til að samræma Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðis og heimilisofbeldis um allt land. Loks verðum við að vakna af værum blundi er varðar netofbeldi og takast á við það sívaxandi vandamál. Baráttunni gegn ofbeldi og fyrir auknu jafnrétti er hvergi nærri lokið. Samfylkingin ætlar sér í slíka vinnu á næsta kjörtímabili.Helga Vala Helgadóttir, skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norðurJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Kosningar 2017 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stærstu jafnréttismál okkar tíma eru baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og baráttan fyrir fjárhagslegu jafnrétti kvenna og karla. Jafnrétti kynjanna er grundvallar mannréttindamál og þó að konur hafi lagalegan rétt til jafns við karla vantar enn töluvert upp á að raunveruleikinn fylgi eftir. Konur eru með á bilinu 7 til 18 prósent lægri laun en karlar og það er óásættanlegt. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er forsenda þess að þær standi jafnfætis körlum og séu þeim ekki háðar um lífsviðurværi sitt og barna sinna. Frá árinu 1961 hefur verið ólöglegt að mismuna í launum út frá kynferði. Þrátt fyrir það eru fá mál vegna launamismununar kærð. Kynbundinn launamunur þrífst best í skjóli launaleyndar. Í nýjum jafnréttislögum frá árinu 2008 er þó skýrt kveðið á um að ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum sé ekki skuldbindandi og að fólki sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort það skýri frá launakjörum sínum. Þessum lögum þarf að fylgja eftir. Ábyrgðin liggur hjá þeim sem setja leikreglurnar. Engu að síður er launamunur kynjanna enn umtalsverður og er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma að útrýma honum. Skilaboð kvennafrídagsins árið 1975 eiga enn fullt erindi við okkur öll. Tryggjum konum fjárhagslegt sjálfstæði. Árið er 2017. Þetta er ekkert flókið. Það þarf bara að gera það.Baráttan gegn ofbeldiNærri fjórðungur allra íslenskra kvenna hafa upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi. Í könnun Velferðarráðuneytis kom fram að 42 prósent kvenna hafa verið beittar ofbeldi á einhverjum tíma frá 16 ára aldri. Á síðasta ári dvöldu 116 konur og 79 börn í Kvennaathvarfinu en vert er að nefna að enn hefur ekkert slíkt athvarf verið reist fyrir karla og börn þeirra. Þá hafa tæplega 200 einstaklingar leitað ásjár hjá Bjarkarhlíð, miðstöð þolenda ofbeldis, á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru frá opnun þessa tilraunaverkefnis. Samfylkingin hefur ákveðið að setja einn milljarð króna árlega í stórsókn gegn ofbeldi. Í fyrsta lagi er ætlunin að stórefla löggæslu í landinu, með því að fjölga lögreglumönnum sem sinna löggæslu og rannsóknum. Í öðru lagi ætlum við að hefja markvissa vinnu er varðar forvarnir og fræðslu með skipulögðu starfi á öllum skólastigum. Í þriðja lagi verður farið í átak til að samræma Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðis og heimilisofbeldis um allt land. Loks verðum við að vakna af værum blundi er varðar netofbeldi og takast á við það sívaxandi vandamál. Baráttunni gegn ofbeldi og fyrir auknu jafnrétti er hvergi nærri lokið. Samfylkingin ætlar sér í slíka vinnu á næsta kjörtímabili.Helga Vala Helgadóttir, skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norðurJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun