Mikill ójöfnuður eigna hérlendis er staðreynd Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 20. október 2017 14:30 Stjórnmál snúast um hvers konar samfélag við viljum búa í. Það er stjórnmálamanna að benda á það sem betur má fara og hvaða leiðir eru færar til að bæta hag almennings. Ein af staðreyndunum sem ég hef bent á er mikill ójöfnuður eigna á Íslandi. Nýverið töldu Samtök atvinnulífsins að það væri nauðsynlegt að birta grein til að réttlæta ójöfnuð á Íslandi og að þeirra mati leiðrétta það sem þeir kölluðu bábiljur ónefndra stjórnmálamanna. Það er skemmst frá því að segja að þeim tekst ekki að hrekja eina einustu staðreynd sem ég hef sett fram um eignaójöfnuð á Íslandi. Okkar fullyrðing um að 5 prósent landsmanna eigi næstum jafnmikið af nettóeignum og 95 prósent af þjóðinni stendur. Þessi tala og aðrar eru skv. gögnum Hagstofunnar. Okkar staðreynd um að 10 prósent af þjóðinni eigi 62 prósent alls eigin fjár stendur. Þetta er meira að segja staðreynd sem Samtök atvinnulífsins nefna sjálf í grein sinni. Okkar staðreynd um að 20 prósent af þjóðinni eigi næstum 90 prósent af hreinni eign landsmanna og 80 prósent landsmanna eigi 10 prósent eignanna stendur. Samtök atvinnulífsins ákveða að einblína á jöfnuð tekna en ekki eigna og telja sig geta ályktað að allt sé í himnalagi í þeim efnum. Í mínum málflutningi hef ég ekki minnst á tekjurnar heldur fjallað um eignirnar. Það er rétt að jöfnuður tekna er talsverður hér á landi skv. OECD en þó ber að hafa í huga að OECD tölurnar eru frá 2014.10 prósent tók til sín helminginn af nýju eigin fé Eftir stendur að eignaójöfnður er gríðarlegur á Íslandi. Og því til viðbótar má nefna að virði eigna hinna ofurríku eru vanmetnar því verðbréf eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði sem er mun hærra. Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Hagstofunni kemur einnig fram að 10 prósent af ríkustu landsmönnum tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingnum. Þetta þýðir að tæplega helmingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síðasta ári fór til tíu prósent efnamestu framteljendanna. Um 60 prósent eiginfjár sem orðið hefur til frá 2010-2016 fór til 20 prósent ríkustu fjölskyldna í landinu.Skattkerfið hentar best hinum ríku Samtök atvinnulífsins vitna í tölur Credit Suisse máli sínu til stuðnings og segja að eignajöfnuður sé mestur á Íslandi af Norðurlöndunum. Hins vegar segja Samtök atvinnulífsins bara hálfa söguna. Því samkvæmt Credit Suisse er ójöfnuður eigna einmitt mikill á Norðurlöndum og meiri en víðast annars staðar í Evrópu, :“The celebrated social-democratic nations of Scandinavia have some of the highest wealth inequality in Europe. That's according to Credit Suisse's weighty Global Wealth Report 2014…The Nordic nations on the list sit in the "high inequality" group, where the top 10% hold 60-70% of the country's household wealth.” Business Insider. Það að ójöfnuður eigna sé meiri á Norðurlöndunum en t.d. í mörgum Evrópuríkjum, kemur sumum á óvart en það er hins vegar staðreynd samkvæmt Credit Suisse. Á móti er jöfnuður tekna meiri á Norðurlöndunum en almennt er í Evrópu og það hef ég ekki dregið í efa. Rétt skal vera rétt. Ójöfnuður eigna er mikill á Íslandi og þurfum við því að hafa skattkerfi sem er því bæði sanngjarnara og réttlátara sem hentar þorra almennings en ekki skattkerfi sem hentar best ríkustu 5-10 prósent landsmanna eins og nú er.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Stjórnmál snúast um hvers konar samfélag við viljum búa í. Það er stjórnmálamanna að benda á það sem betur má fara og hvaða leiðir eru færar til að bæta hag almennings. Ein af staðreyndunum sem ég hef bent á er mikill ójöfnuður eigna á Íslandi. Nýverið töldu Samtök atvinnulífsins að það væri nauðsynlegt að birta grein til að réttlæta ójöfnuð á Íslandi og að þeirra mati leiðrétta það sem þeir kölluðu bábiljur ónefndra stjórnmálamanna. Það er skemmst frá því að segja að þeim tekst ekki að hrekja eina einustu staðreynd sem ég hef sett fram um eignaójöfnuð á Íslandi. Okkar fullyrðing um að 5 prósent landsmanna eigi næstum jafnmikið af nettóeignum og 95 prósent af þjóðinni stendur. Þessi tala og aðrar eru skv. gögnum Hagstofunnar. Okkar staðreynd um að 10 prósent af þjóðinni eigi 62 prósent alls eigin fjár stendur. Þetta er meira að segja staðreynd sem Samtök atvinnulífsins nefna sjálf í grein sinni. Okkar staðreynd um að 20 prósent af þjóðinni eigi næstum 90 prósent af hreinni eign landsmanna og 80 prósent landsmanna eigi 10 prósent eignanna stendur. Samtök atvinnulífsins ákveða að einblína á jöfnuð tekna en ekki eigna og telja sig geta ályktað að allt sé í himnalagi í þeim efnum. Í mínum málflutningi hef ég ekki minnst á tekjurnar heldur fjallað um eignirnar. Það er rétt að jöfnuður tekna er talsverður hér á landi skv. OECD en þó ber að hafa í huga að OECD tölurnar eru frá 2014.10 prósent tók til sín helminginn af nýju eigin fé Eftir stendur að eignaójöfnður er gríðarlegur á Íslandi. Og því til viðbótar má nefna að virði eigna hinna ofurríku eru vanmetnar því verðbréf eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði sem er mun hærra. Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Hagstofunni kemur einnig fram að 10 prósent af ríkustu landsmönnum tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingnum. Þetta þýðir að tæplega helmingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síðasta ári fór til tíu prósent efnamestu framteljendanna. Um 60 prósent eiginfjár sem orðið hefur til frá 2010-2016 fór til 20 prósent ríkustu fjölskyldna í landinu.Skattkerfið hentar best hinum ríku Samtök atvinnulífsins vitna í tölur Credit Suisse máli sínu til stuðnings og segja að eignajöfnuður sé mestur á Íslandi af Norðurlöndunum. Hins vegar segja Samtök atvinnulífsins bara hálfa söguna. Því samkvæmt Credit Suisse er ójöfnuður eigna einmitt mikill á Norðurlöndum og meiri en víðast annars staðar í Evrópu, :“The celebrated social-democratic nations of Scandinavia have some of the highest wealth inequality in Europe. That's according to Credit Suisse's weighty Global Wealth Report 2014…The Nordic nations on the list sit in the "high inequality" group, where the top 10% hold 60-70% of the country's household wealth.” Business Insider. Það að ójöfnuður eigna sé meiri á Norðurlöndunum en t.d. í mörgum Evrópuríkjum, kemur sumum á óvart en það er hins vegar staðreynd samkvæmt Credit Suisse. Á móti er jöfnuður tekna meiri á Norðurlöndunum en almennt er í Evrópu og það hef ég ekki dregið í efa. Rétt skal vera rétt. Ójöfnuður eigna er mikill á Íslandi og þurfum við því að hafa skattkerfi sem er því bæði sanngjarnara og réttlátara sem hentar þorra almennings en ekki skattkerfi sem hentar best ríkustu 5-10 prósent landsmanna eins og nú er.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar