Gulli og Andrés verða í Fósturbörnum með Sindra Sindrasyni í kvöld.
Andrés og Gulli verða til umfjöllunar í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í kvöld. Þeir eru með lítinn dreng í varanlegu fóstri og fram kemur í þættinum að sumum konum finnist það jafnvel betra að börnin þeirra fari í fóstur til samkynhneigðra manna því þá verði hún alltaf eina mamman.
Einnig fá áhorfendur að kynnast því ferli sem verðandi fósturforeldrar þurfa að ganga í gegnum og heyra sögu Heiðdísar sem er barnlaus en langar að taka að sér barn.