Prófessor segir skilaboðin frá MDE misvísandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. nóvember 2017 06:45 Myndin sem Ingi birti á Instagram-síðu sinni og varð til þess að Egill fór í mál. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla að mati Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. Rökstyður hann mál sitt í grein á vefsíðu sinni með því að MDE hafi hafnað miskabótakröfu Egils þrátt fyrir að hafa sakfellt íslenska ríkið. Það heyri til undantekninga og sé ekki sérstaklega rökstutt í dómnum. Davíð segir málið snúast um hvort ummæli Inga Kristjáns Sigurmarssonar, sem Egill kærði fyrir meiðyrði og var sýknaður, „Fuck you rapist bastard“ fælu í sér gildisdóm eða staðhæfingu um staðreynd. Hæstiréttur taldi þau gildisdóm en MDE staðhæfingu um staðreynd.Sjá einnig: Íslenska ríkið braut á mannréttindum EgilsDavíð Þór Björgvinsson, prófessor við Háskóla Íslands.vísir/stefán„Í dómi MDE er talið að Egill, hvort heldur undir eigin nafni eða „listamannsnafninu Gillzenegger (Gillz)“, væri þekkt persóna. Hann yrði þannig, sem og vegna eigin þátttöku í almennri umræðu um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi, að þola hvassari umfjöllun í sinn garð en annars hefði verið,“ segir Davíð í grein sinni. Meirihluti Hæstaréttar hefði því talið um gildisdóm að ræða enda þyrfti að skoða ummælin í víðara samhengi „þeirrar umræðu sem Egill hefði staðið fyrir á opinberum vettvangi. Hann hefði kallað þessi viðbrögð yfir sig og yrði að þola þau.“ Því hafi MDE hins vegar verið ósammála og lagði áherslu á að orðið nauðgari („rapist“) lýsti í raun hlutlægum aðstæðum „og ef nákvæmlega væri skoðað í hvaða röð atburðir gerðust hefði Hæstiréttur ekki haft nægilega rík rök, þrátt fyrir að ummælin væru þáttur í óvæginni umræðu, til að meta ummæli Inga Kristjáns sem gildisdóm. Frekar væri um að ræða staðhæfingu um staðreynd sem enginn grundvöllur væri fyrir,“ eins og Davíð lýsir. Að þessari niðurstöðu hafi MDE komist þratt fyrir að hafa viðurkennt svigrúm Hæstaréttar til að meta ummæli Inga Kristjáns út frá þeirri umræðu sem Egill hefði sjálfur staðið fyrir - hið svokallaða víðara samhengi. Tveir dómarar MDE lýstu sig ósammála niðurstöðu meirihlutans og sögðu að virða bæri svigrúm Hæstaréttar til mats á ummælunum Var áherslan í sératkvæðunum lögð á „fyrri framkomu Egils í opinberri umræðu sem hefði lotið mjög að kynfrelsi kvenna og með henni hefði hann kallað yfir sig hvöss ummæli í sinn garð“ og að mat Hæstaréttar „væri stutt viðeigandi rökum og væri skynsamlegt og sanngjarnt og ekki næg ástæða til að endurskoða það.“ Þessum minnihlutaálitum er íslenski prófessorinn sammála. Mat Hæstaréttar hafi verið ígrundað og að með með fyrri framgöngu sinni í opinberri umræðu hefði Agli mátt vera ljóst að hann kynni að kalla yfir sig hvöss viðbrögð sem hann yrði að una. „Hann hafi með öðrum orðum sjálfur slegið tón umræðunnar með þátttöku sinni í opinberri umræðu í bráð og lengd,“ eins og Davíð orðar það.Egill EinarssonÞá þykir prófessornum það vera til marks um að Egill, sem væri með þekkt persóna, hefði með eigin framgöngu að nokkru kallað þessi viðbrögð yfir. Því hafi MDE ekki þótt rétt að dæma honum miskabætur við þær aðstæður.Flækir málin fyrir íslenska dómstólaDavíð segir að þessi dómur verði til þess að skilaboðin frá MDE til íslenskra dómstóla í tjáningarfrelsins- og ærumeiðingarmálum séu orðin „nokkuð misvísandi.“ Skilaboðin séu til þess fallin að gera landsdómstólum fremur erfitt fyrir. „Erfitt getur verið að átta sig á hvenær og á hvaða grundvelli MDE unir mati landsdómstóla og hvenær ekki,“ segir Davíð. „Þrátt fyrir þetta bakslag verður engu að síður að hvetja íslenska dómstóla til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið síðustu misseri um að taka í vaxandi mæli mið af dómaframkvæmd MDE þar sem við á. Hætt er þó við að þessi dómur MDE, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni, virki letjandi á íslenska dómara í þeim efnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla að mati Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. Rökstyður hann mál sitt í grein á vefsíðu sinni með því að MDE hafi hafnað miskabótakröfu Egils þrátt fyrir að hafa sakfellt íslenska ríkið. Það heyri til undantekninga og sé ekki sérstaklega rökstutt í dómnum. Davíð segir málið snúast um hvort ummæli Inga Kristjáns Sigurmarssonar, sem Egill kærði fyrir meiðyrði og var sýknaður, „Fuck you rapist bastard“ fælu í sér gildisdóm eða staðhæfingu um staðreynd. Hæstiréttur taldi þau gildisdóm en MDE staðhæfingu um staðreynd.Sjá einnig: Íslenska ríkið braut á mannréttindum EgilsDavíð Þór Björgvinsson, prófessor við Háskóla Íslands.vísir/stefán„Í dómi MDE er talið að Egill, hvort heldur undir eigin nafni eða „listamannsnafninu Gillzenegger (Gillz)“, væri þekkt persóna. Hann yrði þannig, sem og vegna eigin þátttöku í almennri umræðu um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi, að þola hvassari umfjöllun í sinn garð en annars hefði verið,“ segir Davíð í grein sinni. Meirihluti Hæstaréttar hefði því talið um gildisdóm að ræða enda þyrfti að skoða ummælin í víðara samhengi „þeirrar umræðu sem Egill hefði staðið fyrir á opinberum vettvangi. Hann hefði kallað þessi viðbrögð yfir sig og yrði að þola þau.“ Því hafi MDE hins vegar verið ósammála og lagði áherslu á að orðið nauðgari („rapist“) lýsti í raun hlutlægum aðstæðum „og ef nákvæmlega væri skoðað í hvaða röð atburðir gerðust hefði Hæstiréttur ekki haft nægilega rík rök, þrátt fyrir að ummælin væru þáttur í óvæginni umræðu, til að meta ummæli Inga Kristjáns sem gildisdóm. Frekar væri um að ræða staðhæfingu um staðreynd sem enginn grundvöllur væri fyrir,“ eins og Davíð lýsir. Að þessari niðurstöðu hafi MDE komist þratt fyrir að hafa viðurkennt svigrúm Hæstaréttar til að meta ummæli Inga Kristjáns út frá þeirri umræðu sem Egill hefði sjálfur staðið fyrir - hið svokallaða víðara samhengi. Tveir dómarar MDE lýstu sig ósammála niðurstöðu meirihlutans og sögðu að virða bæri svigrúm Hæstaréttar til mats á ummælunum Var áherslan í sératkvæðunum lögð á „fyrri framkomu Egils í opinberri umræðu sem hefði lotið mjög að kynfrelsi kvenna og með henni hefði hann kallað yfir sig hvöss ummæli í sinn garð“ og að mat Hæstaréttar „væri stutt viðeigandi rökum og væri skynsamlegt og sanngjarnt og ekki næg ástæða til að endurskoða það.“ Þessum minnihlutaálitum er íslenski prófessorinn sammála. Mat Hæstaréttar hafi verið ígrundað og að með með fyrri framgöngu sinni í opinberri umræðu hefði Agli mátt vera ljóst að hann kynni að kalla yfir sig hvöss viðbrögð sem hann yrði að una. „Hann hafi með öðrum orðum sjálfur slegið tón umræðunnar með þátttöku sinni í opinberri umræðu í bráð og lengd,“ eins og Davíð orðar það.Egill EinarssonÞá þykir prófessornum það vera til marks um að Egill, sem væri með þekkt persóna, hefði með eigin framgöngu að nokkru kallað þessi viðbrögð yfir. Því hafi MDE ekki þótt rétt að dæma honum miskabætur við þær aðstæður.Flækir málin fyrir íslenska dómstólaDavíð segir að þessi dómur verði til þess að skilaboðin frá MDE til íslenskra dómstóla í tjáningarfrelsins- og ærumeiðingarmálum séu orðin „nokkuð misvísandi.“ Skilaboðin séu til þess fallin að gera landsdómstólum fremur erfitt fyrir. „Erfitt getur verið að átta sig á hvenær og á hvaða grundvelli MDE unir mati landsdómstóla og hvenær ekki,“ segir Davíð. „Þrátt fyrir þetta bakslag verður engu að síður að hvetja íslenska dómstóla til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið síðustu misseri um að taka í vaxandi mæli mið af dómaframkvæmd MDE þar sem við á. Hætt er þó við að þessi dómur MDE, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni, virki letjandi á íslenska dómara í þeim efnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels