Innlent

Snjóar í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
,,Og það snjóar" eins og Sigurður Guðmundsson söng hér um árið.
,,Og það snjóar" eins og Sigurður Guðmundsson söng hér um árið. Vísir/Ernir
Það mun snjóa víða á landinu í dag að mati Veðurstofunnar sem gerir ráð fyrir breytilegri átt, 5 til 13 m/s. Þá muni líklega örla á rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu. Á Austurlandi verður norðvestan 13 til 20 m/s seint í kvöld en hægari vindur vestanlands og léttir til um landið sunnanvert.

Það mun svo snúast í vestlæga átt á morgun með vindhraða upp á 13 til 18 m/s austanlands en hægari vind vestantil. Áfram verður snjókoma á köflum á Norðurlandi en léttskýjað syðra.

Þá má gera ráð fyrir nokkuð vægu frosti norðantil en um 1 til 6 stiga hita um landið sunnanvert. Það gæti þó orðið allt að 7 stiga frost á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Vestlæg átt 5-13 m/s og él, en bjartviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum. Víða vægt frost, en hiti rétt ofan frostmarks með ströndinni. Norðlægari um kvöldið og bætir í vind á austurhelmingi landsins og fer að snjóa á Norðausturlandi.

Á föstudag:

Norðvestan 15-23 um landið austanvert, en mun hægari vindur vestantil. Snjókoma á Norður- og Austurlandi og víða él við vesturströndina, en léttskýjað suðaustanlands. Frost 0 til 7 stig, kaldast í uppsveitum vestanlands.

Á laugardag:

Norðan 5-10, en 10-15 með austurströndinni. Snjókoma norðantil á landinu, en léttskýjað syðra. Áfram fremur kalt í veðri.

Á sunnudag:

Breytileg átt 3-8, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið á vestanverðu landinu og fer að hlýna þar.

Á mánudag:

Ákveðin sunnanátt með rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Hiti 1 til 6 stig.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir suðvestan átt og rigningu vestantil á landinu en léttskýjað á Norðausturlandi. Frost í innsveitum austanlands en 3 stiga hiti suðvestantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×