Sitt sýnist hverjum Halldór Halldórsson skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Við erum búin að afgreiða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til síðari umræðu í borgarstjórn. Fyrri umræða var 7. nóvember þar sem meirihluti Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingar lagði fram síðustu fjárhagsáætlun þessa kjörtímabils. Sú áætlun gildir fyrir næsta ár en kosið verður í lok maí 2018. Eflaust má segja að umræðurnar hafi verið hefðbundnar. Borgarstjóri og félagar hans í meirihlutanum töluðu um viðsnúning í rekstri, stórsókn í skólamálum, stórsókn í framkvæmdum og þannig mætti telja áfram. Við í minnihluta borgarstjórnar greindum stöðu mála með allt öðrum hætti en meirihlutinn. Undirritaður þurfti meira að segja að viðurkenna að spá hans frá því í fyrra stóðst ekki. Ég hélt því fram við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár að rekstrarbatinn yrði mun meiri en reyndin hefur orðið. Það eru vond tíðindi því nú er efnahagslífið á toppnum og tekjurnar streyma inn hjá Reykjavíkurborg. Þetta sést á því að A hluti (borgarsjóður) fer í 117 milljarða í tekjum skv. áætlun fyrir árið 2018 úr 100 milljörðum árið 2016. Það er 16,2% hækkun tekna á tveimur árum. En það er ekki nóg að fá miklar tekjur ef útgjöldin hækka meira. Borgin þarf að fá peninga út úr rekstrinum (veltufé frá rekstri) sem nemur að lágmarki 11% af tekjum. Það næst ekki heldur fær hún 9,4% en meðaltal sveitarfélaganna í landinu er 12%. Þá þarf að dekka mismuninn með því að taka lán. Það er ólán að taka lán eins og sést á því að skuldir og skuldbindingar A hluta fara úr 83,7 milljörðum árið 2016 í 107,6 milljarða kr. eða hækka frá árinu 2016 til 2018 um 28,5%. Hluta þessa er hægt að skýra með hækkun lífeyrisskuldbindinga. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segjum að þrátt fyrir einstakt góðæri tekst meirihlutaflokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur ekki að reka borgarsjóð með nægilegum afgangi en þeim tekst að hækka skuldir borgarsjóðs og samstæðureiknings borgarinnar. Þarf að taka fram að meirihlutinn er ósammála okkur? En tölurnar tala sínu máli.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum búin að afgreiða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til síðari umræðu í borgarstjórn. Fyrri umræða var 7. nóvember þar sem meirihluti Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingar lagði fram síðustu fjárhagsáætlun þessa kjörtímabils. Sú áætlun gildir fyrir næsta ár en kosið verður í lok maí 2018. Eflaust má segja að umræðurnar hafi verið hefðbundnar. Borgarstjóri og félagar hans í meirihlutanum töluðu um viðsnúning í rekstri, stórsókn í skólamálum, stórsókn í framkvæmdum og þannig mætti telja áfram. Við í minnihluta borgarstjórnar greindum stöðu mála með allt öðrum hætti en meirihlutinn. Undirritaður þurfti meira að segja að viðurkenna að spá hans frá því í fyrra stóðst ekki. Ég hélt því fram við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár að rekstrarbatinn yrði mun meiri en reyndin hefur orðið. Það eru vond tíðindi því nú er efnahagslífið á toppnum og tekjurnar streyma inn hjá Reykjavíkurborg. Þetta sést á því að A hluti (borgarsjóður) fer í 117 milljarða í tekjum skv. áætlun fyrir árið 2018 úr 100 milljörðum árið 2016. Það er 16,2% hækkun tekna á tveimur árum. En það er ekki nóg að fá miklar tekjur ef útgjöldin hækka meira. Borgin þarf að fá peninga út úr rekstrinum (veltufé frá rekstri) sem nemur að lágmarki 11% af tekjum. Það næst ekki heldur fær hún 9,4% en meðaltal sveitarfélaganna í landinu er 12%. Þá þarf að dekka mismuninn með því að taka lán. Það er ólán að taka lán eins og sést á því að skuldir og skuldbindingar A hluta fara úr 83,7 milljörðum árið 2016 í 107,6 milljarða kr. eða hækka frá árinu 2016 til 2018 um 28,5%. Hluta þessa er hægt að skýra með hækkun lífeyrisskuldbindinga. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segjum að þrátt fyrir einstakt góðæri tekst meirihlutaflokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur ekki að reka borgarsjóð með nægilegum afgangi en þeim tekst að hækka skuldir borgarsjóðs og samstæðureiknings borgarinnar. Þarf að taka fram að meirihlutinn er ósammála okkur? En tölurnar tala sínu máli.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun