Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. vísir/afp „Það er ekkert hægt að finna að þessum viðskiptum,“ sagði Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við BBC í gær en fjallað er um það í hinum svokölluðu Paradísarskjölum að ráðherrann hafi í gegnum skipafélagið Navigator stundað viðskipti við rússneska fyrirtækið Sibur. Sibur er rússneskt olíufélag í eigu þeirra Gennady Timchenko, Kirills Shamalov og Leonids Mikhelson. Timchenko er gamall vinur Vladimirs Pútín Rússlandsforseta og Shamalov er giftur Yekaterínu Pútínu, dóttur forsetans. Þá beinast viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum að þeim Timchenko og Mikhelson. Uppljóstrunin hefur vakið mikla athygli vestanhafs, sér í lagi þar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meint afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og tengslum framboðs Donalds Trump forseta við Rússa. Ross á hlut í Navigator í gegnum aflandsfélög á Cayman-eyjum en skipafélagið flutti olíu og gas fyrir Sibur árum saman. „Það er ekkert að því að Navigator stundi viðskipti við Sibur. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita þvingunum gegn Sibur væri það annað mál,“ sagði Ross og bætti því við að hann hefði sagt viðeigandi aðilum frá viðskiptunum áður en hann tók við embætti. Þá neitaði hann því að hafa sagt þingnefndinni sem samþykkti skipun hans í embætti ósatt, líkt og hann hefur verið sakaður um. „Það var villt um fyrir nefndinni. Það var villt um fyrir bandarísku þjóðinni þegar þessi félög voru falin,“ sagði Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður Demókrata, í gær. Kallaði hann jafnframt eftir því að tengsl viðskiptaráðherrans við tengdason Pútíns yrðu rannsökuð. En Paradísarskjölin hafa áhrif í fleiri ríkjum en Bandaríkjunum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í gær hvattur til að taka á skattaundanskotum þar í landi eftir að rúmlega 700 nöfn Indverja fundust í skjölunum. Meðal annars nafn eins ráðherra og annars þingmanns úr flokki Modi. Ráðherrann Jayant Sinha, neitaði að tjá sig um málið í gær. Þingmaðurinn, Ravindra Kishore, sagði í yfirlýsingu að hann gæti ekki tjáð sig í vikunni þar sem hann hefði svarið þagnareið af trúarlegum ástæðum. Þá hafa Paradísarskjölin valdið titringi á Bretlandi. Hefur Bretlandsdrottning til að mynda haldið milljónum punda í aflandsfélögum og Ashcroft lávarður, áhrifamaður í Íhaldsflokknum, sömuleiðis. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var harðorður í gær. „Þessar uppljóstranir sýna að það eru aðrar reglur fyrir hina ofurríku en aðra þegar kemur að því að borga skatta,“ sagði Corbyn. Lagði Corbyn til að drottningin myndi biðjast afsökunar. „Allir sem setja peninga sína í skattaskjól ættu að gera tvennt. Annars vegar að biðjast afsökunar og hins vegar að átta sig á því hvað þetta gerir samfélaginu okkar.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Paradísarskjölin Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
„Það er ekkert hægt að finna að þessum viðskiptum,“ sagði Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við BBC í gær en fjallað er um það í hinum svokölluðu Paradísarskjölum að ráðherrann hafi í gegnum skipafélagið Navigator stundað viðskipti við rússneska fyrirtækið Sibur. Sibur er rússneskt olíufélag í eigu þeirra Gennady Timchenko, Kirills Shamalov og Leonids Mikhelson. Timchenko er gamall vinur Vladimirs Pútín Rússlandsforseta og Shamalov er giftur Yekaterínu Pútínu, dóttur forsetans. Þá beinast viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum að þeim Timchenko og Mikhelson. Uppljóstrunin hefur vakið mikla athygli vestanhafs, sér í lagi þar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meint afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og tengslum framboðs Donalds Trump forseta við Rússa. Ross á hlut í Navigator í gegnum aflandsfélög á Cayman-eyjum en skipafélagið flutti olíu og gas fyrir Sibur árum saman. „Það er ekkert að því að Navigator stundi viðskipti við Sibur. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita þvingunum gegn Sibur væri það annað mál,“ sagði Ross og bætti því við að hann hefði sagt viðeigandi aðilum frá viðskiptunum áður en hann tók við embætti. Þá neitaði hann því að hafa sagt þingnefndinni sem samþykkti skipun hans í embætti ósatt, líkt og hann hefur verið sakaður um. „Það var villt um fyrir nefndinni. Það var villt um fyrir bandarísku þjóðinni þegar þessi félög voru falin,“ sagði Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður Demókrata, í gær. Kallaði hann jafnframt eftir því að tengsl viðskiptaráðherrans við tengdason Pútíns yrðu rannsökuð. En Paradísarskjölin hafa áhrif í fleiri ríkjum en Bandaríkjunum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í gær hvattur til að taka á skattaundanskotum þar í landi eftir að rúmlega 700 nöfn Indverja fundust í skjölunum. Meðal annars nafn eins ráðherra og annars þingmanns úr flokki Modi. Ráðherrann Jayant Sinha, neitaði að tjá sig um málið í gær. Þingmaðurinn, Ravindra Kishore, sagði í yfirlýsingu að hann gæti ekki tjáð sig í vikunni þar sem hann hefði svarið þagnareið af trúarlegum ástæðum. Þá hafa Paradísarskjölin valdið titringi á Bretlandi. Hefur Bretlandsdrottning til að mynda haldið milljónum punda í aflandsfélögum og Ashcroft lávarður, áhrifamaður í Íhaldsflokknum, sömuleiðis. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var harðorður í gær. „Þessar uppljóstranir sýna að það eru aðrar reglur fyrir hina ofurríku en aðra þegar kemur að því að borga skatta,“ sagði Corbyn. Lagði Corbyn til að drottningin myndi biðjast afsökunar. „Allir sem setja peninga sína í skattaskjól ættu að gera tvennt. Annars vegar að biðjast afsökunar og hins vegar að átta sig á því hvað þetta gerir samfélaginu okkar.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Paradísarskjölin Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08
Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30
Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45