Ráðgjafar Trump komust ekki til Íslands vegna veðurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 10:45 Aflýs varð Íslandsflugi herramanna tveggja sem sjást hér við hlið Donald Trump. Vísir/Getty Búið er að aflýsa fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins með Robert Stryk og Jacob Daniels sem halda átti í dag. Mennirnir tveir, sem starfað hafa með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, komust ekki til Íslands í gær vegna óveðursins sem geisaði í gær. Yfirskrift fundarins, sem halda átti í hádeginu í dag, var „Washington eftir tíu mánaða valdatíð Trump“. Þar áttu Stryk og Daniels að fara yfir stöðu mála í Bandaríkjunum eftir að Trump komst til valda. Áttu þeir meðal annars að varpa ljósi á það hvernig forsetinn vilji að valdatíðar sinnar verði minnst sem og hvernig ástandið i Bandaríkjunum horfi við þeim sem komu Trump til valda. Stryk og Daniels starfa fyrir Sonoran Policy Group í Washington og hafa unnið náið með forsetanum og stjórn hans í aðdraganda kosninga og eftir. Styrk er forstjóri Sonoran og hefur áratuga reynslu af því ð starfa með stjórnmálamönnum úr röðum repúblikana. Daniels er framkvæmdastjóri Sonoran og var kosningastjóri Trump í tíu ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum síðasta haust. Áttu þeir að koma til landsins í gær en var flugi þeirra frá Washington aflýst vegna óveðursins sem geisaði á Suðvesturhorni landsins og víðar í gær. Tugum fluga var aflýst eða frestað vegna veðurs og komust þeir því ekki í tæka tíð fyrir fundinn. „Vegna truflana á samgöngum í kjölfar óveðursins komast fyrirlesararnir ekki til landsins að þessu sinni. Fundinum er því aflýst en AMÍS hlakkar til að bjóða til fundar með þeim síðar í vetur, þegar þeir verða á Íslandi,“ segir í tölvupósti frá Amerísk-íslenska verslunarráðinu vegna frestunarinnar. Donald Trump Veður Tengdar fréttir Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Margvísleg áhrif óveðursins Bregðast þurfti við margskonar útköllum vegna stormsins sem gekk yfir landið í nótt. 6. nóvember 2017 08:22 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Búið er að aflýsa fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins með Robert Stryk og Jacob Daniels sem halda átti í dag. Mennirnir tveir, sem starfað hafa með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, komust ekki til Íslands í gær vegna óveðursins sem geisaði í gær. Yfirskrift fundarins, sem halda átti í hádeginu í dag, var „Washington eftir tíu mánaða valdatíð Trump“. Þar áttu Stryk og Daniels að fara yfir stöðu mála í Bandaríkjunum eftir að Trump komst til valda. Áttu þeir meðal annars að varpa ljósi á það hvernig forsetinn vilji að valdatíðar sinnar verði minnst sem og hvernig ástandið i Bandaríkjunum horfi við þeim sem komu Trump til valda. Stryk og Daniels starfa fyrir Sonoran Policy Group í Washington og hafa unnið náið með forsetanum og stjórn hans í aðdraganda kosninga og eftir. Styrk er forstjóri Sonoran og hefur áratuga reynslu af því ð starfa með stjórnmálamönnum úr röðum repúblikana. Daniels er framkvæmdastjóri Sonoran og var kosningastjóri Trump í tíu ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum síðasta haust. Áttu þeir að koma til landsins í gær en var flugi þeirra frá Washington aflýst vegna óveðursins sem geisaði á Suðvesturhorni landsins og víðar í gær. Tugum fluga var aflýst eða frestað vegna veðurs og komust þeir því ekki í tæka tíð fyrir fundinn. „Vegna truflana á samgöngum í kjölfar óveðursins komast fyrirlesararnir ekki til landsins að þessu sinni. Fundinum er því aflýst en AMÍS hlakkar til að bjóða til fundar með þeim síðar í vetur, þegar þeir verða á Íslandi,“ segir í tölvupósti frá Amerísk-íslenska verslunarráðinu vegna frestunarinnar.
Donald Trump Veður Tengdar fréttir Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Margvísleg áhrif óveðursins Bregðast þurfti við margskonar útköllum vegna stormsins sem gekk yfir landið í nótt. 6. nóvember 2017 08:22 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42
Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44
Margvísleg áhrif óveðursins Bregðast þurfti við margskonar útköllum vegna stormsins sem gekk yfir landið í nótt. 6. nóvember 2017 08:22