Á götunni Magnús Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Flestir Íslendingar telja að okkur beri sameiginleg og siðferðileg skylda til þess að gæta hver annars. Sinna heilbrigði borgaranna og félagslegri velferð þannig að hver og einn megi lifa mannsæmandi lífi. Við erum kannski ekki öll á sama máli um það hvað telst vera mannsæmandi líf og hversu mikla ábyrgð einstaklingarnir eiga að bera á sínu lífi. En það breytir því ekki að við hljótum að geta sammælst um að það á enginn að þurfa að vera á götunni á Íslandi. Að við eigum öll að geta átt okkur athvarf þar sem við getum hallað höfði í skjóli fyrir veðri og vindum, fengið næringu, þrifið af okkur larfana, notið samvista við aðrar manneskjur og notið einhvers konar lágmarks heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir þetta stöndum við frammi fyrir því að fjöldi samborgara okkar er á götunni. Á mánudaginn birti velferðarsvið Reykjavíkurborgar skýrslu þar sem kemur fram að heimilislausum og þeim sem eru utangarðs í samfélaginu hefur fjölgað um 95% í borginni frá árinu 2012. Flestir þessara einstaklinga eru í áfengis- og vímuefnaneyslu en um 40% lifa við geðrænan vanda. Allt þarf þetta fólk á okkur hinum að halda til þess að eiga kost á mannsæmandi lífi. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í viðtali við RÚV að þessi mikla fjölgun á einstaklingum sem eru í svo alvarlegum vanda komi ekki á óvart. Það eitt og sér er áfellisdómur yfir okkur sem samfélagi og sem ábyrgir einstaklingar hljótum við öll að vilja að þetta verði fært hið fyrsta til betri vegar. Engum er sómi að því að benda annað og fara undan í flæmingi því geðheilbrigðis-, áfengis- og vímuefnavandamál eru heilbrigðisvandamál en húsnæðismálin á vegum sveitarfélaganna. Hér er því á ferðinni sameiginlegur vandi tveggja kerfa, eins og Anna Gunnhildur bendir á, en það forðar engum frá ábyrgð. Þessi ábyrgð er ríkisins og allra sveitarfélaganna en ekki einvörðungu Reykjavíkur vegna þess að einstaklingarnir koma víða að. Það er ekki þannig að aðeins fólk sem er borið og barnfætt í Reykjavík lendi í þessum aðstæðum og það er ekki þannig að sveitarfélög geti verið stikkfrí við þessar aðstæður. Félagsleg velferð markast ekki af götumerkingum eða gömlum bæjarlækjum heldur er hún á vegum þjóðarinnar og þar með hvers einasta sveitarfélags. Ríkisvaldið og sveitarfélögin á landinu hljóta því að koma að þessum brýna vanda og það strax. Það er reyndar umhugsunarefni hvort það geti verið að fordómar samfélagsins í garð þeirra sem glíma við geðræn vandamál sem og áfengis- og vímuefnaneyslu, ráði því hversu seinlega gengur að grípa til sameiginlegra aðgerða. Erum við raunverulega svo skammt á veg komin í geðheilbrigðismálum, meðferðarúrræðum og félagslegum aðgerðum að við lítum á umrædda einstaklinga sem afgangsstærð? Að við lítum á þessa sjúkdóma sem val þeirra sem fyrir þeim verða? Þannig er það nefnilega ekki svo það sé sagt. Og hjá ríkri þjóð sem telur sig búa við velferð á enginn að þurfa að búa á götunni. Aldrei og án undantekninga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Flestir Íslendingar telja að okkur beri sameiginleg og siðferðileg skylda til þess að gæta hver annars. Sinna heilbrigði borgaranna og félagslegri velferð þannig að hver og einn megi lifa mannsæmandi lífi. Við erum kannski ekki öll á sama máli um það hvað telst vera mannsæmandi líf og hversu mikla ábyrgð einstaklingarnir eiga að bera á sínu lífi. En það breytir því ekki að við hljótum að geta sammælst um að það á enginn að þurfa að vera á götunni á Íslandi. Að við eigum öll að geta átt okkur athvarf þar sem við getum hallað höfði í skjóli fyrir veðri og vindum, fengið næringu, þrifið af okkur larfana, notið samvista við aðrar manneskjur og notið einhvers konar lágmarks heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir þetta stöndum við frammi fyrir því að fjöldi samborgara okkar er á götunni. Á mánudaginn birti velferðarsvið Reykjavíkurborgar skýrslu þar sem kemur fram að heimilislausum og þeim sem eru utangarðs í samfélaginu hefur fjölgað um 95% í borginni frá árinu 2012. Flestir þessara einstaklinga eru í áfengis- og vímuefnaneyslu en um 40% lifa við geðrænan vanda. Allt þarf þetta fólk á okkur hinum að halda til þess að eiga kost á mannsæmandi lífi. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í viðtali við RÚV að þessi mikla fjölgun á einstaklingum sem eru í svo alvarlegum vanda komi ekki á óvart. Það eitt og sér er áfellisdómur yfir okkur sem samfélagi og sem ábyrgir einstaklingar hljótum við öll að vilja að þetta verði fært hið fyrsta til betri vegar. Engum er sómi að því að benda annað og fara undan í flæmingi því geðheilbrigðis-, áfengis- og vímuefnavandamál eru heilbrigðisvandamál en húsnæðismálin á vegum sveitarfélaganna. Hér er því á ferðinni sameiginlegur vandi tveggja kerfa, eins og Anna Gunnhildur bendir á, en það forðar engum frá ábyrgð. Þessi ábyrgð er ríkisins og allra sveitarfélaganna en ekki einvörðungu Reykjavíkur vegna þess að einstaklingarnir koma víða að. Það er ekki þannig að aðeins fólk sem er borið og barnfætt í Reykjavík lendi í þessum aðstæðum og það er ekki þannig að sveitarfélög geti verið stikkfrí við þessar aðstæður. Félagsleg velferð markast ekki af götumerkingum eða gömlum bæjarlækjum heldur er hún á vegum þjóðarinnar og þar með hvers einasta sveitarfélags. Ríkisvaldið og sveitarfélögin á landinu hljóta því að koma að þessum brýna vanda og það strax. Það er reyndar umhugsunarefni hvort það geti verið að fordómar samfélagsins í garð þeirra sem glíma við geðræn vandamál sem og áfengis- og vímuefnaneyslu, ráði því hversu seinlega gengur að grípa til sameiginlegra aðgerða. Erum við raunverulega svo skammt á veg komin í geðheilbrigðismálum, meðferðarúrræðum og félagslegum aðgerðum að við lítum á umrædda einstaklinga sem afgangsstærð? Að við lítum á þessa sjúkdóma sem val þeirra sem fyrir þeim verða? Þannig er það nefnilega ekki svo það sé sagt. Og hjá ríkri þjóð sem telur sig búa við velferð á enginn að þurfa að búa á götunni. Aldrei og án undantekninga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. nóvember.