Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar 17. nóvember 2025 12:32 Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Þegar veiðigjaldi var loksins komið á fyrir margt löngu var það gert með þeim hætti að leggja á gjald sem miðaðist við afar umdeilt skiptaverð sjávarafla. Alla tíð var ljóst að viðmiðunarverðið gaf ekki rétta mynd af þeim verðmætum sem því var ætlað. Þegar svo kemur fram betra viðmið sem tekur mið af raunverulegu markaðsverði hefði mátt ætla að allir hefðu glaðst yfir að hér væri kominn hlutlaus mælikvarði til ákvörðunar veiðigjaldsins. En það var öðru nær eins og berlega kom í ljós enda snerist veiðigjaldamálið aldrei um að komast að „réttri“ niðurstöðu. Af hálfu Sjálfstæðis- Framsóknar- og Miðflokks stóð deilan aldrei um þessa fáeinu milljarða sem átti að hækka veiðigjaldið heldur að það skyldu vera til stjórnvöld í landinu sem leyfðu sér að taka ákvarðanir um málefni sjávarútvegsins án þess að fá fyrst leyfi til þess hjá Samtökum sjávarútvegsins, SFS. Það leyfi hefði að sjálfsögðu aldrei fengist þar sem veiðigjaldið jók útgjöld útgerðarinnar. Hin sjúklega afstaða Svo lítið sást stjórnarandstaðan fyrir, að frekar en láta af málþófi í vor þá stöðvaði hún þjóðþrifamál sem hún var sammála ríkistjórninni um, auk annarra mála sem hún sannarleg stóð gegn. Meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan gumaði af að hafa stöðvað, var tillaga ríkisstjórnarinnar um þá sjálfsögðu breytingu að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga rynnu til þeirra sveitarfélaga sem þyrftu á þeim framlögum að halda, vegna útgjalda sem önnur sveitarfélög verða ekki fyrir. Þetta geta t.d. verið útgjöld vegna útlendingamála. Líkt og í tilfelli sjávarútvegsins, þar sem veiðigjöld hafa aldreið staðið undir útgjöldum ríkisins vegna hans, þá var hér fundinn nýr „bótaþegi“ fyrir framlög ríkisins, sveitarfélög sem ekki þurfa á framlögum að halda skyldu samt þiggja fé úr ríkissjóði. Sennilega verður það ekki fyrr en nær dregur jólafríi Alþingis að kemur í ljós hvort stjórnarandstaðan hyggst að nýju beita málþófi til að standa gegn því að réttkjörinn meirihluti á Alþingi nái sínum málum fram. Málþóf ætti með réttu að vera leið stjórnarandstöðu til þess að fá stjórnvöld til að fallast á að leggja umdeild má í dóm þjóðarinnar. Það er deginum ljósara að stjórnarandstaðan mátti ekki til þess hugsa að þjóðin ætti síðasta orðið um veiðigjaldið. Segir það ekki allt sem segja þarf um heilindi stjórnarandstöðunnar? Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Alþingi Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Þegar veiðigjaldi var loksins komið á fyrir margt löngu var það gert með þeim hætti að leggja á gjald sem miðaðist við afar umdeilt skiptaverð sjávarafla. Alla tíð var ljóst að viðmiðunarverðið gaf ekki rétta mynd af þeim verðmætum sem því var ætlað. Þegar svo kemur fram betra viðmið sem tekur mið af raunverulegu markaðsverði hefði mátt ætla að allir hefðu glaðst yfir að hér væri kominn hlutlaus mælikvarði til ákvörðunar veiðigjaldsins. En það var öðru nær eins og berlega kom í ljós enda snerist veiðigjaldamálið aldrei um að komast að „réttri“ niðurstöðu. Af hálfu Sjálfstæðis- Framsóknar- og Miðflokks stóð deilan aldrei um þessa fáeinu milljarða sem átti að hækka veiðigjaldið heldur að það skyldu vera til stjórnvöld í landinu sem leyfðu sér að taka ákvarðanir um málefni sjávarútvegsins án þess að fá fyrst leyfi til þess hjá Samtökum sjávarútvegsins, SFS. Það leyfi hefði að sjálfsögðu aldrei fengist þar sem veiðigjaldið jók útgjöld útgerðarinnar. Hin sjúklega afstaða Svo lítið sást stjórnarandstaðan fyrir, að frekar en láta af málþófi í vor þá stöðvaði hún þjóðþrifamál sem hún var sammála ríkistjórninni um, auk annarra mála sem hún sannarleg stóð gegn. Meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan gumaði af að hafa stöðvað, var tillaga ríkisstjórnarinnar um þá sjálfsögðu breytingu að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga rynnu til þeirra sveitarfélaga sem þyrftu á þeim framlögum að halda, vegna útgjalda sem önnur sveitarfélög verða ekki fyrir. Þetta geta t.d. verið útgjöld vegna útlendingamála. Líkt og í tilfelli sjávarútvegsins, þar sem veiðigjöld hafa aldreið staðið undir útgjöldum ríkisins vegna hans, þá var hér fundinn nýr „bótaþegi“ fyrir framlög ríkisins, sveitarfélög sem ekki þurfa á framlögum að halda skyldu samt þiggja fé úr ríkissjóði. Sennilega verður það ekki fyrr en nær dregur jólafríi Alþingis að kemur í ljós hvort stjórnarandstaðan hyggst að nýju beita málþófi til að standa gegn því að réttkjörinn meirihluti á Alþingi nái sínum málum fram. Málþóf ætti með réttu að vera leið stjórnarandstöðu til þess að fá stjórnvöld til að fallast á að leggja umdeild má í dóm þjóðarinnar. Það er deginum ljósara að stjórnarandstaðan mátti ekki til þess hugsa að þjóðin ætti síðasta orðið um veiðigjaldið. Segir það ekki allt sem segja þarf um heilindi stjórnarandstöðunnar? Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar