Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 18. nóvember 2017 12:15 Gervihnattarhynd 17. nóvember 2017. Veðurstofa Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku. Sterka brennisteinslykt leggur frá Vestari-Kvíá sem liggur undan jöklinum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jökulsins. Í byrjun október var jarðskjálfti í Öræfajökli sem mældist 3,5 að stærð og var það stærsti jarðskjálfti sem hefur orðið í jöklinum frá upphafi mælinga. Í kjölfarið þétti Veðurstofan mælanet á svæðinu. Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill myndaðist í öskjunni síðastliðna viku.Í fyrrakvöld fékk Veðurstofan tilkynningu frá leiðsögumanni um sterka brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. Rögnvaldur Ólafsson er hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir rólegt yfir svæðinu. „Það er náttúrulega búin að vera meiri virkni svona heldur en búið er að vera undanfarin ár. Það var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna og það gengur svolítið út á að gera kannski meira sýnilegt gagnvart almenningi hvað við erum að gera,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Áréttað er að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. „Það er augljóst að það er meiri hiti þarna undir fjallinu en hefur verið, allavega nóg til þess að búa til ketil sem menn hafa ekki séð áður. Þannig að það er ýmislegt að gerast þarna. Það er ýmislegt að gerast þarna en það eru engar vísbendingar á þessum tímapunkti að það sé eitthvað sérstakt að gerast, það er að segja það eru ekki sjáanlegar kvikuhreyfingar og það eru engar vísbendingar um eldgos.“ Ríkislögreglustjóri lýsti í gærkvöldi yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í jöklinum en það er gert þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- og mannavöldum sem geti síðar leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Vegna þess var Lögreglan á Suðurlandi með vakt á þjóðveginum við Kvíá í nótt. Tekin verður ákvörðun um áframhaldandi vakt síðar í dag. „Við ætlum að taka stöðuna á því eftir flug sem er í gangi núna.“ Rögnvaldur segir að viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Öræfajökli er ekki til en unnið er hratt að gerð hennar. Rafleiðni í Múlkvísl hefur hækkað til muna frá því í gær en vatnsmagn þar hefur ekki aukist.Vísindamenn veðurstofunnar koma til með að fljúga þangað líka í dag auk þess að skoða Jökulsá á Fjöllum þar sem rafleiðni mældist á í síðustu viku en hefur farið lækkandi. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands far einnig í dag með flugvél ISAVIA til að gera radarmælingar á Mýrdalsjökli, Öræfajökli og Bárðarbungu. Ætlunin er að nýta alla þá dagsbirtu sem hægt er til þess að taka sýni úr ám eins og hægt er, bæði vatn og mögulega gas. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku. Sterka brennisteinslykt leggur frá Vestari-Kvíá sem liggur undan jöklinum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jökulsins. Í byrjun október var jarðskjálfti í Öræfajökli sem mældist 3,5 að stærð og var það stærsti jarðskjálfti sem hefur orðið í jöklinum frá upphafi mælinga. Í kjölfarið þétti Veðurstofan mælanet á svæðinu. Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill myndaðist í öskjunni síðastliðna viku.Í fyrrakvöld fékk Veðurstofan tilkynningu frá leiðsögumanni um sterka brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. Rögnvaldur Ólafsson er hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir rólegt yfir svæðinu. „Það er náttúrulega búin að vera meiri virkni svona heldur en búið er að vera undanfarin ár. Það var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna og það gengur svolítið út á að gera kannski meira sýnilegt gagnvart almenningi hvað við erum að gera,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Áréttað er að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. „Það er augljóst að það er meiri hiti þarna undir fjallinu en hefur verið, allavega nóg til þess að búa til ketil sem menn hafa ekki séð áður. Þannig að það er ýmislegt að gerast þarna. Það er ýmislegt að gerast þarna en það eru engar vísbendingar á þessum tímapunkti að það sé eitthvað sérstakt að gerast, það er að segja það eru ekki sjáanlegar kvikuhreyfingar og það eru engar vísbendingar um eldgos.“ Ríkislögreglustjóri lýsti í gærkvöldi yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í jöklinum en það er gert þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- og mannavöldum sem geti síðar leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Vegna þess var Lögreglan á Suðurlandi með vakt á þjóðveginum við Kvíá í nótt. Tekin verður ákvörðun um áframhaldandi vakt síðar í dag. „Við ætlum að taka stöðuna á því eftir flug sem er í gangi núna.“ Rögnvaldur segir að viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Öræfajökli er ekki til en unnið er hratt að gerð hennar. Rafleiðni í Múlkvísl hefur hækkað til muna frá því í gær en vatnsmagn þar hefur ekki aukist.Vísindamenn veðurstofunnar koma til með að fljúga þangað líka í dag auk þess að skoða Jökulsá á Fjöllum þar sem rafleiðni mældist á í síðustu viku en hefur farið lækkandi. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands far einnig í dag með flugvél ISAVIA til að gera radarmælingar á Mýrdalsjökli, Öræfajökli og Bárðarbungu. Ætlunin er að nýta alla þá dagsbirtu sem hægt er til þess að taka sýni úr ám eins og hægt er, bæði vatn og mögulega gas.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46
Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04