Herinn fagnar velgengni í Simbabve Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Mugabe fékk að sækja útskriftarathöfn í gær. Viðræður um framtíð hans standa enn yfir. Nordicphotos/AFP Forsvarsmenn simbabveska hersins sögðust í gær hafa náð talsverðum árangri í aðgerðum sínum sem miða að því að „uppræta glæpamenn“ sem starfað hafa með Robert Mugabe forseta. Frá þessu greindi Herald, stærsti fjölmiðill landsins, í gær og vísaði í yfirlýsingu frá hernum. Í yfirlýsingunni segir að umræddir glæpamenn hafi með afbrotum sínum valdið efnahagslegum og samfélagslegum skaða í Simbabve. Þá kemur fram að herinn eigi nú í viðræðum við Mugabe um hvert framhaldið verði. Fyrr í vikunni tók herinn stjórnina í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. „Við munum reglulega senda frá okkur tilkynningar til þess að halda almenningi upplýstum um gang mála í landinu. Við biðjum þjóðina um að halda ró sinni á meðan á aðgerðum stendur,“ segir enn fremur. Þess ber að geta að þótt Herald sé í ríkiseigu hefur miðillinn verið harðlega gagnrýndur fyrir einhliða fréttaflutning. Þykir miðillinn hliðhollur ríkisstjórnarflokknum Zanu-PF og hefur áður verið á bandi Mugabe. Mugabe birtist almenningi í gær í fyrsta skipti frá því herinn hneppti hann í stofufangelsi. Hinn 93 ára forseti var viðstaddur útskriftarhátíð háskóla nokkurs í útjaðri höfuðborgarinnar Harare. Yfirlýsing hersins þykir bera þess merki að herforingjar vilji telja landsmönnum trú um að ekki stefni í upplausn og glundroða. Í umfjöllun Guardian í gær sagði að viðurvist Mugabe á útskriftarathöfninni sé líkleg til að hafa gagnstæð áhrif. Mugabe hefur ekki enn orðið við kröfu stjórnarandstæðinga sem og herforingja um að segja af sér. Bendir blaðamaður Guardian á að í ljósi þess að Mugabe hafi verið heimilað að sækja útskriftarathöfnina sé líklegt að aðgerðir hersins beinist frekar gegn forsetafrúnni Grace Mugabe. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve og hefur Zanu-PF klofnað vegna ágreinings um hver skuli taka við af hinum 93 ára Mugabe. Önnur fylkingin styður Grace Mugabe en hin styður brottrekna varaforsetann Emmerson Mnangagwa. Sá var rekinn úr embætti á dögunum, sakaður um ótrygglyndi, og er líklegt að brottreksturinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn í augum herforingja. Forsetinn hafi með brottrekstrinum lýst beinum stuðningi við eiginkonu sína. Frá því að herinn tók völdin hefur fjöldi meðlima hóps sem kallar sig Generation 40 verið handtekinn. Um er að ræða hóp innan Zanu-PF sem styður Grace Mugabe. Í ljósi þess að Jonathan Moyo, ráðherra framhaldsmenntunar, var ekki viðstaddur útskriftarathöfnina í gær er líklegt að hann sé í haldi hersins. Þrýstingurinn á Mugabe er hins vegar mikill, jafnvel þótt svo kunni að vera að aðgerðir hersins beinist einna helst gegn forsetafrúnni. Chris Mutsvangwa, formaður hinna áhrifamiklu samtaka uppgjafahermanna, boðaði til blaðamannafundar í gær. Kallaði hann þar eftir tafarlausri afsögn forseta. „Í dag og á morgun ætlum við að senda Mugabe, konu hans og öllum þeim sem styðja hann skýr skilaboð. Við sjáum í gegnum ykkur, það er komið að leikslokum,“ sagði Mutsvangwa í gær. Hvatti hann jafnframt alla til þess að mæta í kröfugöngu sem á að fara fram í dag. „Við biðlum til allra Simbabvemanna um að mæta á morgun í stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu þjóðarinnar svo við getum lokið því sem herinn hefur hafið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Forsvarsmenn simbabveska hersins sögðust í gær hafa náð talsverðum árangri í aðgerðum sínum sem miða að því að „uppræta glæpamenn“ sem starfað hafa með Robert Mugabe forseta. Frá þessu greindi Herald, stærsti fjölmiðill landsins, í gær og vísaði í yfirlýsingu frá hernum. Í yfirlýsingunni segir að umræddir glæpamenn hafi með afbrotum sínum valdið efnahagslegum og samfélagslegum skaða í Simbabve. Þá kemur fram að herinn eigi nú í viðræðum við Mugabe um hvert framhaldið verði. Fyrr í vikunni tók herinn stjórnina í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. „Við munum reglulega senda frá okkur tilkynningar til þess að halda almenningi upplýstum um gang mála í landinu. Við biðjum þjóðina um að halda ró sinni á meðan á aðgerðum stendur,“ segir enn fremur. Þess ber að geta að þótt Herald sé í ríkiseigu hefur miðillinn verið harðlega gagnrýndur fyrir einhliða fréttaflutning. Þykir miðillinn hliðhollur ríkisstjórnarflokknum Zanu-PF og hefur áður verið á bandi Mugabe. Mugabe birtist almenningi í gær í fyrsta skipti frá því herinn hneppti hann í stofufangelsi. Hinn 93 ára forseti var viðstaddur útskriftarhátíð háskóla nokkurs í útjaðri höfuðborgarinnar Harare. Yfirlýsing hersins þykir bera þess merki að herforingjar vilji telja landsmönnum trú um að ekki stefni í upplausn og glundroða. Í umfjöllun Guardian í gær sagði að viðurvist Mugabe á útskriftarathöfninni sé líkleg til að hafa gagnstæð áhrif. Mugabe hefur ekki enn orðið við kröfu stjórnarandstæðinga sem og herforingja um að segja af sér. Bendir blaðamaður Guardian á að í ljósi þess að Mugabe hafi verið heimilað að sækja útskriftarathöfnina sé líklegt að aðgerðir hersins beinist frekar gegn forsetafrúnni Grace Mugabe. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve og hefur Zanu-PF klofnað vegna ágreinings um hver skuli taka við af hinum 93 ára Mugabe. Önnur fylkingin styður Grace Mugabe en hin styður brottrekna varaforsetann Emmerson Mnangagwa. Sá var rekinn úr embætti á dögunum, sakaður um ótrygglyndi, og er líklegt að brottreksturinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn í augum herforingja. Forsetinn hafi með brottrekstrinum lýst beinum stuðningi við eiginkonu sína. Frá því að herinn tók völdin hefur fjöldi meðlima hóps sem kallar sig Generation 40 verið handtekinn. Um er að ræða hóp innan Zanu-PF sem styður Grace Mugabe. Í ljósi þess að Jonathan Moyo, ráðherra framhaldsmenntunar, var ekki viðstaddur útskriftarathöfnina í gær er líklegt að hann sé í haldi hersins. Þrýstingurinn á Mugabe er hins vegar mikill, jafnvel þótt svo kunni að vera að aðgerðir hersins beinist einna helst gegn forsetafrúnni. Chris Mutsvangwa, formaður hinna áhrifamiklu samtaka uppgjafahermanna, boðaði til blaðamannafundar í gær. Kallaði hann þar eftir tafarlausri afsögn forseta. „Í dag og á morgun ætlum við að senda Mugabe, konu hans og öllum þeim sem styðja hann skýr skilaboð. Við sjáum í gegnum ykkur, það er komið að leikslokum,“ sagði Mutsvangwa í gær. Hvatti hann jafnframt alla til þess að mæta í kröfugöngu sem á að fara fram í dag. „Við biðlum til allra Simbabvemanna um að mæta á morgun í stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu þjóðarinnar svo við getum lokið því sem herinn hefur hafið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember. 17. nóvember 2017 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent