Gefum nemendum vængi Ívar Halldórsson skrifar 16. nóvember 2017 11:26 Þegar börnin okkar útskrifast úr grunnskóla eða menntaskóla, blasa við þeim ýmis ný verkefni sem þau þurfa að leysa. Eitt af þessum verkefnum er að sækja um vinnu - annað hvort hlutastarf með skóla eða fullt starf eftir útskrift. Skólayfirvöld mættu að mínu mati setja sig enn betur í spor ungu kynslóðarinnar til að átta sig á hvers konar fræðsla hjálpar henni að taka sín allra fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Grundvallaratriði finnst mér að ungu fólki sé kennt hvernig á að sækja um atvinnu á faglegan máta, og auka þannig líkur á að það fái starf sem endurspeglar menntun þess og hæfileika. Ég hef tekið eftir að stór hluti þeirra sem tilheyra yngri kynslóðirnni kunna engan veginn að sækja um störf. Sem vinnuveitandi fylgist ég vel með þróun þessara mála og finnst mér þróunin sorgleg. Í starfsmannaviðtölum síðustu ár hef ég komist að því að of margir ungir umsækjendur eru á hálum ís þegar kemur að því að koma vel fyrir í atvinnuviðtölum. Ungir umsækjendur mæta með hangandi haus og tóbak í vörinni; með illa útfyllta og óundirritaða umsókn, ógirtir og sjúskaðir - að ekki sé minnst á svitalyktina sem fyllir stundum skrifstofuna þar sem atvinnuviðtalið fer fram. Skriftin á umsókninni er allt að því ólæsileg og upplýsingar iðulega af skornum skammti; skrifaðar í kæruleysi - augu umsækjenda oft fjarlæg og að því er oft virðist áhugalaus. Oft er fátt um svör þegar umsækjandi er spurður um væntingar til vinnustaðar, launakröfur o.þ.h. Þá er gjarna ekki úr miklu að moða eftir samtalið og atvinnurekandi litlu nær um ágæti umsækjandans. Skólar eiga að undirbúa unga fólkið undir atvinnulífið og er því eðlilegt að þeir komi í veg fyrir að atvinnuumsóknum þeirra sé hafnað á grundvelli vankunnáttu og undirbúningsleysi í umsóknarferlinu. Frábærir starfskraftar geta hæglega misst af flottum tækifærum vegna óheppilegrar framsetningar á formsatriðum. Ef skólinn er sá staður sem undirbýr unga kynslóð til að finna hæfileikum sínum farveg á vinnumarkaðnum, finnst mér brýnt að nemendur fái gott veganesti hvað varðar að koma vel fyrir í umsóknarferlinu. Þarna finnst mér vanta talsvert upp á og vil ég skora á skólayfirvöld að gefa þessu gott pláss á teikniborðinu. Að kenna ungum einstaklingum hvernig á að bera sig að í umsóknarferlinu eykur líkur á því að þekking þeirra sem þau hafa aflað sér á skólabekk fái vængi á nýjum vinnustað. Í hafsjó af upplýsingum sem unga fólkið innbyrðir á skólabekk finnst manni oft vanta skvettur af skynsemi - praktískum upplýsingum sem hjálpar þeim að skorða fætur sínar betur í þjóðlífinu. Þá mætti alveg kenna ungum nemendum ýmislegt fleira sem teljast mættu nytsamlegar og mikilvægar upplýsingar. Þeir mættu hafa betri hugmynd um hvernig lífeyrissparnaður, einfaldir kaupsamningar og tryggingar virka. Það er nauðsynlegt að efla sjálfstraustið sem þeir þurfa til að komast yfir fyrstu hraðahindranirnar í lífinu. Mennt er máttur en þó gætir ákveðins máttleysis að mínu mati í þessum efnum. Að læða inn nokkrum umsóknaeflandi kennslustundum í námsskránna getur varla annað en verið öllum þeim sem koma að ráðningarferlinu í hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar börnin okkar útskrifast úr grunnskóla eða menntaskóla, blasa við þeim ýmis ný verkefni sem þau þurfa að leysa. Eitt af þessum verkefnum er að sækja um vinnu - annað hvort hlutastarf með skóla eða fullt starf eftir útskrift. Skólayfirvöld mættu að mínu mati setja sig enn betur í spor ungu kynslóðarinnar til að átta sig á hvers konar fræðsla hjálpar henni að taka sín allra fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Grundvallaratriði finnst mér að ungu fólki sé kennt hvernig á að sækja um atvinnu á faglegan máta, og auka þannig líkur á að það fái starf sem endurspeglar menntun þess og hæfileika. Ég hef tekið eftir að stór hluti þeirra sem tilheyra yngri kynslóðirnni kunna engan veginn að sækja um störf. Sem vinnuveitandi fylgist ég vel með þróun þessara mála og finnst mér þróunin sorgleg. Í starfsmannaviðtölum síðustu ár hef ég komist að því að of margir ungir umsækjendur eru á hálum ís þegar kemur að því að koma vel fyrir í atvinnuviðtölum. Ungir umsækjendur mæta með hangandi haus og tóbak í vörinni; með illa útfyllta og óundirritaða umsókn, ógirtir og sjúskaðir - að ekki sé minnst á svitalyktina sem fyllir stundum skrifstofuna þar sem atvinnuviðtalið fer fram. Skriftin á umsókninni er allt að því ólæsileg og upplýsingar iðulega af skornum skammti; skrifaðar í kæruleysi - augu umsækjenda oft fjarlæg og að því er oft virðist áhugalaus. Oft er fátt um svör þegar umsækjandi er spurður um væntingar til vinnustaðar, launakröfur o.þ.h. Þá er gjarna ekki úr miklu að moða eftir samtalið og atvinnurekandi litlu nær um ágæti umsækjandans. Skólar eiga að undirbúa unga fólkið undir atvinnulífið og er því eðlilegt að þeir komi í veg fyrir að atvinnuumsóknum þeirra sé hafnað á grundvelli vankunnáttu og undirbúningsleysi í umsóknarferlinu. Frábærir starfskraftar geta hæglega misst af flottum tækifærum vegna óheppilegrar framsetningar á formsatriðum. Ef skólinn er sá staður sem undirbýr unga kynslóð til að finna hæfileikum sínum farveg á vinnumarkaðnum, finnst mér brýnt að nemendur fái gott veganesti hvað varðar að koma vel fyrir í umsóknarferlinu. Þarna finnst mér vanta talsvert upp á og vil ég skora á skólayfirvöld að gefa þessu gott pláss á teikniborðinu. Að kenna ungum einstaklingum hvernig á að bera sig að í umsóknarferlinu eykur líkur á því að þekking þeirra sem þau hafa aflað sér á skólabekk fái vængi á nýjum vinnustað. Í hafsjó af upplýsingum sem unga fólkið innbyrðir á skólabekk finnst manni oft vanta skvettur af skynsemi - praktískum upplýsingum sem hjálpar þeim að skorða fætur sínar betur í þjóðlífinu. Þá mætti alveg kenna ungum nemendum ýmislegt fleira sem teljast mættu nytsamlegar og mikilvægar upplýsingar. Þeir mættu hafa betri hugmynd um hvernig lífeyrissparnaður, einfaldir kaupsamningar og tryggingar virka. Það er nauðsynlegt að efla sjálfstraustið sem þeir þurfa til að komast yfir fyrstu hraðahindranirnar í lífinu. Mennt er máttur en þó gætir ákveðins máttleysis að mínu mati í þessum efnum. Að læða inn nokkrum umsóknaeflandi kennslustundum í námsskránna getur varla annað en verið öllum þeim sem koma að ráðningarferlinu í hag.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun