Umferðartafir á Miklubraut þjóðhagslega dýrar Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2017 09:49 Þeir sem leið eiga úr Árbænum eða Mosfellsbæ til vinnu á morgnana niður Ártúnsbrekkuna verða þessa dagana að sætta sig við gríðarlegar tafir vegna mikillar umferðarteppu sem þar myndast ávallt á morgnana og stendur líklega í ríflega klukkutíma á hverjum morgni. Ekki þarf að efast um þá þjóðhagslegu óhagkvæmni sem af þessum töfum hlýst en það tekur nær aldrei minna en 25-30 mínútur fyrir vegfarendur að skila sér til vinnu á þessum tíma. Hæglega má búast við því að hver vegfarandi tefjist um 15 mínútur á hverjum morgni vegna þessa og ekki tekur mikið betra við að loknum vinnudegi. Vegfarendur á þessari leið á degi hverjum skipta tugum þúsunda og ef giskað er á þeir séu 30.000 þúsund tapast 7.500 vinnustundir daglega við þessar umferðatafir. Ef gert er ráð fyrir að hver vinnustund þessa fólks kosti vinnuveitendur 4.000 kr. á klukkustund kosta þessar umferðatafir 30 milljónir á hverjum virkum degi. Fjöldi vinnudaga á hverju ári eru 260 og því má áætla að kostnaðurinn sé 7,8 milljarðar á ári, bara við það að tefja hvern starfsmann um þetta korter á dag sitjandi í bíl sínum af óþörfu á degi hverjum. Lausnin á þessu vandamáli hlýtur að felast í því að greiða fyrir umferðinni með mislægum umferðarmannvirkjum á þeim gatnamótum sem skera Miklubrautina. Mislæg gatnamót eru þegar til staðar við Réttarholtsveg, en ekki við Grensásveg, Háaleitisbraut og Kringlumýrarbraut, en eftir það í vesturátt er umferðin farin að þynnast það mikið að líklega er ekki þörf fyrir slík mannvirki vestar. Forvitnilegt væri að reikna út hvað slík mannvirki myndu kosta á þessum þremur ofantöldu gatnamótum og reikna í framhaldinu út á hve fáum árum þau myndu borga sig. Það telur ekki í mörgum árum, jafnvel innan við tveimur árum. Líklega myndu þau borga sig upp 10-20 sinnum hraðar upp en til dæmis Vaðlaheiðargöng, sem jafnvel aldrei munu borga sig upp. Víst er að róttækar breytingar verða að eiga sér stað til að greiða götu fólks á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum og því fyrr því betra. Loforð um innviðauppbyggingu í stjórnmálum þessa dagana ættu nú loksins að snúa að höfuðborgarsvæðinu. Tími er kominn til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Sjá meira
Þeir sem leið eiga úr Árbænum eða Mosfellsbæ til vinnu á morgnana niður Ártúnsbrekkuna verða þessa dagana að sætta sig við gríðarlegar tafir vegna mikillar umferðarteppu sem þar myndast ávallt á morgnana og stendur líklega í ríflega klukkutíma á hverjum morgni. Ekki þarf að efast um þá þjóðhagslegu óhagkvæmni sem af þessum töfum hlýst en það tekur nær aldrei minna en 25-30 mínútur fyrir vegfarendur að skila sér til vinnu á þessum tíma. Hæglega má búast við því að hver vegfarandi tefjist um 15 mínútur á hverjum morgni vegna þessa og ekki tekur mikið betra við að loknum vinnudegi. Vegfarendur á þessari leið á degi hverjum skipta tugum þúsunda og ef giskað er á þeir séu 30.000 þúsund tapast 7.500 vinnustundir daglega við þessar umferðatafir. Ef gert er ráð fyrir að hver vinnustund þessa fólks kosti vinnuveitendur 4.000 kr. á klukkustund kosta þessar umferðatafir 30 milljónir á hverjum virkum degi. Fjöldi vinnudaga á hverju ári eru 260 og því má áætla að kostnaðurinn sé 7,8 milljarðar á ári, bara við það að tefja hvern starfsmann um þetta korter á dag sitjandi í bíl sínum af óþörfu á degi hverjum. Lausnin á þessu vandamáli hlýtur að felast í því að greiða fyrir umferðinni með mislægum umferðarmannvirkjum á þeim gatnamótum sem skera Miklubrautina. Mislæg gatnamót eru þegar til staðar við Réttarholtsveg, en ekki við Grensásveg, Háaleitisbraut og Kringlumýrarbraut, en eftir það í vesturátt er umferðin farin að þynnast það mikið að líklega er ekki þörf fyrir slík mannvirki vestar. Forvitnilegt væri að reikna út hvað slík mannvirki myndu kosta á þessum þremur ofantöldu gatnamótum og reikna í framhaldinu út á hve fáum árum þau myndu borga sig. Það telur ekki í mörgum árum, jafnvel innan við tveimur árum. Líklega myndu þau borga sig upp 10-20 sinnum hraðar upp en til dæmis Vaðlaheiðargöng, sem jafnvel aldrei munu borga sig upp. Víst er að róttækar breytingar verða að eiga sér stað til að greiða götu fólks á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum og því fyrr því betra. Loforð um innviðauppbyggingu í stjórnmálum þessa dagana ættu nú loksins að snúa að höfuðborgarsvæðinu. Tími er kominn til.
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar