Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar 1. október 2025 09:02 Nú um stundir stendur yfir ný hugmyndafræðileg barátta víða um hinn vestræna heim. Birtingamyndirnar eru ólíkar frá einum stað til annars en þó eru þræðir sem sameiginlegir eru. Í Bretlandi erum við með hinn nýja Umbótaflokk, Í Þýskalandi hefur flokknum AFD vaxið fiskur um hrygg. Front National er í Frakklandi. Fratelli d‘Italia er nú við völd á Ítalíu og vitaskuld þekkjum við MAGA hreyfinguna í Bandaríkjunum. Þetta er bara helstu dæmin, við höfum líka útgáfur af þessu á Norðurlöndunum og víðar. Það sem sameinar þessa flokka er eitt og annað, helst er samlegð í því að flokkanir vilja minnka fjölda innflytjenda, annað hvort með því að tempra fjölgun þeirra eða jafnvel að vísa ákveðnum hópum þeirra úr landi. Þá vilja flest þessi öfl, minnka vægi alþjóðlegra stofnanna. Í mismiklu mæli, þá leggja þeir flestir áherslu á mikilvægi þjóðlegra gilda og íhaldsamra viðhorfa í fjölskyldumálum og öðru er tengist einkalífi fólks. Þótt það sé ekki algilt, þá verður að segja að þau sem tala máli frjálslyndis og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu, hafa sumpart eftirlátið frumkvæðið að því að tala almennt um mannréttindi, innflytjendamál, alþjóðamál og réttindamál minnihlutahópa til þessara hreyfinga sem stundum eru kennd við popúlisma, eða hægri öfgahyggju. Hvað erum við að verja? Samfélagið sem við búum við í dag, varð ekki til af sjálfu sér. Það er fyllsta ástæða að halda því til haga að hér á Íslandi, og raunar víðast um hinn, stundum nefnda, „vestræna heim“ búum við við mikið öryggi. Við erum frjáls hugsana okkar, við getum flest fært okkur til eftir geðþótta, aðgangur að menntun er mikill. Okkur er fært að elska þann sem við viljum elska og við höfum leyfi til að þiggja ást og kærleika. Við megum líka safnast saman og tjá hug okkar, jafnvel þótt að valdhöfum líki ekki. Okkur er líka frjálst að stofna með okkur félagsskap til að sameina krafta okkar og tala fyrir okkar hugðarefnum. Þetta er ekki fullkomið enn. En við erum flest sammála um að þetta séu þau markmið sem okkur ber að reyna eftir fremsta megni að ná, og ef það tekst ekki, þá sé það sameiginlegt verkefni okkar að bæta úr. Núna undanfarið hafa verið nokkrar deilur í samfélaginu okkar, einkum um hvort að höft séu hér á málfrelsinu. Í þeirri umræðu allri gleymist stundum að nefna að enginn virðist ósammála um hvort að við ættum að mega tjá hug okkar. Þess í stað er umræðan um hvort að frelsið sé raunverulegt og hvort að málefnalegt sé að halda aftur af tiltekinni umræðu til að verja réttindi og helgi tiltekinna hópa. Enginn virðist þeirrar skoðunar að ríkisvaldi ætti að vera heimilt án takmarkanna að skerða tjáningarfrelsið. Við gleymum stundum að þetta er ekki algilt og víða um heim eru þessi viðhorf jafnvel framandi. Hvernig urðu þessi réttindi til og hvernig er þeim viðhaldið? Mannréttindi og frelsi eru ekki aðskilin hugtök. Það er ekkert frelsi án mannréttinda og það eru engin mannréttindi án frelsis. Við lok síðara stríðs, varð ríkjum heims það ljóst að tryggja þyrfti, að slíkar hamfarir endurtækju sig ekki. Besta leiðin til þess var að auka samstarf milli ríkja. Það var á áratugunum eftir stríð, sem Sameinuðu þjóðirnar, NATO og Evrópusambandið voru stofnuð. Sömuleiðis voru ýmsir sáttmálar um mannréttindi undirritaðir. Með þessu voru réttindi fólks ekki eingöngu mál borgara og hvers ríkis fyrir sig, heldur skuldbundu ríki sig hvort öðru til að veita sínum þegnum vernd. Ríki hófu með sér samstarf um að einfalda viðskipti sín á milli, þannig að þau þyrftu ekki að sækja á hvort annað með hervaldi til að auka efnahagslegan mátt sinn. Vestræn ríki sem byggðu sína tilveru á mannréttindum og lýðræði ákváðu að ábyrgjast vernd hvers annars með þeim árangri að ekki einn einasti sentimetri neins NATO ríkis hefur glatast í átökum. Sá árangur sem náðst hefur er slíkur að nú hafa alist upp heilar kynslóðir af fólki, sem þekkir ekki líf án friðs, frelsis og mannréttinda. Það er stórkostlegt afrek, en hefur óhjákvæmilega í för með sér að það gleymist hvernig þetta kom til og hvers konar hildarleikur varð undanfari þess. Til sóknar og varnar Það er ekki lengur nein fjarstæða að öfl sem vilja skerða mannréttindi og minnka vægi alþjóðasamtaka verði ráðandi í fleiri og stærri ríkjum Vesturlanda. Nú þegar reynir verulega á bandaríska stjórnskipan, Ítalía er undir forsæti slíks flokks. Það er raunhæfur möguleiki á að slík öfl nái völdum í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi innan nokkurra ára. Það er allsendis óvíst, ólíklegt raunar, að þær alþjóðastofnanir sem við höfum byggt upp, til varnar mannréttindum, frelsi og efnahagslegri samvinnu lifi það af. Helsta ástæða þessa, er að forræði á samtali um mannréttindi, stofnanir samfélagsins og alþjóðastarf hefur verið að mestu í höndum þessara afla. Við sem teljum okkur til frjálslyndis og alþjóðahyggju höfum að mestu verið til varnar, síður til sóknar. Það má deila um hversu mikið popúlísk hugmyndafræði í sama tóni og AFD, MAGA og Front National er kominn hingað til Íslands. Enn sem komið er, virðist fátt stjórnmálafólk hér á landi telja það vera sér til tekna að tengja sig þessum öflum. Þannig er íslensk umræða um alþjóðamál, aðallega á þeim grunni hvort að við eigum að auka evrópusamstarf, eða ekki. Þær raddir sem telja að við eigum að draga okkur úr Evrópusamstarfi eru á jaðri umræðunnar. Sá árangur sem popúlískir flokkar í Evrópu virðast vera að ná, er þó slíkur að það verður að taka það alvarlega að slík öfl kunna að rísa á Íslandi og ná árangri, annað hvort innan núverandi stjórnmálaflokka eða í nýjum flokkum. Raunar má færa sannfærandi rök fyrir að sú vegferð sé þegar hafinn. Við sem teljum okkur vera frjálslynd og lýðræðissinnuð verðum að gera okkur grein fyrir að samfélagsgerð hins vestræna lýðræðis er að fara í gegnum stærstu prófraun sína síðan seinna stríði lauk. Hér dugar ekki bara að grípa til varna þegar að stofnunum samfélagsins er ráðist. Það dugar heldur ekki að þeir hópar sem upplifa sín mannréttindi í hættu hverju sinni leiði þá vörn einir. Þetta er heldur ekki verkefni sem verður eingöngu leidd af kjörnum fulltrúum. Þetta þarf að vera á miklu breiðari grunni, í heita pottinum, við eldhúsborðið og á kaffistofunum. Umfram allt má þetta ekki bara vera vörn. Það verður að nást meira frumkvæði í að tala um þau grunngildi sem við viljum hafa og þær stofnanir sem við höfum komið upp til að verja þau. Í því felst ekki krafa um gagnrýnilaust hjal, heldur umræða um það sem slíkar stofnanir hafa óumdeilanlega leitt af sér – Ekki fullkominn, en samt margfalt betri heim og nauðsynlegan þátt í vegferð að enn betri. Það má ekki bara sitja hjá og bíða eftir næsta skrefi popúlísku aflanna. Það er einfaldlega of mikið í húfi til þess. Hugmyndin að þessum pistli á rætur sínar að rekja til hlaðvarpsins „The Rest Is Politics“ , þáttur nr. 453, sem var útgefin þann 25 september. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Njarðarson Mannréttindi Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú um stundir stendur yfir ný hugmyndafræðileg barátta víða um hinn vestræna heim. Birtingamyndirnar eru ólíkar frá einum stað til annars en þó eru þræðir sem sameiginlegir eru. Í Bretlandi erum við með hinn nýja Umbótaflokk, Í Þýskalandi hefur flokknum AFD vaxið fiskur um hrygg. Front National er í Frakklandi. Fratelli d‘Italia er nú við völd á Ítalíu og vitaskuld þekkjum við MAGA hreyfinguna í Bandaríkjunum. Þetta er bara helstu dæmin, við höfum líka útgáfur af þessu á Norðurlöndunum og víðar. Það sem sameinar þessa flokka er eitt og annað, helst er samlegð í því að flokkanir vilja minnka fjölda innflytjenda, annað hvort með því að tempra fjölgun þeirra eða jafnvel að vísa ákveðnum hópum þeirra úr landi. Þá vilja flest þessi öfl, minnka vægi alþjóðlegra stofnanna. Í mismiklu mæli, þá leggja þeir flestir áherslu á mikilvægi þjóðlegra gilda og íhaldsamra viðhorfa í fjölskyldumálum og öðru er tengist einkalífi fólks. Þótt það sé ekki algilt, þá verður að segja að þau sem tala máli frjálslyndis og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu, hafa sumpart eftirlátið frumkvæðið að því að tala almennt um mannréttindi, innflytjendamál, alþjóðamál og réttindamál minnihlutahópa til þessara hreyfinga sem stundum eru kennd við popúlisma, eða hægri öfgahyggju. Hvað erum við að verja? Samfélagið sem við búum við í dag, varð ekki til af sjálfu sér. Það er fyllsta ástæða að halda því til haga að hér á Íslandi, og raunar víðast um hinn, stundum nefnda, „vestræna heim“ búum við við mikið öryggi. Við erum frjáls hugsana okkar, við getum flest fært okkur til eftir geðþótta, aðgangur að menntun er mikill. Okkur er fært að elska þann sem við viljum elska og við höfum leyfi til að þiggja ást og kærleika. Við megum líka safnast saman og tjá hug okkar, jafnvel þótt að valdhöfum líki ekki. Okkur er líka frjálst að stofna með okkur félagsskap til að sameina krafta okkar og tala fyrir okkar hugðarefnum. Þetta er ekki fullkomið enn. En við erum flest sammála um að þetta séu þau markmið sem okkur ber að reyna eftir fremsta megni að ná, og ef það tekst ekki, þá sé það sameiginlegt verkefni okkar að bæta úr. Núna undanfarið hafa verið nokkrar deilur í samfélaginu okkar, einkum um hvort að höft séu hér á málfrelsinu. Í þeirri umræðu allri gleymist stundum að nefna að enginn virðist ósammála um hvort að við ættum að mega tjá hug okkar. Þess í stað er umræðan um hvort að frelsið sé raunverulegt og hvort að málefnalegt sé að halda aftur af tiltekinni umræðu til að verja réttindi og helgi tiltekinna hópa. Enginn virðist þeirrar skoðunar að ríkisvaldi ætti að vera heimilt án takmarkanna að skerða tjáningarfrelsið. Við gleymum stundum að þetta er ekki algilt og víða um heim eru þessi viðhorf jafnvel framandi. Hvernig urðu þessi réttindi til og hvernig er þeim viðhaldið? Mannréttindi og frelsi eru ekki aðskilin hugtök. Það er ekkert frelsi án mannréttinda og það eru engin mannréttindi án frelsis. Við lok síðara stríðs, varð ríkjum heims það ljóst að tryggja þyrfti, að slíkar hamfarir endurtækju sig ekki. Besta leiðin til þess var að auka samstarf milli ríkja. Það var á áratugunum eftir stríð, sem Sameinuðu þjóðirnar, NATO og Evrópusambandið voru stofnuð. Sömuleiðis voru ýmsir sáttmálar um mannréttindi undirritaðir. Með þessu voru réttindi fólks ekki eingöngu mál borgara og hvers ríkis fyrir sig, heldur skuldbundu ríki sig hvort öðru til að veita sínum þegnum vernd. Ríki hófu með sér samstarf um að einfalda viðskipti sín á milli, þannig að þau þyrftu ekki að sækja á hvort annað með hervaldi til að auka efnahagslegan mátt sinn. Vestræn ríki sem byggðu sína tilveru á mannréttindum og lýðræði ákváðu að ábyrgjast vernd hvers annars með þeim árangri að ekki einn einasti sentimetri neins NATO ríkis hefur glatast í átökum. Sá árangur sem náðst hefur er slíkur að nú hafa alist upp heilar kynslóðir af fólki, sem þekkir ekki líf án friðs, frelsis og mannréttinda. Það er stórkostlegt afrek, en hefur óhjákvæmilega í för með sér að það gleymist hvernig þetta kom til og hvers konar hildarleikur varð undanfari þess. Til sóknar og varnar Það er ekki lengur nein fjarstæða að öfl sem vilja skerða mannréttindi og minnka vægi alþjóðasamtaka verði ráðandi í fleiri og stærri ríkjum Vesturlanda. Nú þegar reynir verulega á bandaríska stjórnskipan, Ítalía er undir forsæti slíks flokks. Það er raunhæfur möguleiki á að slík öfl nái völdum í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi innan nokkurra ára. Það er allsendis óvíst, ólíklegt raunar, að þær alþjóðastofnanir sem við höfum byggt upp, til varnar mannréttindum, frelsi og efnahagslegri samvinnu lifi það af. Helsta ástæða þessa, er að forræði á samtali um mannréttindi, stofnanir samfélagsins og alþjóðastarf hefur verið að mestu í höndum þessara afla. Við sem teljum okkur til frjálslyndis og alþjóðahyggju höfum að mestu verið til varnar, síður til sóknar. Það má deila um hversu mikið popúlísk hugmyndafræði í sama tóni og AFD, MAGA og Front National er kominn hingað til Íslands. Enn sem komið er, virðist fátt stjórnmálafólk hér á landi telja það vera sér til tekna að tengja sig þessum öflum. Þannig er íslensk umræða um alþjóðamál, aðallega á þeim grunni hvort að við eigum að auka evrópusamstarf, eða ekki. Þær raddir sem telja að við eigum að draga okkur úr Evrópusamstarfi eru á jaðri umræðunnar. Sá árangur sem popúlískir flokkar í Evrópu virðast vera að ná, er þó slíkur að það verður að taka það alvarlega að slík öfl kunna að rísa á Íslandi og ná árangri, annað hvort innan núverandi stjórnmálaflokka eða í nýjum flokkum. Raunar má færa sannfærandi rök fyrir að sú vegferð sé þegar hafinn. Við sem teljum okkur vera frjálslynd og lýðræðissinnuð verðum að gera okkur grein fyrir að samfélagsgerð hins vestræna lýðræðis er að fara í gegnum stærstu prófraun sína síðan seinna stríði lauk. Hér dugar ekki bara að grípa til varna þegar að stofnunum samfélagsins er ráðist. Það dugar heldur ekki að þeir hópar sem upplifa sín mannréttindi í hættu hverju sinni leiði þá vörn einir. Þetta er heldur ekki verkefni sem verður eingöngu leidd af kjörnum fulltrúum. Þetta þarf að vera á miklu breiðari grunni, í heita pottinum, við eldhúsborðið og á kaffistofunum. Umfram allt má þetta ekki bara vera vörn. Það verður að nást meira frumkvæði í að tala um þau grunngildi sem við viljum hafa og þær stofnanir sem við höfum komið upp til að verja þau. Í því felst ekki krafa um gagnrýnilaust hjal, heldur umræða um það sem slíkar stofnanir hafa óumdeilanlega leitt af sér – Ekki fullkominn, en samt margfalt betri heim og nauðsynlegan þátt í vegferð að enn betri. Það má ekki bara sitja hjá og bíða eftir næsta skrefi popúlísku aflanna. Það er einfaldlega of mikið í húfi til þess. Hugmyndin að þessum pistli á rætur sínar að rekja til hlaðvarpsins „The Rest Is Politics“ , þáttur nr. 453, sem var útgefin þann 25 september. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Viðreisnar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun