Dómsmálaráðherra Trump íhugar að láta rannsaka demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 10:29 Sessions hefur ekki verið í náðinni hjá Trump eftir að hann lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Vísir/AFP Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, er sagður íhuga að skipa annan sérstakan rannsakanda til þess að fara í saumana á ásökunum gegn Clinton-hjónunum og um umdeilda sölu á úrani til Rússlands ásamt fleiri málum sem repúblikanar hafa haldið á lofti.Washington Post greinir frá þessu og vitnar í bréf dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn frá þingmanni repúblikana sem krafðist nýs sérstaks rannsakanda ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum. Ráðuneytið segir að það hafi skipað saksóknurum að skoða sum málanna og gefa Sessions skýrslu um þau. Á meðal þess sem þingmennirnir vildu láta rannsaka er rannsókn alríkislögreglunnar FBI á notkun Hillary Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra, viðskipti Clinton-sjóðsins og nokkur mál sem varða sölu á kanadísku úranvinnslufyrirtæki til rússnesku kjarnorkustofnunarinnar. Mörg þessara hafa verið talin liggja ljós fyrir. Repúblikanar hafa gert að því skóna að Clinton hafi sem utanríkisráðherra gerst sek um „samráð“ við Rússa með sölunni á kanadíska fyrirtækinu Uranium One. Engar vísbendingar eru hins vegar um að Clinton hafi komið að þeirri ákvörðun.Vekti upp spurningar um sjálfstæði alríkisrannsóknaTrump hefur ítrekað barmað sér undan því að dómsmálaráðuneytið rannsaki ekki demókrata eða Hillary Clinton eftir því sem aukinn þungi hefur færst í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Í kosningabaráttunni hótaði Trump því að hann myndi láta rannsaka Clinton kæmist hann í Hvíta húsið. Þegar úrslitin urðu ljós dró hann hins vegar í land. Sessions sagðist sjálfur ekki myndu hafa frumkvæði að því að rannsaka Clinton, jafnvel þó að Trump bæði hann um það sérstaklega, þegar þingnefnd fjallaði um tilnefningu hans sem ráðherra. Jafnvel þó að Sessions sé ráðherra í ríkisstjórn og heyri undir forsetann hefur venjan verið sú að Hvíta húsið skipti sér ekki af rannsóknum mála í réttarkerfinu. New York Times segir að ef Sessions skipar sérstakan rannsakanda til að skoða fyrrnefnd mál sem Trump hefur haldið á lofti veki það upp spurningar um sjálfstæði rannsókna alríkisyfirvalda undir stjórn forsetans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, er sagður íhuga að skipa annan sérstakan rannsakanda til þess að fara í saumana á ásökunum gegn Clinton-hjónunum og um umdeilda sölu á úrani til Rússlands ásamt fleiri málum sem repúblikanar hafa haldið á lofti.Washington Post greinir frá þessu og vitnar í bréf dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn frá þingmanni repúblikana sem krafðist nýs sérstaks rannsakanda ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum. Ráðuneytið segir að það hafi skipað saksóknurum að skoða sum málanna og gefa Sessions skýrslu um þau. Á meðal þess sem þingmennirnir vildu láta rannsaka er rannsókn alríkislögreglunnar FBI á notkun Hillary Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra, viðskipti Clinton-sjóðsins og nokkur mál sem varða sölu á kanadísku úranvinnslufyrirtæki til rússnesku kjarnorkustofnunarinnar. Mörg þessara hafa verið talin liggja ljós fyrir. Repúblikanar hafa gert að því skóna að Clinton hafi sem utanríkisráðherra gerst sek um „samráð“ við Rússa með sölunni á kanadíska fyrirtækinu Uranium One. Engar vísbendingar eru hins vegar um að Clinton hafi komið að þeirri ákvörðun.Vekti upp spurningar um sjálfstæði alríkisrannsóknaTrump hefur ítrekað barmað sér undan því að dómsmálaráðuneytið rannsaki ekki demókrata eða Hillary Clinton eftir því sem aukinn þungi hefur færst í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Í kosningabaráttunni hótaði Trump því að hann myndi láta rannsaka Clinton kæmist hann í Hvíta húsið. Þegar úrslitin urðu ljós dró hann hins vegar í land. Sessions sagðist sjálfur ekki myndu hafa frumkvæði að því að rannsaka Clinton, jafnvel þó að Trump bæði hann um það sérstaklega, þegar þingnefnd fjallaði um tilnefningu hans sem ráðherra. Jafnvel þó að Sessions sé ráðherra í ríkisstjórn og heyri undir forsetann hefur venjan verið sú að Hvíta húsið skipti sér ekki af rannsóknum mála í réttarkerfinu. New York Times segir að ef Sessions skipar sérstakan rannsakanda til að skoða fyrrnefnd mál sem Trump hefur haldið á lofti veki það upp spurningar um sjálfstæði rannsókna alríkisyfirvalda undir stjórn forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira