„Við eigum að læra af stelpunum en ekki tala þær niður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 14:30 Norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar fyrir ári síðan. Vísir/AFP Stærsta stjarna karlalandsliðs Norðmanna í handbolta er ósáttur við þá sem reyna að gera lítið úr árangri norska kvennalandsliðsins á síðustu árum. Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska landsliðinu eru á leiðinni inn á HM í Þýskalandi í næsta mánuði og geta þar varið heimsmeistaratitilinn sinn. Þær eru einnig ríkjandi Evrópumeistarar. Norska karlalandsliðið náði öðru sæti á HM í Frakklandi í janúar sem er besti árangur liðsins á stórmóti frá upphafi. Sander Sagosen er ein aðalstjarna liðsins en hann er leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain. Sander Sagosen gekk í raðir PSG fyrir tímabilið.vísir/gettySagosen er 22 ára gamall og einn efnilegasti handboltamaður heims. Hann hefur þegar spilað 64 landsleiki fyrir Noreg og var valinn í úrvalslið á bæði HM 2017 og EM 2016. Norsku stelpurnar hafa spilað 25 leiki í röð án þess að tapa en síðasta tapið kom í undanúrslitaleik Ólympíuleikanna í Ríó 2016. Vinni norska liðið gullið á HM í Þýskalandi verða það sjöundu gullverðlaun liðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar. „Þær standa sig frábærlega aftur og aftur og það koma einnig alltaf upp nýir leikmenn sem verða heimsstjörnur á einni nóttu. Þær koma með stelpurnar inn í kerfi sem þau hafa notað lengi,“ sagði Sander Sagosen í viðtali við NTB en Dagbladet segir frá. „Þær hafa haldið sér við toppinn svo lengi og ég ber mikla virðingu fyrir því. Við eigum að læra af stelpunum en ekki tala þær niður,“ sagði Sagosen. Heidi Loke, til hægri, hefur fagnað mörgum sigrum með norska handboltalandsliðinu á síðustu árum. Hér er hún með Camillu Herrem á ÓL í Ríó.Vísir/AFP„Gagnrýnendurnir segja að það séu ekki svo margir sem stundi kvennahandbolta. Það eru heldur ekki svo margir sem stunda skíðaíþróttir fyrir utan Noreg. Sú staðreynd að Noregur er á toppnum í handboltaheiminum á skilið virðingu. Kvennahandboltinn er jafnstór og margar aðrar íþróttir og af hverju ættum við að tala hann niður?,“ spyr Sagosen. Sagosen talar líka mjög vel um Stine Bredal Oftedal sem er fyrirliði norska liðsins. Hún er systir kærustu hans, Hanna Bredal Oftedal. „Hún er svo góð manneskja og hugsar svo vel um alla. Kannski gæti ég lært svolítið af henni,“ sagði Sagosen. HM í Þýskalandi fer fram 1. til 17. desember næstkomandi. Handbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Stærsta stjarna karlalandsliðs Norðmanna í handbolta er ósáttur við þá sem reyna að gera lítið úr árangri norska kvennalandsliðsins á síðustu árum. Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska landsliðinu eru á leiðinni inn á HM í Þýskalandi í næsta mánuði og geta þar varið heimsmeistaratitilinn sinn. Þær eru einnig ríkjandi Evrópumeistarar. Norska karlalandsliðið náði öðru sæti á HM í Frakklandi í janúar sem er besti árangur liðsins á stórmóti frá upphafi. Sander Sagosen er ein aðalstjarna liðsins en hann er leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain. Sander Sagosen gekk í raðir PSG fyrir tímabilið.vísir/gettySagosen er 22 ára gamall og einn efnilegasti handboltamaður heims. Hann hefur þegar spilað 64 landsleiki fyrir Noreg og var valinn í úrvalslið á bæði HM 2017 og EM 2016. Norsku stelpurnar hafa spilað 25 leiki í röð án þess að tapa en síðasta tapið kom í undanúrslitaleik Ólympíuleikanna í Ríó 2016. Vinni norska liðið gullið á HM í Þýskalandi verða það sjöundu gullverðlaun liðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar. „Þær standa sig frábærlega aftur og aftur og það koma einnig alltaf upp nýir leikmenn sem verða heimsstjörnur á einni nóttu. Þær koma með stelpurnar inn í kerfi sem þau hafa notað lengi,“ sagði Sander Sagosen í viðtali við NTB en Dagbladet segir frá. „Þær hafa haldið sér við toppinn svo lengi og ég ber mikla virðingu fyrir því. Við eigum að læra af stelpunum en ekki tala þær niður,“ sagði Sagosen. Heidi Loke, til hægri, hefur fagnað mörgum sigrum með norska handboltalandsliðinu á síðustu árum. Hér er hún með Camillu Herrem á ÓL í Ríó.Vísir/AFP„Gagnrýnendurnir segja að það séu ekki svo margir sem stundi kvennahandbolta. Það eru heldur ekki svo margir sem stunda skíðaíþróttir fyrir utan Noreg. Sú staðreynd að Noregur er á toppnum í handboltaheiminum á skilið virðingu. Kvennahandboltinn er jafnstór og margar aðrar íþróttir og af hverju ættum við að tala hann niður?,“ spyr Sagosen. Sagosen talar líka mjög vel um Stine Bredal Oftedal sem er fyrirliði norska liðsins. Hún er systir kærustu hans, Hanna Bredal Oftedal. „Hún er svo góð manneskja og hugsar svo vel um alla. Kannski gæti ég lært svolítið af henni,“ sagði Sagosen. HM í Þýskalandi fer fram 1. til 17. desember næstkomandi.
Handbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira