Græði meira með landsliðinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 06:00 Tryggvi Snær á að baki 24 leiki fyrir A-landslið Íslands Vísir/Anton Ísland mætir Búlgaríu í öðrum leik liðsins í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll í kvöld. Fyrsti leikur undankeppninnar tapaðist gegn Tékkum ytra á föstudaginn. Tryggvi Snær Hlinason fékk ekki að spila með íslenska landsliðinu í þeim leik, en lið hans Valencia hleypti honum ekki í leikinn vegna þátttöku liðsins í Euroleague. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, er í hálfgerðu stríði við forráðamenn Euroleague. Deildin er óháð FIBA og er gagngert að setja leikdaga sína þegar FIBA setur landsleikjahlé, að því virðist til þess að koma í veg fyrir að þeir bestu spili með landsliðum sínum. Tryggvi Snær lenti á milli í þessu stríði, en hvernig upplifði hann það? „Ég hef lítil áhrif á þetta þannig, er bara á hliðarlínunni og stíg upp ef ég er beðinn um að standa upp,“ sagði Tryggvi á æfingu landsliðsins í Laugardalshöll í gær. „Það er leiðinlegt að lenda á milli í þessu stríði. Þetta eru tvær stóru körfuboltahliðarnar og ef þeir eru að rífast þá er það eina sem maður getur gert að sitja og vona það besta. Vona að KKÍ og Valencia geti græjað þetta fyrir mann og geta tekið þátt. Það er alltaf skemmtilegt að taka þátt og geta hitt Íslendingana.“ Það fór svo að Tryggvi kom ekkert við sögu í leik Valencia á fimmtudagskvöldið. Hann vildi þó ekki meina að það gerði það sárara að hafa ekki fengið að taka þátt í landsliðsverkefninu. „Það eru margar hliðar á þessu. Það yrði frekar rangt að hleypa mér en engum öðrum. Það var helsta vandamálið. Þeir ákváðu eftir að hafa fundað um þetta að hleypa mér þar sem ég missi ekki af neinum leikjum. Ég missi af einhverjum 2-3 æfingum, sem er leiðinlegt, en þeir ákváðu að hleypa mér og telja að ég geti grætt meira á því að spila hér með landsliðinu þar sem ég get tekið meiri þátt,“ sagði Norðlendingurinn efnilegi. „Ég er bara spenntur,“ sagði Tryggvi aðspurður um hvernig honum lítist á leik kvöldsins. „Spennandi að taka leik hérna á Íslandi fyrir framan alla áhorfendurna, vonandi verða sem flestir. Það er heiður að fá að spila fyrir Ísland.“ Búlgarar töpuðu naumlega gegn Finnum, 80-82, á föstudag. Finnar eru með sterkt lið og unnu Íslendinga eftirminnilega á Eurobasket fyrr í haust. Því má búast við hörkuleik í Laugardalshöll í kvöld. Tryggvi var þó ekki í vafa um að íslenska liðið ætti möguleika á sigri. Hann sagði lykilinn að sigrinum vera baráttuna. „Við þurfum að spila eins og við setjum leikinn upp. Eins og vanalega þá erum við „underdogs“, við erum alltaf minna liðið. Við þurfum að vinna okkur upp og vera ákveðnari en hitt liðið. Rífa niður fráköstin og skjóta eins og það sé enginn morgundagur,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason. Körfubolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflavík semur við fyrrum leikmann Phoenix Suns Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Ísland mætir Búlgaríu í öðrum leik liðsins í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll í kvöld. Fyrsti leikur undankeppninnar tapaðist gegn Tékkum ytra á föstudaginn. Tryggvi Snær Hlinason fékk ekki að spila með íslenska landsliðinu í þeim leik, en lið hans Valencia hleypti honum ekki í leikinn vegna þátttöku liðsins í Euroleague. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, er í hálfgerðu stríði við forráðamenn Euroleague. Deildin er óháð FIBA og er gagngert að setja leikdaga sína þegar FIBA setur landsleikjahlé, að því virðist til þess að koma í veg fyrir að þeir bestu spili með landsliðum sínum. Tryggvi Snær lenti á milli í þessu stríði, en hvernig upplifði hann það? „Ég hef lítil áhrif á þetta þannig, er bara á hliðarlínunni og stíg upp ef ég er beðinn um að standa upp,“ sagði Tryggvi á æfingu landsliðsins í Laugardalshöll í gær. „Það er leiðinlegt að lenda á milli í þessu stríði. Þetta eru tvær stóru körfuboltahliðarnar og ef þeir eru að rífast þá er það eina sem maður getur gert að sitja og vona það besta. Vona að KKÍ og Valencia geti græjað þetta fyrir mann og geta tekið þátt. Það er alltaf skemmtilegt að taka þátt og geta hitt Íslendingana.“ Það fór svo að Tryggvi kom ekkert við sögu í leik Valencia á fimmtudagskvöldið. Hann vildi þó ekki meina að það gerði það sárara að hafa ekki fengið að taka þátt í landsliðsverkefninu. „Það eru margar hliðar á þessu. Það yrði frekar rangt að hleypa mér en engum öðrum. Það var helsta vandamálið. Þeir ákváðu eftir að hafa fundað um þetta að hleypa mér þar sem ég missi ekki af neinum leikjum. Ég missi af einhverjum 2-3 æfingum, sem er leiðinlegt, en þeir ákváðu að hleypa mér og telja að ég geti grætt meira á því að spila hér með landsliðinu þar sem ég get tekið meiri þátt,“ sagði Norðlendingurinn efnilegi. „Ég er bara spenntur,“ sagði Tryggvi aðspurður um hvernig honum lítist á leik kvöldsins. „Spennandi að taka leik hérna á Íslandi fyrir framan alla áhorfendurna, vonandi verða sem flestir. Það er heiður að fá að spila fyrir Ísland.“ Búlgarar töpuðu naumlega gegn Finnum, 80-82, á föstudag. Finnar eru með sterkt lið og unnu Íslendinga eftirminnilega á Eurobasket fyrr í haust. Því má búast við hörkuleik í Laugardalshöll í kvöld. Tryggvi var þó ekki í vafa um að íslenska liðið ætti möguleika á sigri. Hann sagði lykilinn að sigrinum vera baráttuna. „Við þurfum að spila eins og við setjum leikinn upp. Eins og vanalega þá erum við „underdogs“, við erum alltaf minna liðið. Við þurfum að vinna okkur upp og vera ákveðnari en hitt liðið. Rífa niður fráköstin og skjóta eins og það sé enginn morgundagur,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason.
Körfubolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflavík semur við fyrrum leikmann Phoenix Suns Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira