Einungis hægt að pissa með greiðslukorti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. nóvember 2017 08:30 Ein stærsta skiptistöð Strætó er í Mjóddinni. vísir/anton brink Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að opna á ný almenningssalerni í skiptistöð Strætó við Þönglabakka í Breiðholtinu og stendur til að salernin verði opnuð um mánaðamótin. Gestum skiptistöðvarinnar mun þá standa til boða að greiða 200 krónur fyrir aðgang að klósettinu, með greiðslukorti. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, segir þetta skref í rétta átt en hann hefur undanfarið lagt fram tillögur er varða skiptistöðina. Hins vegar sé enn þörf á að ráðast í ýmsar lagfæringar.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.vísir/anton brink„Ég held að það séu tvö ár síðan ég lagði fram tillögu um að það yrði farið í uppfærslu. Það var ýmislegt sem þurfti að laga. Salernin voru ekki í notkun, svo þurfti að endurnýja húsbúnað og koma fyrir fleiri sætum vegna þess að notkunin á skiptistöðinni hefur aukist mjög mikið,“ segir Kjartan og bætir við að jafnframt sé mikilvægt að skiptistöðin verði opin farþegum á kvöldin. Kjartan setur hins vegar spurningarmerki við það að rukkað sé inn á salernin og það eingöngu með greiðslukortum. Vill hann að borgarráð ræði saman um framkvæmdina og komist að sameiginlegri niðurstöðu um hana. „Ég vil ræða prinsippið sem slíkt og upphæðina. Og svo þetta að menn þurfi að hafa greiðslukort til að komast á salerni. Hvað með börn og unglinga? Svo er líka til fullorðið fólk sem hefur ekki greiðslukort,“ segir Kjartan. „Þannig að við óskum eftir því að þetta verði rætt og það verði komið til móts við þá sem hafa ekki greiðslukort,“ bætir Kjartan við og segir að ókeypis sé inn á næstum því öll almenningssalerni á vegum borgarinnar. Kjartan lagði fram tillögu um opnun þessara salerna og fjölgun sæta í biðsal síðast í júní. Sú tillaga var felld en fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna greiddu þá atkvæði gegn henni. Um fjórar milljónir manna fara árlega um skiptistöðina og þar á meðal farþegar sem fara með vögnum Strætó út á land. Einkahlutafélagið Sannir landvættir mun sjá um rekstur salernisins. Það er í eigu verkfræðistofunnar Verkís og Bergrisa hugbúnaðar ehf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að opna á ný almenningssalerni í skiptistöð Strætó við Þönglabakka í Breiðholtinu og stendur til að salernin verði opnuð um mánaðamótin. Gestum skiptistöðvarinnar mun þá standa til boða að greiða 200 krónur fyrir aðgang að klósettinu, með greiðslukorti. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, segir þetta skref í rétta átt en hann hefur undanfarið lagt fram tillögur er varða skiptistöðina. Hins vegar sé enn þörf á að ráðast í ýmsar lagfæringar.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.vísir/anton brink„Ég held að það séu tvö ár síðan ég lagði fram tillögu um að það yrði farið í uppfærslu. Það var ýmislegt sem þurfti að laga. Salernin voru ekki í notkun, svo þurfti að endurnýja húsbúnað og koma fyrir fleiri sætum vegna þess að notkunin á skiptistöðinni hefur aukist mjög mikið,“ segir Kjartan og bætir við að jafnframt sé mikilvægt að skiptistöðin verði opin farþegum á kvöldin. Kjartan setur hins vegar spurningarmerki við það að rukkað sé inn á salernin og það eingöngu með greiðslukortum. Vill hann að borgarráð ræði saman um framkvæmdina og komist að sameiginlegri niðurstöðu um hana. „Ég vil ræða prinsippið sem slíkt og upphæðina. Og svo þetta að menn þurfi að hafa greiðslukort til að komast á salerni. Hvað með börn og unglinga? Svo er líka til fullorðið fólk sem hefur ekki greiðslukort,“ segir Kjartan. „Þannig að við óskum eftir því að þetta verði rætt og það verði komið til móts við þá sem hafa ekki greiðslukort,“ bætir Kjartan við og segir að ókeypis sé inn á næstum því öll almenningssalerni á vegum borgarinnar. Kjartan lagði fram tillögu um opnun þessara salerna og fjölgun sæta í biðsal síðast í júní. Sú tillaga var felld en fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna greiddu þá atkvæði gegn henni. Um fjórar milljónir manna fara árlega um skiptistöðina og þar á meðal farþegar sem fara með vögnum Strætó út á land. Einkahlutafélagið Sannir landvættir mun sjá um rekstur salernisins. Það er í eigu verkfræðistofunnar Verkís og Bergrisa hugbúnaðar ehf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira