Áreiti fylgjenda mikið: Krakkar gargandi fyrir utan heimilið hjá Sonju Valdin Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2017 17:30 Sonja Valdin er með 16 þúsund fylgjendur á Snapchat. Fyrir rösku ári var Sonja óþekktur starfsmaður í Bauhaus. Síðan opnaði hún Snapchatreikninginn sinn og hefur á einu ári náð um það bil 16 þúsund fylgjendum á snappinu. Þar var hún svo uppgötvuð og hefur á þessum tíma leikið í bíómynd, sungið í poppsmellum og er orðin samfélagsmiðlastjarna. Hún er nú í fullu starfi hjá Áttunni, sem er eitt fyrsta afþreyingarfyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í að birta efni á samfélagsmiðlum. „Mig langar alltaf bara að gráta þegar ég hugsa um það hversu mikill fjöldi er þarna til að fylgjast með mér,” segir Sonja í 2. þætti af Snöppurum sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.Ófeimnir fylgjendur En drjúgur hluti fylgjenda Sonju eru ungmenni sem eru ófeimin við að nálgast hana. Áreitið er því mikið. „Það hafa krakkar verið hérna fyrir utan að garga “Neinei” og dingla hjá mér endalaust og það er pirrandi,” segir Sonja og bætir við að það trufli bæði hana og samleigjanda hennar. Lagið Nei nei er vinsælasta lag Áttunnar. Í myndbandinu sem fylgir má sjá fögnuðinn sem brýst út þegar Sonja og Áttan mæta á svæðið. Sonja tekur hins vegar fram að henni þyki vænt um þegar fylgjendur óska eftir mynd með henni, spjalli eða jafnvel knúsi. En þegar unglingar eru farnir að atast á dyrabjöllunni heima hjá henni sé of langt gengið. Annar þáttur Snappara verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunni Sonju Story og þeim Daníel Má og Anítu Guðlaugu sem bæði langar að stækka á Snapchat. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson. Áttan Samfélagsmiðlar Snapparar Tengdar fréttir „Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30 Atvinnupókerspilari sem gerðist edrú snappari: „Búinn að vera fyllibytta öll mín ár“ "Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. 26. nóvember 2017 14:00 Binni Glee: Hættur að hanga í Kringlunni en finnst þó alltaf gaman að hitta aðdáendur Ég er hættur að fara í Kringluna og Smáralind svona til að hanga þar, segir ein skærasta snappstjarna landsins, Brynjar Steinn, sem kallar sig Binna Glee á Snapchat. 19. nóvember 2017 14:00 Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira
Fyrir rösku ári var Sonja óþekktur starfsmaður í Bauhaus. Síðan opnaði hún Snapchatreikninginn sinn og hefur á einu ári náð um það bil 16 þúsund fylgjendum á snappinu. Þar var hún svo uppgötvuð og hefur á þessum tíma leikið í bíómynd, sungið í poppsmellum og er orðin samfélagsmiðlastjarna. Hún er nú í fullu starfi hjá Áttunni, sem er eitt fyrsta afþreyingarfyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í að birta efni á samfélagsmiðlum. „Mig langar alltaf bara að gráta þegar ég hugsa um það hversu mikill fjöldi er þarna til að fylgjast með mér,” segir Sonja í 2. þætti af Snöppurum sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.Ófeimnir fylgjendur En drjúgur hluti fylgjenda Sonju eru ungmenni sem eru ófeimin við að nálgast hana. Áreitið er því mikið. „Það hafa krakkar verið hérna fyrir utan að garga “Neinei” og dingla hjá mér endalaust og það er pirrandi,” segir Sonja og bætir við að það trufli bæði hana og samleigjanda hennar. Lagið Nei nei er vinsælasta lag Áttunnar. Í myndbandinu sem fylgir má sjá fögnuðinn sem brýst út þegar Sonja og Áttan mæta á svæðið. Sonja tekur hins vegar fram að henni þyki vænt um þegar fylgjendur óska eftir mynd með henni, spjalli eða jafnvel knúsi. En þegar unglingar eru farnir að atast á dyrabjöllunni heima hjá henni sé of langt gengið. Annar þáttur Snappara verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunni Sonju Story og þeim Daníel Má og Anítu Guðlaugu sem bæði langar að stækka á Snapchat. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson.
Áttan Samfélagsmiðlar Snapparar Tengdar fréttir „Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30 Atvinnupókerspilari sem gerðist edrú snappari: „Búinn að vera fyllibytta öll mín ár“ "Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. 26. nóvember 2017 14:00 Binni Glee: Hættur að hanga í Kringlunni en finnst þó alltaf gaman að hitta aðdáendur Ég er hættur að fara í Kringluna og Smáralind svona til að hanga þar, segir ein skærasta snappstjarna landsins, Brynjar Steinn, sem kallar sig Binna Glee á Snapchat. 19. nóvember 2017 14:00 Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira
„Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30
Atvinnupókerspilari sem gerðist edrú snappari: „Búinn að vera fyllibytta öll mín ár“ "Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. 26. nóvember 2017 14:00
Binni Glee: Hættur að hanga í Kringlunni en finnst þó alltaf gaman að hitta aðdáendur Ég er hættur að fara í Kringluna og Smáralind svona til að hanga þar, segir ein skærasta snappstjarna landsins, Brynjar Steinn, sem kallar sig Binna Glee á Snapchat. 19. nóvember 2017 14:00