Þjóðarsorg í Egyptalandi Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 25. nóvember 2017 07:00 Sjúkraliðar fá leiðsögn á vettvangi á Sínaískaga í gær. Nordicphotos/AFP Minnst 235 eru látnir og yfir hundrað sárir eftir að árás var gerð á mosku í þorpinu Bir al-Abd nyrst á Sínaískaga í Egyptalandi í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu vegna árásarinnar. Árásin fór þannig fram að sprengja sprakk við moskuna áður en fjögur ökutæki renndu upp að henni. Út úr þeim stigu menn sem hófu skothríð á þá sem þar voru staddir. Talið er að skotmark árásarinnar hafi verið stuðningsmenn öryggissveita stjórnvalda en þeir lágu á bæn á þeim tíma sem látið var til skarar skríða. Ekki liggur fyrir hverjir voru þar á ferð en egypsk stjórnvöld hafa frá árinu 2013 staðið í baráttu við herskáa öfgamenn íslamista á svæðinu. Átökin hófust eftir að íslamistanum Mohamed Morsi var bolað úr stóli forseta landsins. Að minnsta kosti þúsund meðlimir öryggissveita landsins hafa fallið í bardögunum. Fjöldi fallinna vígamanna liggur ekki fyrir. Aukin harka hefur færst í baráttuna undanfarnar vikur. Yfirlýst neyðarástand hefur verið á Sínaískaganum frá því að 31 hermaður féll í sprengjuárás árið 2014. Þá lýsti forseti landsins, Abdul Fattah al-Sisi, svæðinu sem „útungunarstöð fyrir hryðjuverkamenn“. Engir fjölmiðlar hafa fengið aðgang að svæðinu undanfarin ár. Gildir það einnig um miðla í eigu egypska ríkisins. Lítið er því að fá um upplýsingar frá svæðinu utan þeirra tilkynninga sem herinn sendir frá sér. Ef tala látinna fæst staðfest er um að ræða mannskæðustu árás í nútímasögu Egyptalands. Sú næstmannskæðasta var árásin á flugvél Metrojet árið 2015. Flugvélin var sprengd yfir norðanverðum Sínaískaga og fórust 224 í þeirri árás. Þá er árás gærdagsins jafnframt sú fyrsta þar sem vígamenn ráðast á safnaðarmeðlimi inni í mosku. Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, boðaði þjóðaröryggisráðið á fund stuttu eftir árásina. Lofaði Sisi að bregðast við árásinni af „mikilli hörku“. Ýmsir þjóðarleiðtogar tóku í sama streng og Sisi, meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Hryllileg og löðurmannleg árás á saklausa og varnarlausa Egypta. Heimurinn má ekki umbera hryðjuverkamenn. Við þurfum að beita hernaðarafli gegn þeim og afsanna þeirra öfgafullu hugmyndafræði,“ tísti Trump. Ahmed Aboul Gheit, leiðtogi Arababandalagsins, fordæmdi árásina einnig. „Hrikalegur glæpur sem sýnir enn á ný fram á að íslam á ekkert skylt við öfgafulla hugmyndafræði hryðjuverkamanna.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var afgerandi: „Ég fordæmi þessa villimannlegu hryðjuverkaárás á mosku á Sínaískaga. Hugur minn er hjá öllum þeim sem árásin hefur áhrif á og Egyptum öllum.“ Egyptaland er ekki aðili að NATO en George H. W. Bush útnefndi ríkið sérstakan bandamann NATO 1989. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látnir í sprengjuárás á Sínaí-skaga Vígamenn réðust á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi. Á þriðja hundrað eru látnir vegna sprengju- og skotárásarinnar. 24. nóvember 2017 12:33 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Minnst 235 eru látnir og yfir hundrað sárir eftir að árás var gerð á mosku í þorpinu Bir al-Abd nyrst á Sínaískaga í Egyptalandi í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu vegna árásarinnar. Árásin fór þannig fram að sprengja sprakk við moskuna áður en fjögur ökutæki renndu upp að henni. Út úr þeim stigu menn sem hófu skothríð á þá sem þar voru staddir. Talið er að skotmark árásarinnar hafi verið stuðningsmenn öryggissveita stjórnvalda en þeir lágu á bæn á þeim tíma sem látið var til skarar skríða. Ekki liggur fyrir hverjir voru þar á ferð en egypsk stjórnvöld hafa frá árinu 2013 staðið í baráttu við herskáa öfgamenn íslamista á svæðinu. Átökin hófust eftir að íslamistanum Mohamed Morsi var bolað úr stóli forseta landsins. Að minnsta kosti þúsund meðlimir öryggissveita landsins hafa fallið í bardögunum. Fjöldi fallinna vígamanna liggur ekki fyrir. Aukin harka hefur færst í baráttuna undanfarnar vikur. Yfirlýst neyðarástand hefur verið á Sínaískaganum frá því að 31 hermaður féll í sprengjuárás árið 2014. Þá lýsti forseti landsins, Abdul Fattah al-Sisi, svæðinu sem „útungunarstöð fyrir hryðjuverkamenn“. Engir fjölmiðlar hafa fengið aðgang að svæðinu undanfarin ár. Gildir það einnig um miðla í eigu egypska ríkisins. Lítið er því að fá um upplýsingar frá svæðinu utan þeirra tilkynninga sem herinn sendir frá sér. Ef tala látinna fæst staðfest er um að ræða mannskæðustu árás í nútímasögu Egyptalands. Sú næstmannskæðasta var árásin á flugvél Metrojet árið 2015. Flugvélin var sprengd yfir norðanverðum Sínaískaga og fórust 224 í þeirri árás. Þá er árás gærdagsins jafnframt sú fyrsta þar sem vígamenn ráðast á safnaðarmeðlimi inni í mosku. Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, boðaði þjóðaröryggisráðið á fund stuttu eftir árásina. Lofaði Sisi að bregðast við árásinni af „mikilli hörku“. Ýmsir þjóðarleiðtogar tóku í sama streng og Sisi, meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Hryllileg og löðurmannleg árás á saklausa og varnarlausa Egypta. Heimurinn má ekki umbera hryðjuverkamenn. Við þurfum að beita hernaðarafli gegn þeim og afsanna þeirra öfgafullu hugmyndafræði,“ tísti Trump. Ahmed Aboul Gheit, leiðtogi Arababandalagsins, fordæmdi árásina einnig. „Hrikalegur glæpur sem sýnir enn á ný fram á að íslam á ekkert skylt við öfgafulla hugmyndafræði hryðjuverkamanna.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var afgerandi: „Ég fordæmi þessa villimannlegu hryðjuverkaárás á mosku á Sínaískaga. Hugur minn er hjá öllum þeim sem árásin hefur áhrif á og Egyptum öllum.“ Egyptaland er ekki aðili að NATO en George H. W. Bush útnefndi ríkið sérstakan bandamann NATO 1989.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látnir í sprengjuárás á Sínaí-skaga Vígamenn réðust á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi. Á þriðja hundrað eru látnir vegna sprengju- og skotárásarinnar. 24. nóvember 2017 12:33 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Á þriðja hundrað látnir í sprengjuárás á Sínaí-skaga Vígamenn réðust á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi. Á þriðja hundrað eru látnir vegna sprengju- og skotárásarinnar. 24. nóvember 2017 12:33