Forsætisráðherrann fær ekki að segja af sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Saad Hariri í Líbanon í gær. Nordicphotos/AFP Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanon, afhenti Michel Aoun forseta afsagnarbréf sitt í gær. Hariri tilkynnti um afsögn sína í upphafi mánaðar þegar hann var staddur í Sádi-Arabíu en hafði ekki getað afhent afsagnarbréfið þar sem hann dvaldi um stund þar í landi áður en hann hélt til Frakklands og þaðan heim til Líbanons. „Ég afhenti hæstvirtum forseta afsagnarbréf mitt en hann bað mig um að fresta afsögn minni tímabundið á meðan hann íhugar ástæður afsagnarinnar. Ég tjáði samþykki mitt fyrir þessari ákvörðun og vona að hún leiði til ábyrgra viðræðna um framhaldið,“ sagði Hariri sem ljóst er að mun gegna forsætisráðherraembættinu enn um sinn. Ástæðurnar sem Aoun hyggst kanna hafa verið ræddar í þaula allt frá því Hariri flutti ávarp sitt í sádiarabísku höfuðborginni Riyadh. Stjórnmálaskýrendur víða um heim sem og heimildarmenn fjölmiðla innan líbönsku ríkisstjórnarinnar fullyrða að Sádi-Arabar hafi í raun neytt Hariri til að segja af sér vegna þess hve litlum árangri hann hafði náð í baráttunni gegn Hezbollah-samtökunum. Heimildarmaður CNN sagði til að mynda að orðalag ávarpsins væri gjörólíkt orðalagi Hariri og því væri líklegt að Sádi-Arabar hefðu skrifað ávarpið. Einnig hafa Sádi-Arabar verið ásakaðir um að hafa haldið Hariri í Sádi-Arabíu gegn vilja hans. Þótt bæði Sádi-Arabar og Hariri sjálfur hafi neitað þessum ásökunum töldu forseti og utanríkisráðherra Frakklands nauðsynlegt að skerast í leikinn og ræða við málsaðila. Fullvissaði Jean-Yves Le Drian í heimsókn sinni til Sádi-Arabíu að Hariri væri frjáls ferða sinna. Rótin að þessum vanda Líbanons liggur í því að ríkið er nú miðpunktur eins konar kalds stríðs Írans og Sádi-Arabíu sem keppa nú um völd og áhrif á svæðinu. Íran styður Hezbollah en Sádi-Arabar hafa aftur á móti lengi stutt Líbanon, einkum Framtíðarhreyfinguna sem Hariri er í forsvari fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fráfarandi ráðherra sagður brátt á heimleið Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, er frjáls ferða sinna og mætti ferðast til Frakklands hvenær sem er. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði hann fund sinn með Hariri í Sádi-Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri heill heilsu og hann myndi senn snúa aftur til Líbanons. 17. nóvember 2017 07:00 Forsætisráðherrann sagður fangi Sádi-Araba Líbanska ríkisstjórnin telur að Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons sem tilkynnti um afsögn sína um síðustu helgi, sé haldið gegn vilja sínum í Sádi-Arabíu. 11. nóvember 2017 07:00 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanon, afhenti Michel Aoun forseta afsagnarbréf sitt í gær. Hariri tilkynnti um afsögn sína í upphafi mánaðar þegar hann var staddur í Sádi-Arabíu en hafði ekki getað afhent afsagnarbréfið þar sem hann dvaldi um stund þar í landi áður en hann hélt til Frakklands og þaðan heim til Líbanons. „Ég afhenti hæstvirtum forseta afsagnarbréf mitt en hann bað mig um að fresta afsögn minni tímabundið á meðan hann íhugar ástæður afsagnarinnar. Ég tjáði samþykki mitt fyrir þessari ákvörðun og vona að hún leiði til ábyrgra viðræðna um framhaldið,“ sagði Hariri sem ljóst er að mun gegna forsætisráðherraembættinu enn um sinn. Ástæðurnar sem Aoun hyggst kanna hafa verið ræddar í þaula allt frá því Hariri flutti ávarp sitt í sádiarabísku höfuðborginni Riyadh. Stjórnmálaskýrendur víða um heim sem og heimildarmenn fjölmiðla innan líbönsku ríkisstjórnarinnar fullyrða að Sádi-Arabar hafi í raun neytt Hariri til að segja af sér vegna þess hve litlum árangri hann hafði náð í baráttunni gegn Hezbollah-samtökunum. Heimildarmaður CNN sagði til að mynda að orðalag ávarpsins væri gjörólíkt orðalagi Hariri og því væri líklegt að Sádi-Arabar hefðu skrifað ávarpið. Einnig hafa Sádi-Arabar verið ásakaðir um að hafa haldið Hariri í Sádi-Arabíu gegn vilja hans. Þótt bæði Sádi-Arabar og Hariri sjálfur hafi neitað þessum ásökunum töldu forseti og utanríkisráðherra Frakklands nauðsynlegt að skerast í leikinn og ræða við málsaðila. Fullvissaði Jean-Yves Le Drian í heimsókn sinni til Sádi-Arabíu að Hariri væri frjáls ferða sinna. Rótin að þessum vanda Líbanons liggur í því að ríkið er nú miðpunktur eins konar kalds stríðs Írans og Sádi-Arabíu sem keppa nú um völd og áhrif á svæðinu. Íran styður Hezbollah en Sádi-Arabar hafa aftur á móti lengi stutt Líbanon, einkum Framtíðarhreyfinguna sem Hariri er í forsvari fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fráfarandi ráðherra sagður brátt á heimleið Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, er frjáls ferða sinna og mætti ferðast til Frakklands hvenær sem er. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði hann fund sinn með Hariri í Sádi-Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri heill heilsu og hann myndi senn snúa aftur til Líbanons. 17. nóvember 2017 07:00 Forsætisráðherrann sagður fangi Sádi-Araba Líbanska ríkisstjórnin telur að Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons sem tilkynnti um afsögn sína um síðustu helgi, sé haldið gegn vilja sínum í Sádi-Arabíu. 11. nóvember 2017 07:00 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Fráfarandi ráðherra sagður brátt á heimleið Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, er frjáls ferða sinna og mætti ferðast til Frakklands hvenær sem er. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði hann fund sinn með Hariri í Sádi-Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri heill heilsu og hann myndi senn snúa aftur til Líbanons. 17. nóvember 2017 07:00
Forsætisráðherrann sagður fangi Sádi-Araba Líbanska ríkisstjórnin telur að Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons sem tilkynnti um afsögn sína um síðustu helgi, sé haldið gegn vilja sínum í Sádi-Arabíu. 11. nóvember 2017 07:00
Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00