Sjáðu brot úr lokaþættinum: Fósturbörn hluti af kennsluefni í HÍ á næstu önn Guðný Hrönn og Stefán Árni Pálsson skrifa 22. nóvember 2017 11:30 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Ég ákvað árið 2011 þegar ég fór í gegnum kerfið sjálfur að gera þætti um fósturkerfið á Íslandi. Þarna kynntist ég algjörlega földum heimi sem mjög lítið hafði verið fjallað um enda hefur það komið flestum á óvart að á Íslandi séu yfir fjögur hundruð börn í fóstri og fer fjölgandi,“ segir Sindri Sindrason, umsjónarmaður þáttanna Fósturbarna sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í vetur. Síðasti þátturinn fór í loftið í gær og hafa viðtökur við þáttunum verið gríðarlega góðar. „Ég hef aldrei fengið eins sterk viðbrögð við neinu m þætti,“ segir Sindri en áskriftarsalan tók kipp og var áhorfið eftir því. „Enda held ég að málefnið snerti við fólki,“ segir Sindri. Tók viðtöl við fjörutíu manns en sýndi aðeins helminginn Sindri hefur unnið að þáttunum í rúmt ár ásamt Fannari Scheving Edwardssyni klippara. Rætt var við yfir fjörutíu manns á tímabilinu en þeir gátu ekki komið öllum viðmælendum sínum að. „Nei, því miður, aðeins helmingnum. Við Fannar vildum sýna allar hliðar fósturkerfisins en þar sem þættirnir voru aðeins sjö urðum við að velja og hafna,“ segir Sindri sem útilokar ekki að framhald verði á seríunni.Alls ekkert sjálfsagt „Það var ekki ljóst í byrjun að við myndum ná sjö þáttum enda ekki sjálfsagt að fá fólk til að viðurkenna að það hafi ekki alveg staðið sig í foreldrahlutverkinu. Þá var heldur ekki sjálfsagt að fá fósturbörn til að tjá sig enda segjast þau mörg hver finna fyrir fordómum. En þetta tókst og vona ég að fólk hafi aðra mynd af fósturkerfinu í dag.“ Þættirnir verða hluti af kennsluefni HÍ Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hefur óskað eftir því að þættirnir verði hluti af kennsluefni á næstu önn og verður Sindri gestakennari. „Ég verð reyndar sjálfur aðeins í síðasta tíma námskeiðsins en mér finnst það vera mikill heiður að Háskóli Íslands vilji nota efnið,“ segir Sindri og bætir við að til standi að stofna félag fósturbarna á Íslandi. „Ég er ánægður með að efnið hafi vakið fólk til umhugsunar, umræðan sé opnari og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem komu að þáttunum,“ segir Sindri að lokum. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en það var lokaþátturinn í þáttaröðinni. Fósturbörn Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
Ég ákvað árið 2011 þegar ég fór í gegnum kerfið sjálfur að gera þætti um fósturkerfið á Íslandi. Þarna kynntist ég algjörlega földum heimi sem mjög lítið hafði verið fjallað um enda hefur það komið flestum á óvart að á Íslandi séu yfir fjögur hundruð börn í fóstri og fer fjölgandi,“ segir Sindri Sindrason, umsjónarmaður þáttanna Fósturbarna sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í vetur. Síðasti þátturinn fór í loftið í gær og hafa viðtökur við þáttunum verið gríðarlega góðar. „Ég hef aldrei fengið eins sterk viðbrögð við neinu m þætti,“ segir Sindri en áskriftarsalan tók kipp og var áhorfið eftir því. „Enda held ég að málefnið snerti við fólki,“ segir Sindri. Tók viðtöl við fjörutíu manns en sýndi aðeins helminginn Sindri hefur unnið að þáttunum í rúmt ár ásamt Fannari Scheving Edwardssyni klippara. Rætt var við yfir fjörutíu manns á tímabilinu en þeir gátu ekki komið öllum viðmælendum sínum að. „Nei, því miður, aðeins helmingnum. Við Fannar vildum sýna allar hliðar fósturkerfisins en þar sem þættirnir voru aðeins sjö urðum við að velja og hafna,“ segir Sindri sem útilokar ekki að framhald verði á seríunni.Alls ekkert sjálfsagt „Það var ekki ljóst í byrjun að við myndum ná sjö þáttum enda ekki sjálfsagt að fá fólk til að viðurkenna að það hafi ekki alveg staðið sig í foreldrahlutverkinu. Þá var heldur ekki sjálfsagt að fá fósturbörn til að tjá sig enda segjast þau mörg hver finna fyrir fordómum. En þetta tókst og vona ég að fólk hafi aðra mynd af fósturkerfinu í dag.“ Þættirnir verða hluti af kennsluefni HÍ Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hefur óskað eftir því að þættirnir verði hluti af kennsluefni á næstu önn og verður Sindri gestakennari. „Ég verð reyndar sjálfur aðeins í síðasta tíma námskeiðsins en mér finnst það vera mikill heiður að Háskóli Íslands vilji nota efnið,“ segir Sindri og bætir við að til standi að stofna félag fósturbarna á Íslandi. „Ég er ánægður með að efnið hafi vakið fólk til umhugsunar, umræðan sé opnari og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem komu að þáttunum,“ segir Sindri að lokum. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en það var lokaþátturinn í þáttaröðinni.
Fósturbörn Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira