Segir lægri skattheimtu og aukin útgjöld enda með ósköpum Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. desember 2017 15:50 Oddný segist vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. vísir/Anton Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að óráð sé að lækka skatta og auka útgjöld ríkisins á toppi hagsveiflunnar. Þá segir hún að hún líti á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra hvað varðar innviðauppbyggingu. Oddný G. Harðardóttir var gestur Heimis Más Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Í sáttmálanum er bæði boðið upp á skattalækkanir og útgjaldaaukningu á toppi hagsveiflunnar. Þetta er ekki góð blanda. Það vitum við og það vita þau sem hafa samið þennan sáttmála. Við vitum að þessi blanda er eitruð og mun enda í auknum kostnaði síðar fyrir almenning,“ sagði Oddný. Þá telur hún síðustu ár hafa verið illa nýtt þegar kemur að innviðauppbyggingu. „Á síðustu fjórum árum hefðum við átt að byggja upp innviðina. Þá hefðum við ekki átt að lækka skatta á meðan við vorum á leiðinni upp í sveiflunni en það var hins vegar gert. Ég vil líta á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra í innviðauppbyggingu,“ segir hún og bætir við að við séum núna á þeim stað að við verðum að byggja upp innviði en nauðsynlegt sé að hafa hæfilega blöndu af innspýtingu og skattabreytingum.Sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanumOddný segist jafnframt vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. Segir hún að það skýrist svo betur í fjárlagafrumvarpinu hvað stjórnarflokkarnir ætli að gera. „Þetta er það sem maður óttaðist þegar saman í ríkisstjórn fara flokkar með svona ólíkar stefnur. Ef við eigum að sætta hægrimenn með lægri skattheimtu og sætta vinstrimenn með auknum útgjöldum erum við í vanda. Þetta gengur ekki saman og þetta mun enda með ósköpum,“ segir Oddný.Skynsamlegt að nýta núverandi stöðu í að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingarBirgir Ármannson segir að áfram verði haldið að greiða niður skuldir ríkisins. Jafnframt segir hann að verulega hafi verið bætt í á vettvangi hins opinbera á síðustu árum og að nauðsynlegt sé að halda áfram á þeirri braut. „Á síðastliðnum árum hefur á ýmsum sviðum hins opinbera verið bætt verulega í. Það er auðvitað áætlunin að gera það áfram. Við erum í þeirri stöðu að það eru mjög miklar tekjur að skila sér til ríkisins vegna umsvifa í hagkerfinu og það er skynsamlegt að nýta þá stöðu bæði til að halda áfram að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingar sem skila okkur ávinningi til lengri tíma,“ segir Birgir. „Það er ekki sjálfgefið að hagvöxtur verði jafn mikill og hann er búinn að vera. Allar spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti þrátt fyrir að hann verði minni en á síðustu 2-3 árum og það verður áfram vöxtur í ferðaþjónustunni þrátt fyrir að það hægi á honum. Við allar ákvarðanir á þessu sviði verða menn að vera varkárir og auðvitað er ekki hægt að birta áætlanir út frá bjartsýnustu spám.“ Sveitarstjórnarmál Víglínan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að óráð sé að lækka skatta og auka útgjöld ríkisins á toppi hagsveiflunnar. Þá segir hún að hún líti á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra hvað varðar innviðauppbyggingu. Oddný G. Harðardóttir var gestur Heimis Más Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Í sáttmálanum er bæði boðið upp á skattalækkanir og útgjaldaaukningu á toppi hagsveiflunnar. Þetta er ekki góð blanda. Það vitum við og það vita þau sem hafa samið þennan sáttmála. Við vitum að þessi blanda er eitruð og mun enda í auknum kostnaði síðar fyrir almenning,“ sagði Oddný. Þá telur hún síðustu ár hafa verið illa nýtt þegar kemur að innviðauppbyggingu. „Á síðustu fjórum árum hefðum við átt að byggja upp innviðina. Þá hefðum við ekki átt að lækka skatta á meðan við vorum á leiðinni upp í sveiflunni en það var hins vegar gert. Ég vil líta á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra í innviðauppbyggingu,“ segir hún og bætir við að við séum núna á þeim stað að við verðum að byggja upp innviði en nauðsynlegt sé að hafa hæfilega blöndu af innspýtingu og skattabreytingum.Sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanumOddný segist jafnframt vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. Segir hún að það skýrist svo betur í fjárlagafrumvarpinu hvað stjórnarflokkarnir ætli að gera. „Þetta er það sem maður óttaðist þegar saman í ríkisstjórn fara flokkar með svona ólíkar stefnur. Ef við eigum að sætta hægrimenn með lægri skattheimtu og sætta vinstrimenn með auknum útgjöldum erum við í vanda. Þetta gengur ekki saman og þetta mun enda með ósköpum,“ segir Oddný.Skynsamlegt að nýta núverandi stöðu í að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingarBirgir Ármannson segir að áfram verði haldið að greiða niður skuldir ríkisins. Jafnframt segir hann að verulega hafi verið bætt í á vettvangi hins opinbera á síðustu árum og að nauðsynlegt sé að halda áfram á þeirri braut. „Á síðastliðnum árum hefur á ýmsum sviðum hins opinbera verið bætt verulega í. Það er auðvitað áætlunin að gera það áfram. Við erum í þeirri stöðu að það eru mjög miklar tekjur að skila sér til ríkisins vegna umsvifa í hagkerfinu og það er skynsamlegt að nýta þá stöðu bæði til að halda áfram að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingar sem skila okkur ávinningi til lengri tíma,“ segir Birgir. „Það er ekki sjálfgefið að hagvöxtur verði jafn mikill og hann er búinn að vera. Allar spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti þrátt fyrir að hann verði minni en á síðustu 2-3 árum og það verður áfram vöxtur í ferðaþjónustunni þrátt fyrir að það hægi á honum. Við allar ákvarðanir á þessu sviði verða menn að vera varkárir og auðvitað er ekki hægt að birta áætlanir út frá bjartsýnustu spám.“
Sveitarstjórnarmál Víglínan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira