„Núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2017 12:19 Frá undirritun stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en miðað við nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis nýtur hún mikils stuðnings á meðal þjóðarinnar. vísir/eyþór Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sigurvegarinn í könnun Fréttablaðsin, Stöðvar 2 og Vísis á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina sé fjórflokkurinn gamli, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin. Allir þessir flokkar bæta við sig fylgi í könnuninni frá því sem þeir hlutu kosningunum í lok október. Gamli fjórflokkurinn telur tvo fyrrnefndu flokkanna auk Alþýðubandalagsins, forvera VG, og Alþýðuflokkinn, forvera Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG eru í ríkisstjórn eins og kunnugt er og Samfylkingin í stjórnarandstöðu og stærsti flokkurinn þar. „Það má kannski segja að við séum komin á svipaðan stað og fyrir hrun þegar margar ríkisstjórnir hlutu töluvert mikinn stuðning í upphafi og að stjórnmálin séu svona svolítið að jafna sig því sigurvegarinn í þessari könnun er fjórflokkurinn gamli, ef svo má segja, sem rýkur upp í fylgi og er kominn aftur í um ¾ hluta stuðnings þjóðarinnar. Þannig að sú ólga sem var hér eftir hrun virðist vera svona nokkuð að hjaðna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. visir/AntonbrinkHann segir könnunina þó ekkert segja endilega allt um stuðning við þessa flokka, sem og ríkisstjórnina, í framtíðinni. „Við höfum oft séð að stuðningur við ríkisstjórnir minnkar mjög hratt og þó svo að stuðningurinn sé góður í upphafi þá segir það ekkert endilega allt um framtíðina. Það getur fjarað hratt undan eins og við höfum séð en ríkisstjórnin hefur mjög góðan meðbyr í upphafi,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort að ríkisstjórnarsamstarfið muni gera nýju flokkunum erfiðara um vik segir Eiríkur mjög margt benda til þess að fólk sé orðið þreytt á því umróti sem verið hefur í stjórnmálunum. „Og þessi könnun sýnir það að núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn,“ segir Eiríkur og bætir við: „Mér finnst það eiginlega lang merkilegast við þessa könnun hvað þetta fyrirbæri fjórflokkurinn er ótrúlega lífseigt í íslenskum stjórnmálum.“ Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sigurvegarinn í könnun Fréttablaðsin, Stöðvar 2 og Vísis á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina sé fjórflokkurinn gamli, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin. Allir þessir flokkar bæta við sig fylgi í könnuninni frá því sem þeir hlutu kosningunum í lok október. Gamli fjórflokkurinn telur tvo fyrrnefndu flokkanna auk Alþýðubandalagsins, forvera VG, og Alþýðuflokkinn, forvera Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG eru í ríkisstjórn eins og kunnugt er og Samfylkingin í stjórnarandstöðu og stærsti flokkurinn þar. „Það má kannski segja að við séum komin á svipaðan stað og fyrir hrun þegar margar ríkisstjórnir hlutu töluvert mikinn stuðning í upphafi og að stjórnmálin séu svona svolítið að jafna sig því sigurvegarinn í þessari könnun er fjórflokkurinn gamli, ef svo má segja, sem rýkur upp í fylgi og er kominn aftur í um ¾ hluta stuðnings þjóðarinnar. Þannig að sú ólga sem var hér eftir hrun virðist vera svona nokkuð að hjaðna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. visir/AntonbrinkHann segir könnunina þó ekkert segja endilega allt um stuðning við þessa flokka, sem og ríkisstjórnina, í framtíðinni. „Við höfum oft séð að stuðningur við ríkisstjórnir minnkar mjög hratt og þó svo að stuðningurinn sé góður í upphafi þá segir það ekkert endilega allt um framtíðina. Það getur fjarað hratt undan eins og við höfum séð en ríkisstjórnin hefur mjög góðan meðbyr í upphafi,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort að ríkisstjórnarsamstarfið muni gera nýju flokkunum erfiðara um vik segir Eiríkur mjög margt benda til þess að fólk sé orðið þreytt á því umróti sem verið hefur í stjórnmálunum. „Og þessi könnun sýnir það að núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn,“ segir Eiríkur og bætir við: „Mér finnst það eiginlega lang merkilegast við þessa könnun hvað þetta fyrirbæri fjórflokkurinn er ótrúlega lífseigt í íslenskum stjórnmálum.“
Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00