Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2017 15:18 Manafort hefur lýst yfir sakleysi sínu. Vísir/AFP Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa rift samkomulagi við Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Donalds Trump, um að hann fái lausn gegn tryggingu á meðan hann bíður réttarhalda. Ástæðan er sú að Manafort hafi tekið þátt í að skrifa leiðara með rússneskum samstarfsmanni með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna á laun. Manafort var ákærður fyrir samsæri um peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem útsendara ríkisstjórnar Úkraínu auk fleiri brota af Robert Mueller, sérstökum rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í lok október. Hann gerði samkomulag við saksóknara í síðustu viku um að hann yrði látinn laus úr stofufangelsi gegn tryggingu. Nú hafa saksóknararnir hins vegar dregið stuðning sinn við samkomulagið til baka og fullyrða að rússneskur samstarfsmaður Manafort sé talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Hvetja þeir dómarann í málinu til að hafna samkomulaginu.Brýtur gegn dómsúrskurði um að hafa ekki áhrif á kviðdómendurMeð því að taka þátt í að skrifa leiðara á ensku með manninum þar sem haldið var uppi vörnum fyrir störf Manafort fyrir stjórnmálaflokk hliðhollan Rússlandi í Úkraínu telja saksóknararnir að Manafort hafi brotið gegn dómsúrskurði sem bannar málsaðilum að tjá sig um málið opinberlega á hátt sem gæti haft áhrif á kviðdómendur.Reuters-fréttastofan segir að leiðarinn hafi aldrei birst vegna þess að saksóknararnir hafi varað lögmenn Manafort við því. Manafort hafi unnið að leiðaranum á bak við tjöldin svo seint sem 30. nóvember.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti sem saksóknarar haldi því fram að starfsmaður forsetaframboðs Trump hafi haft bein samskipti við einstakling sem tengist rússnesku leyniþjónustunni. Manafort var kosningarstjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Í ákæru Mueller er Manafort meðal annars gefið að sök að hafa stungið fé undan skatti sem hann fékk fyrir störf sín sem erindreki erlendra ríkja. Bæði Manafort og Rick Gates, samstarfsmaður hans til margra ára sem einnig var ákærður, lýstu sig saklausa þegar ákærurnar gegn þeim voru teknar fyrir í haust. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa rift samkomulagi við Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Donalds Trump, um að hann fái lausn gegn tryggingu á meðan hann bíður réttarhalda. Ástæðan er sú að Manafort hafi tekið þátt í að skrifa leiðara með rússneskum samstarfsmanni með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna á laun. Manafort var ákærður fyrir samsæri um peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem útsendara ríkisstjórnar Úkraínu auk fleiri brota af Robert Mueller, sérstökum rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í lok október. Hann gerði samkomulag við saksóknara í síðustu viku um að hann yrði látinn laus úr stofufangelsi gegn tryggingu. Nú hafa saksóknararnir hins vegar dregið stuðning sinn við samkomulagið til baka og fullyrða að rússneskur samstarfsmaður Manafort sé talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Hvetja þeir dómarann í málinu til að hafna samkomulaginu.Brýtur gegn dómsúrskurði um að hafa ekki áhrif á kviðdómendurMeð því að taka þátt í að skrifa leiðara á ensku með manninum þar sem haldið var uppi vörnum fyrir störf Manafort fyrir stjórnmálaflokk hliðhollan Rússlandi í Úkraínu telja saksóknararnir að Manafort hafi brotið gegn dómsúrskurði sem bannar málsaðilum að tjá sig um málið opinberlega á hátt sem gæti haft áhrif á kviðdómendur.Reuters-fréttastofan segir að leiðarinn hafi aldrei birst vegna þess að saksóknararnir hafi varað lögmenn Manafort við því. Manafort hafi unnið að leiðaranum á bak við tjöldin svo seint sem 30. nóvember.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti sem saksóknarar haldi því fram að starfsmaður forsetaframboðs Trump hafi haft bein samskipti við einstakling sem tengist rússnesku leyniþjónustunni. Manafort var kosningarstjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Í ákæru Mueller er Manafort meðal annars gefið að sök að hafa stungið fé undan skatti sem hann fékk fyrir störf sín sem erindreki erlendra ríkja. Bæði Manafort og Rick Gates, samstarfsmaður hans til margra ára sem einnig var ákærður, lýstu sig saklausa þegar ákærurnar gegn þeim voru teknar fyrir í haust.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26