Katalónskum ráðherrum sleppt úr gæsluvarðhaldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Marcel Padros, gjaldkeri katalónska þingsins, greiddi tryggingu ráðherranna. Nordicphotos/AFP Sex fyrrverandi ráðherrum katalónsku héraðsstjórnarinnar var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær gegn tólf milljóna króna tryggingu. Tveir eru enn í haldi, fyrrverandi innanríkisráðherrann Joaquim Forn og fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnarinnar Oriol Junqueras. Ráðherrarnir höfðu verið í haldi frá því 2. nóvember. Þá eru sjálfstæðisbaráttumennirnir Jordi Sanchez og Jordi Cuixart einnig enn í haldi. Fyrrverandi héraðsstjórnarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna kosninga sem efnt var til um sjálfstæði Katalóníu í október og sjálfstæðisyfirlýsingar sem undirrituð var í sama mánuði. Gætu þeir átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsisdóm. Sexmenningarnir þurfa hins vegar að mæta vikulega fyrir dóm í Katalóníu, þá er þeim óheimilt að fara frá Spáni og hafa vegabréf þeirra verið tekin af þeim. Er þetta gert til að fyrirbyggja að hin ákærðu flýi land eins og fyrrverandi héraðsforsetinn Carles Puigdemont og fjórir fyrrverandi ráðherrar gerðu. Puigdemont og ráðherrarnir fjórir mættu fyrir dóm í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær en Spánverjar sækjast eftir framsali þeirra. Lögmaður Puigdemont sagði í gær að úrskurðar væri að vænta 14. desember. Kosningabarátta fyrir héraðsþingkosningar Katalóníu hefst í dag en spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninga eftir að hún leysti upp þingið þann 27. október. Kosningarnar fara fram þann 21. desember og benda kannanir til þess að flokkar aðskilnaðarsinna muni ekki fá hreinan meirihluta. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Umfangsmikil mótmæli standa nú yfir í Katalóníu en lögreglan í Barcelona áætlar að um 750 þúsund manns gangi um götur borgarinnar. 11. nóvember 2017 18:59 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Sex fyrrverandi ráðherrum katalónsku héraðsstjórnarinnar var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær gegn tólf milljóna króna tryggingu. Tveir eru enn í haldi, fyrrverandi innanríkisráðherrann Joaquim Forn og fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnarinnar Oriol Junqueras. Ráðherrarnir höfðu verið í haldi frá því 2. nóvember. Þá eru sjálfstæðisbaráttumennirnir Jordi Sanchez og Jordi Cuixart einnig enn í haldi. Fyrrverandi héraðsstjórnarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna kosninga sem efnt var til um sjálfstæði Katalóníu í október og sjálfstæðisyfirlýsingar sem undirrituð var í sama mánuði. Gætu þeir átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsisdóm. Sexmenningarnir þurfa hins vegar að mæta vikulega fyrir dóm í Katalóníu, þá er þeim óheimilt að fara frá Spáni og hafa vegabréf þeirra verið tekin af þeim. Er þetta gert til að fyrirbyggja að hin ákærðu flýi land eins og fyrrverandi héraðsforsetinn Carles Puigdemont og fjórir fyrrverandi ráðherrar gerðu. Puigdemont og ráðherrarnir fjórir mættu fyrir dóm í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær en Spánverjar sækjast eftir framsali þeirra. Lögmaður Puigdemont sagði í gær að úrskurðar væri að vænta 14. desember. Kosningabarátta fyrir héraðsþingkosningar Katalóníu hefst í dag en spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninga eftir að hún leysti upp þingið þann 27. október. Kosningarnar fara fram þann 21. desember og benda kannanir til þess að flokkar aðskilnaðarsinna muni ekki fá hreinan meirihluta.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Umfangsmikil mótmæli standa nú yfir í Katalóníu en lögreglan í Barcelona áætlar að um 750 þúsund manns gangi um götur borgarinnar. 11. nóvember 2017 18:59 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22
Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Umfangsmikil mótmæli standa nú yfir í Katalóníu en lögreglan í Barcelona áætlar að um 750 þúsund manns gangi um götur borgarinnar. 11. nóvember 2017 18:59
Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48
Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00
Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26