Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Ólöf Skaftadóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 4. desember 2017 07:00 Svandís tók við sem heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Fréttablaðið/Eyþór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju. Sprenging hefur orðið í dauðsföllum af völdum sykursýki 2 undanfarin ár. „Við viljum, og það kemur fram í stjórnarsáttmálanum, almennt leggja meiri áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Það hefur auðvitað verið sú tilhneiging að setja mesta áherslu á sjúkrahúsþjónustuna sjálfa, en minna á forvarnarþáttinn. Góð heilsa snýst um þrennt; forvarnir og lýðheilsu, sjúkrahúsið og heilsugæsluna og svo eftirfylgni og endurhæfingu.“ Á tuttugu ára tímabili, frá 1996 til ársloka í fyrra, létust 137 einstaklingar hér á landi af völdum sykursýki af tegund 2 samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknisembættisins.Þar af létust fimmtíu þeirra á síðustu fjórum árum. Dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Sykursýki herjar nú á Vesturlönd sem lífsstílstengdur sjúkdómur. Lyfjanotkun við sjúkdómnum hefur aukist um allan hinn vestræna heim á þessari öld. Hins vegar hefur þróunin á Íslandi verið nokkuð hraðari en annars staðar. Sykursýki var nokkuð fátíð hér á landi í byrjun aldarinnar miðað við hin Norðurlöndin en er nú á pari við það sem gerist í Danmörku. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld bregðist við. „Sykursýki 2 er lífsstílstengdur sjúkdómur og sú mikla sykurneysla sem á sér stað hér á landi er ekki ákjósanleg. Með einhverjum ráðum þurfum við að minnka þessa neyslu því kostnaður heilbrigðiskerfisins af þessari neyslu er orðinn töluverður,“ segir Sigríður og bætir við að sykurskattur væri eitt af stóru skrefunum til að kljást við þetta vandamál.Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er formaður Félags lýðheilsufræðinga.Fréttablaðið/Daníel„Félag lýðheilsufræðinga hefur lagt áherslu á að sykurskattur verði lagður á með breyttu sniði. Ef við byrjum á því að skattleggja sykraða gosdrykki og sælgæti myndum við sjá miklar breytingar. Vandamálið með sykurskattinn eins og hann var er að hann lagðist á ósykraða gosdrykki. Svo var hann við lýði í of stuttan tíma til að hægt væri að mæla árangurinn. Við teljum mikilvægt að leggja hann á til að sporna við þeirri þróun sem á sér stað á Íslandi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði til við síðustu tekjuáætlun að sykurskattur yrði lagður á að nýju og lét hafa eftir sér að sykurskattur væri besta leiðin til að draga úr sykurneyslu. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkar VG í ríkisstjórn, lögðu hins vegar sykurskattinn niður og hafa verið mótfallnir þessari tegund skattheimtu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að leggja eigi áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Skoðuð verði beiting efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist opin fyrir að taka upp sykurskatt. „Þetta er eitt af því sem við eigum að hafa á dagskrá þegar við ræðum hvernig við beitum hvötum í ríkisfjármálunum.“ Niðurstöður norrænnar vöktunar á mataræði, hreyfingu og holdafari sýna að neysla á sykruðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum er mest á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju. Sprenging hefur orðið í dauðsföllum af völdum sykursýki 2 undanfarin ár. „Við viljum, og það kemur fram í stjórnarsáttmálanum, almennt leggja meiri áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Það hefur auðvitað verið sú tilhneiging að setja mesta áherslu á sjúkrahúsþjónustuna sjálfa, en minna á forvarnarþáttinn. Góð heilsa snýst um þrennt; forvarnir og lýðheilsu, sjúkrahúsið og heilsugæsluna og svo eftirfylgni og endurhæfingu.“ Á tuttugu ára tímabili, frá 1996 til ársloka í fyrra, létust 137 einstaklingar hér á landi af völdum sykursýki af tegund 2 samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknisembættisins.Þar af létust fimmtíu þeirra á síðustu fjórum árum. Dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Sykursýki herjar nú á Vesturlönd sem lífsstílstengdur sjúkdómur. Lyfjanotkun við sjúkdómnum hefur aukist um allan hinn vestræna heim á þessari öld. Hins vegar hefur þróunin á Íslandi verið nokkuð hraðari en annars staðar. Sykursýki var nokkuð fátíð hér á landi í byrjun aldarinnar miðað við hin Norðurlöndin en er nú á pari við það sem gerist í Danmörku. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld bregðist við. „Sykursýki 2 er lífsstílstengdur sjúkdómur og sú mikla sykurneysla sem á sér stað hér á landi er ekki ákjósanleg. Með einhverjum ráðum þurfum við að minnka þessa neyslu því kostnaður heilbrigðiskerfisins af þessari neyslu er orðinn töluverður,“ segir Sigríður og bætir við að sykurskattur væri eitt af stóru skrefunum til að kljást við þetta vandamál.Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er formaður Félags lýðheilsufræðinga.Fréttablaðið/Daníel„Félag lýðheilsufræðinga hefur lagt áherslu á að sykurskattur verði lagður á með breyttu sniði. Ef við byrjum á því að skattleggja sykraða gosdrykki og sælgæti myndum við sjá miklar breytingar. Vandamálið með sykurskattinn eins og hann var er að hann lagðist á ósykraða gosdrykki. Svo var hann við lýði í of stuttan tíma til að hægt væri að mæla árangurinn. Við teljum mikilvægt að leggja hann á til að sporna við þeirri þróun sem á sér stað á Íslandi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði til við síðustu tekjuáætlun að sykurskattur yrði lagður á að nýju og lét hafa eftir sér að sykurskattur væri besta leiðin til að draga úr sykurneyslu. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkar VG í ríkisstjórn, lögðu hins vegar sykurskattinn niður og hafa verið mótfallnir þessari tegund skattheimtu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að leggja eigi áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Skoðuð verði beiting efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist opin fyrir að taka upp sykurskatt. „Þetta er eitt af því sem við eigum að hafa á dagskrá þegar við ræðum hvernig við beitum hvötum í ríkisfjármálunum.“ Niðurstöður norrænnar vöktunar á mataræði, hreyfingu og holdafari sýna að neysla á sykruðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum er mest á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira