„Það hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum við ríkið“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. desember 2017 18:45 Bandalag háskólamanna skorar á nýja ríkisstjórn að ganga nú þegar til viðræðna við sautján aðildarfélög bandalagsins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir óþolandi að nær engar viðræður hafi átt sér stað frá því félögin losnuðu undan gerðardómi í september. Aðildarfélögin sautján hafa það sameiginlegt að vera verkalýðsfélög háskólamenntaðra launþega en félögin ásamt Bandalagi háskólamanna boðuðu til morgunverðarfundar með félagsmönnum sínum á Grand hótel Reykjavík í morgun þar sem kjaramál voru til umræðu. Samninganefndir aðildarfélaganna hafa átt í kjaraviðræðum við ríkið frá árinu 2014 en síðustu þrjá mánuði hefur ekkert gerst eða frá því félögin losnuðu undan gerðardómi. Formaður BHM segir að við það verði ekki unað. „Það hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum við ríkið í haust og í rauninni er staðan orðin óþolandi. Við fáum litla sem enga hlustun á kröfur sem að viðsemjandi okkar þekkir vel og hafa verið á borðinu árum saman,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Aðildarfélögin hafa fengið tilboð frá ríkinu en Þórunn segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á milli viðsemjenda. Þegar formenn flokkanna þriggja sem nú mynda nýja ríkisstjórn áttu í samningaviðræðum um myndun hennar kölluðu þeir til sín aðila vinnumarkaðarins en eitt stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að halda friði á vinnumarkaði. „Við fengum einn fund með formönnunum. Það var ágætis fundur, þar sem að við fengum að koma helstu sjónarmiðum okkar á framfæri. Það hefur mikið verið rætt um frið á vinnumarkaði og stöðugleika þetta haustið, bæði fyrir kosningarnar og í þessari stjórnarmyndun. Núna viljum við að sjá nýja ríkisstjórn standa við stóru orðin,“ segir Þórunn. Framhaldsskólakennarar hafa vísað kjarasamningum sínum til ríkissáttasemjara og samningar grunnskólakennara losnuðu í dag. Á næsta ári losna áttatíu aðrir kjarasamningar á vinnumarkaði. Í dag sendi BHM áskorun til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að gengið verði þegar til kjarasamninga og að hlustað verði á kröfur aðildarfélaganna. Þeir sem eru á lægstu laununum hjá ríkinu eru með undir fjögur hundruð þúsund í laun á mánuði en lágmarkslaun í landi stefna í að verða þrjúhundruðþúsund krónur. „Það sjá það allir að það verður ekki við það unandi að fólk sem hefur lagt á sig að fara í háskólanám sé á berstrípuðum lágmarkslaunum,“ segir Þórunn. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Bandalag háskólamanna skorar á nýja ríkisstjórn að ganga nú þegar til viðræðna við sautján aðildarfélög bandalagsins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir óþolandi að nær engar viðræður hafi átt sér stað frá því félögin losnuðu undan gerðardómi í september. Aðildarfélögin sautján hafa það sameiginlegt að vera verkalýðsfélög háskólamenntaðra launþega en félögin ásamt Bandalagi háskólamanna boðuðu til morgunverðarfundar með félagsmönnum sínum á Grand hótel Reykjavík í morgun þar sem kjaramál voru til umræðu. Samninganefndir aðildarfélaganna hafa átt í kjaraviðræðum við ríkið frá árinu 2014 en síðustu þrjá mánuði hefur ekkert gerst eða frá því félögin losnuðu undan gerðardómi. Formaður BHM segir að við það verði ekki unað. „Það hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum við ríkið í haust og í rauninni er staðan orðin óþolandi. Við fáum litla sem enga hlustun á kröfur sem að viðsemjandi okkar þekkir vel og hafa verið á borðinu árum saman,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Aðildarfélögin hafa fengið tilboð frá ríkinu en Þórunn segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á milli viðsemjenda. Þegar formenn flokkanna þriggja sem nú mynda nýja ríkisstjórn áttu í samningaviðræðum um myndun hennar kölluðu þeir til sín aðila vinnumarkaðarins en eitt stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að halda friði á vinnumarkaði. „Við fengum einn fund með formönnunum. Það var ágætis fundur, þar sem að við fengum að koma helstu sjónarmiðum okkar á framfæri. Það hefur mikið verið rætt um frið á vinnumarkaði og stöðugleika þetta haustið, bæði fyrir kosningarnar og í þessari stjórnarmyndun. Núna viljum við að sjá nýja ríkisstjórn standa við stóru orðin,“ segir Þórunn. Framhaldsskólakennarar hafa vísað kjarasamningum sínum til ríkissáttasemjara og samningar grunnskólakennara losnuðu í dag. Á næsta ári losna áttatíu aðrir kjarasamningar á vinnumarkaði. Í dag sendi BHM áskorun til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að gengið verði þegar til kjarasamninga og að hlustað verði á kröfur aðildarfélaganna. Þeir sem eru á lægstu laununum hjá ríkinu eru með undir fjögur hundruð þúsund í laun á mánuði en lágmarkslaun í landi stefna í að verða þrjúhundruðþúsund krónur. „Það sjá það allir að það verður ekki við það unandi að fólk sem hefur lagt á sig að fara í háskólanám sé á berstrípuðum lágmarkslaunum,“ segir Þórunn.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira