Háskólinn grípur til aðgerða vegna kynferðislegrar áreitni Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 11:37 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Pjetur Háskóli Íslands hyggst grípa til aðgerða til að bregðast við fréttum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi gegn konum í vísindum. Í yfirlýsingu segja konurnar frá eigin reynslu þeirra af áreitni, þöggun og lítilsvirðingu í störfum sínum. Í yfirlýsingunni segir Jón Atli að mikilvægt sé að háskólasamfélagið hlusti á þessar raddir og bregðist við af fullri alvöru. Ábyrgð stjórnenda sé þar mikil. „Því vil ég taka skýrt fram að stjórnendur Háskóla Íslands standa með þolendunum og taka málstað þeirra alvarlega. Kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið undir neinum kringumstæðum við Háskólann og getur slík hegðun leitt til áminningar og brottreksturs þeirra sem af sér brjóta,“ segir Jón Atli. Rektor segir að stjórnendur skólans munu ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Vinna sé þegar hafin við að skoða með hvaða móti sé hægt að fyrirbyggja og taka á vandamálinu til viðbótar við þær aðgerðir og úrræði sem nú þegar eru til staðar innan skólans. Endurskoðun jafnréttisáætlunar skólans stendur nú yfir og verður tekið mið af upplifun þolenda kynferðisofbeldis og áreitni í þeirri vinnu, segir í yfirlýsingu rektors. Þessar aðgerðir verða hluti af þeirri áætlun og verður ráðist í þær á næstunni: Fulltrúar kvenna í vísindum hafa kallað eftir því að umfang og eðli vandamálsins verði rannsakað ítarlega. Háskólinn lýsir sig reiðubúinn til að koma að því verkefni. Gerð verður könnun meðal nemenda og starfsfólks um kynferðislega áreitni og ofbeldi í Háskóla Íslands þar sem skoðað verður hvort konur og jaðarsettir hópar upplifi óvirðingu í samskiptum og samstarfi innan skólans. Háskólinn mun standa fyrir reglulegri fræðslu í kennslustundum til að auka þekkingu nemenda á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og verða þar kynnt þau úrræði sem skólinn hefur yfir að ráða. Skoðaðar verða leiðir til að koma í veg fyrir óviðeigandi og meiðandi ummæli í kennslukönnunum. Skipulögð verða námskeið fyrir allt starfsfólk Háskóla Íslands um gagnkvæma virðingu í samskiptum og hvernig megi fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi innan háskólasamfélagsins. Þegar horft er til langs tíma skiptir máli hvaða veganesti næstu kynslóðir fá þegar kemur að virðingu í samskiptum kynjanna. Því mun Háskóli Íslands skoða hvernig megi tryggja að þekking á jafnréttismálum verði hluti af kennara- og leikskólakennaranámi innan skólans. Ég hef nú þegar skipað starfshóp til að kanna hvaða frekari aðgerða sé þörf og mun starfshópurinn hafa samráð við fulltrúa kvenna í vísindum, fulltrúa nemenda og fagráð Háskóla Íslands. Að lokum vil ég segja að það er mikilvægt að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands geti treyst því að vera örugg á vettvangi skólans, að þau séu metin að verðleikum og að þeirra rödd skipti máli. Því er mér ofarlega í huga þakklæti til þeirra kvenna sem hafa stigið fram og ég dáist að styrk þeirra. Heiðurinn er þeirra en skömmin er gerendanna,“ segir Jón Atli. MeToo Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Háskóli Íslands hyggst grípa til aðgerða til að bregðast við fréttum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi gegn konum í vísindum. Í yfirlýsingu segja konurnar frá eigin reynslu þeirra af áreitni, þöggun og lítilsvirðingu í störfum sínum. Í yfirlýsingunni segir Jón Atli að mikilvægt sé að háskólasamfélagið hlusti á þessar raddir og bregðist við af fullri alvöru. Ábyrgð stjórnenda sé þar mikil. „Því vil ég taka skýrt fram að stjórnendur Háskóla Íslands standa með þolendunum og taka málstað þeirra alvarlega. Kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið undir neinum kringumstæðum við Háskólann og getur slík hegðun leitt til áminningar og brottreksturs þeirra sem af sér brjóta,“ segir Jón Atli. Rektor segir að stjórnendur skólans munu ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Vinna sé þegar hafin við að skoða með hvaða móti sé hægt að fyrirbyggja og taka á vandamálinu til viðbótar við þær aðgerðir og úrræði sem nú þegar eru til staðar innan skólans. Endurskoðun jafnréttisáætlunar skólans stendur nú yfir og verður tekið mið af upplifun þolenda kynferðisofbeldis og áreitni í þeirri vinnu, segir í yfirlýsingu rektors. Þessar aðgerðir verða hluti af þeirri áætlun og verður ráðist í þær á næstunni: Fulltrúar kvenna í vísindum hafa kallað eftir því að umfang og eðli vandamálsins verði rannsakað ítarlega. Háskólinn lýsir sig reiðubúinn til að koma að því verkefni. Gerð verður könnun meðal nemenda og starfsfólks um kynferðislega áreitni og ofbeldi í Háskóla Íslands þar sem skoðað verður hvort konur og jaðarsettir hópar upplifi óvirðingu í samskiptum og samstarfi innan skólans. Háskólinn mun standa fyrir reglulegri fræðslu í kennslustundum til að auka þekkingu nemenda á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og verða þar kynnt þau úrræði sem skólinn hefur yfir að ráða. Skoðaðar verða leiðir til að koma í veg fyrir óviðeigandi og meiðandi ummæli í kennslukönnunum. Skipulögð verða námskeið fyrir allt starfsfólk Háskóla Íslands um gagnkvæma virðingu í samskiptum og hvernig megi fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi innan háskólasamfélagsins. Þegar horft er til langs tíma skiptir máli hvaða veganesti næstu kynslóðir fá þegar kemur að virðingu í samskiptum kynjanna. Því mun Háskóli Íslands skoða hvernig megi tryggja að þekking á jafnréttismálum verði hluti af kennara- og leikskólakennaranámi innan skólans. Ég hef nú þegar skipað starfshóp til að kanna hvaða frekari aðgerða sé þörf og mun starfshópurinn hafa samráð við fulltrúa kvenna í vísindum, fulltrúa nemenda og fagráð Háskóla Íslands. Að lokum vil ég segja að það er mikilvægt að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands geti treyst því að vera örugg á vettvangi skólans, að þau séu metin að verðleikum og að þeirra rödd skipti máli. Því er mér ofarlega í huga þakklæti til þeirra kvenna sem hafa stigið fram og ég dáist að styrk þeirra. Heiðurinn er þeirra en skömmin er gerendanna,“ segir Jón Atli.
MeToo Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00