Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2017 15:32 Atla Rafn Sigurðarsyni hefur verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Vísir/Ernir Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu, sem hann segir þarfa umræðu í samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atla Rafni. Hann segir að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar séu, frá hvaða tíma, hverjir eigi í hlut né nokkuð annað sem geri það að verkum að hann geti tjáð sig um þær. Þess vegna muni hann ekki tjá sig frekar um málið. Hann þakkar starfsfólki Borgarleikhússins fyrir samstarfið og segist harma að það hafi endað á þessum nótum. Vísir greindi frá því í morgun að Atla Rafni hefði verið sagt upp störfum vegna ásakana sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna.Jólasýningunni frestað Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Borgarleikhúsið sendi frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns fyrr í dag. Þar segir að ákvörðunin hafi verið vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli. Stjórn leikfélags Reykjavíkur og leikhússtjóri voru einhuga um ákvörðunina. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og staðfestir leikhúsið í tilkynningunni að það sé vegna breytingar á leikarahópi Medeu og að einum af aðalleikurum sýningarinnar hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Ný dagsetning á frumsýningu Medeu verður tilkynnt síðar.Yifrlýsing Atla Rafns:Í fjölmiðlum í dag kom fram að mér hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Brottreksturinn kemur til vegna nafnlausra ásakana á hendur mér, sem tengjast þeirri þörfu umræðu í samfélaginu sem kennd er við „Me Too“.Mér hefur ekki verið greint frá því hvers eðlis þær ásakanir eru, frá hvaða tíma, hverjir eiga í hlut, né nokkuð annað sem getur gert það að verkum að ég geti tjáð mig um þær. Vegna þess mun ég ekki tjá mig frekar um málið.Ég þakka starfsfólki Borgarleikhússins kærlega fyrir samstarfið og harma að það hafi endað á þessum nótum. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu MeToo Tengdar fréttir Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu, sem hann segir þarfa umræðu í samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atla Rafni. Hann segir að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar séu, frá hvaða tíma, hverjir eigi í hlut né nokkuð annað sem geri það að verkum að hann geti tjáð sig um þær. Þess vegna muni hann ekki tjá sig frekar um málið. Hann þakkar starfsfólki Borgarleikhússins fyrir samstarfið og segist harma að það hafi endað á þessum nótum. Vísir greindi frá því í morgun að Atla Rafni hefði verið sagt upp störfum vegna ásakana sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna.Jólasýningunni frestað Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Borgarleikhúsið sendi frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns fyrr í dag. Þar segir að ákvörðunin hafi verið vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli. Stjórn leikfélags Reykjavíkur og leikhússtjóri voru einhuga um ákvörðunina. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og staðfestir leikhúsið í tilkynningunni að það sé vegna breytingar á leikarahópi Medeu og að einum af aðalleikurum sýningarinnar hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Ný dagsetning á frumsýningu Medeu verður tilkynnt síðar.Yifrlýsing Atla Rafns:Í fjölmiðlum í dag kom fram að mér hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Brottreksturinn kemur til vegna nafnlausra ásakana á hendur mér, sem tengjast þeirri þörfu umræðu í samfélaginu sem kennd er við „Me Too“.Mér hefur ekki verið greint frá því hvers eðlis þær ásakanir eru, frá hvaða tíma, hverjir eiga í hlut, né nokkuð annað sem getur gert það að verkum að ég geti tjáð mig um þær. Vegna þess mun ég ekki tjá mig frekar um málið.Ég þakka starfsfólki Borgarleikhússins kærlega fyrir samstarfið og harma að það hafi endað á þessum nótum.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu MeToo Tengdar fréttir Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00
Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32