Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2017 15:32 Atla Rafn Sigurðarsyni hefur verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Vísir/Ernir Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu, sem hann segir þarfa umræðu í samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atla Rafni. Hann segir að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar séu, frá hvaða tíma, hverjir eigi í hlut né nokkuð annað sem geri það að verkum að hann geti tjáð sig um þær. Þess vegna muni hann ekki tjá sig frekar um málið. Hann þakkar starfsfólki Borgarleikhússins fyrir samstarfið og segist harma að það hafi endað á þessum nótum. Vísir greindi frá því í morgun að Atla Rafni hefði verið sagt upp störfum vegna ásakana sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna.Jólasýningunni frestað Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Borgarleikhúsið sendi frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns fyrr í dag. Þar segir að ákvörðunin hafi verið vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli. Stjórn leikfélags Reykjavíkur og leikhússtjóri voru einhuga um ákvörðunina. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og staðfestir leikhúsið í tilkynningunni að það sé vegna breytingar á leikarahópi Medeu og að einum af aðalleikurum sýningarinnar hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Ný dagsetning á frumsýningu Medeu verður tilkynnt síðar.Yifrlýsing Atla Rafns:Í fjölmiðlum í dag kom fram að mér hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Brottreksturinn kemur til vegna nafnlausra ásakana á hendur mér, sem tengjast þeirri þörfu umræðu í samfélaginu sem kennd er við „Me Too“.Mér hefur ekki verið greint frá því hvers eðlis þær ásakanir eru, frá hvaða tíma, hverjir eiga í hlut, né nokkuð annað sem getur gert það að verkum að ég geti tjáð mig um þær. Vegna þess mun ég ekki tjá mig frekar um málið.Ég þakka starfsfólki Borgarleikhússins kærlega fyrir samstarfið og harma að það hafi endað á þessum nótum. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu MeToo Tengdar fréttir Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu, sem hann segir þarfa umræðu í samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atla Rafni. Hann segir að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar séu, frá hvaða tíma, hverjir eigi í hlut né nokkuð annað sem geri það að verkum að hann geti tjáð sig um þær. Þess vegna muni hann ekki tjá sig frekar um málið. Hann þakkar starfsfólki Borgarleikhússins fyrir samstarfið og segist harma að það hafi endað á þessum nótum. Vísir greindi frá því í morgun að Atla Rafni hefði verið sagt upp störfum vegna ásakana sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna.Jólasýningunni frestað Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Borgarleikhúsið sendi frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns fyrr í dag. Þar segir að ákvörðunin hafi verið vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli. Stjórn leikfélags Reykjavíkur og leikhússtjóri voru einhuga um ákvörðunina. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og staðfestir leikhúsið í tilkynningunni að það sé vegna breytingar á leikarahópi Medeu og að einum af aðalleikurum sýningarinnar hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Ný dagsetning á frumsýningu Medeu verður tilkynnt síðar.Yifrlýsing Atla Rafns:Í fjölmiðlum í dag kom fram að mér hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Brottreksturinn kemur til vegna nafnlausra ásakana á hendur mér, sem tengjast þeirri þörfu umræðu í samfélaginu sem kennd er við „Me Too“.Mér hefur ekki verið greint frá því hvers eðlis þær ásakanir eru, frá hvaða tíma, hverjir eiga í hlut, né nokkuð annað sem getur gert það að verkum að ég geti tjáð mig um þær. Vegna þess mun ég ekki tjá mig frekar um málið.Ég þakka starfsfólki Borgarleikhússins kærlega fyrir samstarfið og harma að það hafi endað á þessum nótum.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu MeToo Tengdar fréttir Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00
Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32