Lífeindafræðingar orðið fyrir líkamstjóni vegna myglu Baldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Lífeindafræðingar á samstöðufundi 2012. Skort hefur á nýliðun í stéttinni. vísir/gva Í umsögn Félags lífeindafræðinga um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar segir að „fjöldi lífeindafræðinga“ hafi nú þegar beðið skaða af störfum sínum í rannsóknarhúsi sex og sjö á Landspítalanum, þar sem starfsstöð lífeindafræðinga hafi um langa hríð verið til húsa. Í umsögninni er tekið fram að það sé gleðilegt og nauðsynlegt að Landspítalinn fái sérstakt framlag vegna viðhalds vegna myglu. Viðgerðin sé löngu tímabær og hún þoli ekki bið. Húsið hafi verið dæmt ónýtt vegna myglu. „Fjöldi lífeindafræðinga hefur nú þegar beðið skaða af störfum sínum í húsnæðinu og er til skammar að ríkið skuli ekki taka ábyrgð á því tjóni sem starfsmenn verða fyrir en mygla er hvorki skilgreind sem atvinnusjúkdómur né fá starfsmenn nokkrar bætur fyrir það líkamstjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfa sinna í ónýtu húsnæðinu,“ segir í umsögninni. Þar kemur fram að sumir þeirra eigi ekki afturkvæmt á vinnumarkað vegna þessa. Fram kemur að 151 lífeindafræðingur starfi á Landspítalanum en að stjórn félagsins hafi lengi haft áhyggjur af nýliðun í stéttinni. Þar vegi launamál þungt. „Einn þáttur í lítilli nýliðun lífeindafræðinga á Landspítala er lág launasetning félagsmanna en skortur á fjármagni hefur helst staðið í vegi fyrir því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar þar til að laða að unga lífeindafræðinga sem fá mun betri kjör á almennum vinnumarkaði og eru auk þess eftirsóttir fagmenn,“ segir í umsögninni. Vonir félagsins standi til að hluti þessa 300 milljóna króna framlags til að efla mönnun í sjúkrahúsþjónustu verði nýtt til að bæta nýliðun lífeindafræðinga á Landspítalanum. Í umsöginni segir einnig að æskilegt hefði verið að fjármunum hefði einnig verið ráðstafað til að ráðast í slíkt átak á öðrum vinnustöðum lífeindafræðinga; á Sjúkrahúsinu á Akureyri og heilbrigðisstofnunum víða á landsbyggðinni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Í umsögn Félags lífeindafræðinga um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar segir að „fjöldi lífeindafræðinga“ hafi nú þegar beðið skaða af störfum sínum í rannsóknarhúsi sex og sjö á Landspítalanum, þar sem starfsstöð lífeindafræðinga hafi um langa hríð verið til húsa. Í umsögninni er tekið fram að það sé gleðilegt og nauðsynlegt að Landspítalinn fái sérstakt framlag vegna viðhalds vegna myglu. Viðgerðin sé löngu tímabær og hún þoli ekki bið. Húsið hafi verið dæmt ónýtt vegna myglu. „Fjöldi lífeindafræðinga hefur nú þegar beðið skaða af störfum sínum í húsnæðinu og er til skammar að ríkið skuli ekki taka ábyrgð á því tjóni sem starfsmenn verða fyrir en mygla er hvorki skilgreind sem atvinnusjúkdómur né fá starfsmenn nokkrar bætur fyrir það líkamstjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfa sinna í ónýtu húsnæðinu,“ segir í umsögninni. Þar kemur fram að sumir þeirra eigi ekki afturkvæmt á vinnumarkað vegna þessa. Fram kemur að 151 lífeindafræðingur starfi á Landspítalanum en að stjórn félagsins hafi lengi haft áhyggjur af nýliðun í stéttinni. Þar vegi launamál þungt. „Einn þáttur í lítilli nýliðun lífeindafræðinga á Landspítala er lág launasetning félagsmanna en skortur á fjármagni hefur helst staðið í vegi fyrir því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar þar til að laða að unga lífeindafræðinga sem fá mun betri kjör á almennum vinnumarkaði og eru auk þess eftirsóttir fagmenn,“ segir í umsögninni. Vonir félagsins standi til að hluti þessa 300 milljóna króna framlags til að efla mönnun í sjúkrahúsþjónustu verði nýtt til að bæta nýliðun lífeindafræðinga á Landspítalanum. Í umsöginni segir einnig að æskilegt hefði verið að fjármunum hefði einnig verið ráðstafað til að ráðast í slíkt átak á öðrum vinnustöðum lífeindafræðinga; á Sjúkrahúsinu á Akureyri og heilbrigðisstofnunum víða á landsbyggðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira