Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 10:01 Börn að leik í snjónum sem lagðist yfir á suðvesturhorninu í lok október. Vísir/Anton Brink Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir „allar líkur vera á myndun snjókomubakka undan Suðurlandi“ með tilheyrandi snjókomu næsta sólarhringinn. Veðurstofan segir útlit fyrir él á Norður- og Austurlandi í dag og snjókomu með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi á morgun. Í færslu á Facebook nú í morgun segir Einar fyrrnefndan snjókomubakka myndast yfir tiltölulega hlýjum sjónum, en undir áhrifum kuldans frá landinu. Kunnuglegir „djöflar“ í kortunum „Röð spá-tunglmynda á 3 klst. fresti frá kl. 15 í dag til miðnættis annað kvöld, sýna ágætlega hvað þarna er á ferðinni. Um er að ræða myndun skammlífrar smálægðar, þar sem skýin ná ekki svo hátt til lofts. Við þekkjum ágætlega ólíkindi svona "djöfla", og alls ekki á vísan að róa með spálíkönin,“ skrifar Einar. Séu gögnin frá í morgun túlkuð bókstaflega sé útlit fyrir logndrífa um allt Suðurland síðdegis á morgun og vestur yfir Hellisheiði. Bakinn nær síðan til Faxaflóa annað kvöld,“ skrifar Einar sem segir að þetta gæti þýtt að það falli talsverður snjór, allt að 30 sentímetra djúpum í lágsveitum Suðurlands og í Þrengslum í grennd við Selfoss og í Grímsnesi. Minni snjór gæti verið suður með sjó en á höfuðborgarsvæðinu gæti verið um að ræða tíu sentímetra annað kvöld og aðfararnótt sunnudags. Einar gerir þó þann fyrirvara að spágildin gætu öll tekið breytingum síðar í dag. Spá Veðurstofu Íslands er af svipuðu meiði en samkvæmt veðurhorfum ríkir orðan 8 til 15 metrar á sekúndu en allt að 20 metrar á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða og frost 3 til 8 stig. Dregur svo úr vindi síðdegis og styttir upp í kvöld en herðir á frosti. Þurrt en kalt á morgun „Nú með morgninum er útlit fyrir norðanátt hjá okkur, víða á bilinu 8-15 m/s, en 13-20 (allhvass eða hvass vindur) á austanverðu landinu. Það gengur á með éljum á Norður- og Austurlandi. Léttskýjað og fallegt veður sunnan heiða. Kuldinn bítur í kinnar, frost yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig í dag. Síðdegis dregur úr vindi og í kvöld styttir upp. Norðanáttin hefur fært kalt heimskautaloft yfir landið. Við aðstæður eins og í kvöld og nótt, í hægum vindi og léttskýjuðu veðri, getur neðsta lag lofthjúpsins kólnað enn frekar vegna útgeislunar. Við gerum sem sagt ráð fyrir að það herði enn á frostinu í kvöld og nótt og líklegt að það nái 20 stigum á nokkrum völdum mælistöðvum, einkum þar sem lægðir eru í landslagi og kalda loftið getur legið kyrrt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Morgundagurinn heilsar væntanlega þurr og mjög kaldur. Spár gera síðan ráð fyrir að snjókomubakki komin inn á Suðausturland og Suðurland og með fylgi austlæg átt c.a. á bilinu 8-13 m/s. Dregur úr frostinu á þessum slóðum þegar bakkinn kemur á land.“ Veður Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Í færslu á Facebook nú í morgun segir Einar fyrrnefndan snjókomubakka myndast yfir tiltölulega hlýjum sjónum, en undir áhrifum kuldans frá landinu. Kunnuglegir „djöflar“ í kortunum „Röð spá-tunglmynda á 3 klst. fresti frá kl. 15 í dag til miðnættis annað kvöld, sýna ágætlega hvað þarna er á ferðinni. Um er að ræða myndun skammlífrar smálægðar, þar sem skýin ná ekki svo hátt til lofts. Við þekkjum ágætlega ólíkindi svona "djöfla", og alls ekki á vísan að róa með spálíkönin,“ skrifar Einar. Séu gögnin frá í morgun túlkuð bókstaflega sé útlit fyrir logndrífa um allt Suðurland síðdegis á morgun og vestur yfir Hellisheiði. Bakinn nær síðan til Faxaflóa annað kvöld,“ skrifar Einar sem segir að þetta gæti þýtt að það falli talsverður snjór, allt að 30 sentímetra djúpum í lágsveitum Suðurlands og í Þrengslum í grennd við Selfoss og í Grímsnesi. Minni snjór gæti verið suður með sjó en á höfuðborgarsvæðinu gæti verið um að ræða tíu sentímetra annað kvöld og aðfararnótt sunnudags. Einar gerir þó þann fyrirvara að spágildin gætu öll tekið breytingum síðar í dag. Spá Veðurstofu Íslands er af svipuðu meiði en samkvæmt veðurhorfum ríkir orðan 8 til 15 metrar á sekúndu en allt að 20 metrar á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða og frost 3 til 8 stig. Dregur svo úr vindi síðdegis og styttir upp í kvöld en herðir á frosti. Þurrt en kalt á morgun „Nú með morgninum er útlit fyrir norðanátt hjá okkur, víða á bilinu 8-15 m/s, en 13-20 (allhvass eða hvass vindur) á austanverðu landinu. Það gengur á með éljum á Norður- og Austurlandi. Léttskýjað og fallegt veður sunnan heiða. Kuldinn bítur í kinnar, frost yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig í dag. Síðdegis dregur úr vindi og í kvöld styttir upp. Norðanáttin hefur fært kalt heimskautaloft yfir landið. Við aðstæður eins og í kvöld og nótt, í hægum vindi og léttskýjuðu veðri, getur neðsta lag lofthjúpsins kólnað enn frekar vegna útgeislunar. Við gerum sem sagt ráð fyrir að það herði enn á frostinu í kvöld og nótt og líklegt að það nái 20 stigum á nokkrum völdum mælistöðvum, einkum þar sem lægðir eru í landslagi og kalda loftið getur legið kyrrt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Morgundagurinn heilsar væntanlega þurr og mjög kaldur. Spár gera síðan ráð fyrir að snjókomubakki komin inn á Suðausturland og Suðurland og með fylgi austlæg átt c.a. á bilinu 8-13 m/s. Dregur úr frostinu á þessum slóðum þegar bakkinn kemur á land.“
Veður Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira