Eldri borgarar geti lifað með reisn af lífeyri sínum án þess að vera á vinnumarkaðinum Björgvin Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 07:00 Ég hef unnið að málefnum eldri borgara í 14 ár. Ég lét af störfum fyrir 15 árum fyrir aldurs sakir og hef mestallan tímann síðan unnið að málefnum eldri borgara, í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík, sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvk og með því að skrifa greinar í dagblöðin um málefni aldraðra. Ég hef nokkuð góða yfirsýn yfir þennan málaflokk og tel mig hafa þokkalega þekkingu á honum. Því miður er dómur minn sá, að allir stjórnmálaflokkar hafa brugðist eldri borgurum. Það er alveg sama hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd; þeir hafa allir hundsað aldraða. Ástæðan er sérstakt rannsóknarefni. Hún er óskiljanleg. Það er hins vegar misjafnt hvað stjórnvöld þykjast gera mikið fyrir eldri borgara. Sumar ríkisstjórnir berja sér á brjóst og látast vera að vinna mikil afrek fyrir aldraða. En yfirleitt er engin innistæða fyrir þeirri afrekaskrá. Eldri borgarar vona alltaf, að breyting verði á og einstaka sinnum láta ráðamenn einhverja mola falla af borðum til aldraðra. En það hvarflar ekki að ráðamönnum að taka sér tak í þessum málaflokki og gerbreyta um stefnu, lyfta kjörum aldraðra svo myndarlega upp, að eldri borgarar geti lifað með reisn síðasta æviskeið sitt.Ný stjórn eins og eldri stjórnir Ný ríkisstjórn, sem var að taka við völdum, er ekki frábrugðin fyrri stjórnum í þessu efni. Hún fetar troðnar slóðir; gerir ekkert fyrir eldri borgara. Það eina bitastæða, sem mátti sjá í stjórnarsáttmálanum varðandi eldri borgara, var það, að þeir mættu vinna örlítið lengur en áður án þess að tryggingalífeyrir þeirra yrði skertur. Rétt eins og aldraðir, sem búnir eru að vera á vinnumarkaði alla sína starfsævi, vilji helst fá að vinna meira, þegar þeir eru komnir á eftirlaunaaldur. Fyrsta krafan er að sjálfsögðu sú, að eldri borgarar geti lifað af lífeyri sínum án þess að vera á vinnumarkaðnum. En það er engin leið að gera það í dag. 197 þús. kr. eftir skatt hafa eldri borgarar, sem eru í sambúð eða hjónabandi; eftir skatt, þeir, sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Þannig er þetta í miðju góðærinu. Og það skiptir engu þó Félag eldri borgara hafi sagt frá því, að dæmi væru um að eldri borgarar hringdu til félagsins og segðu, að þeir ættu ekki fyrir mat. Samt gera stjórnvöld ekkert; samt lætur ný stjórn málið vera. Það breytir engu þó Vinstri græn séu komin í stjórnina. Það hefði átt að laga kjör aldraðra og öryrkja á fyrsta degi ríkisstjórnarinnar með útgáfu bráðabirgðalaga. Nei, það datt ekki nýjum ráðamönnum í hug. En þeir hefðu gert það, ef banna hefði þurft verkfall. Þá hefði ekki staðið á því að gefa út bráðabirgðalög. Nú hefur fjárlagafrumvarp nýju ríkisstjórnarinnar verið lagt fram. Ekki ber það þess merki, að vinstri flokkur sé kominn í stjórnina. Frumvarpið hefði sennilega verið alveg eins þó Íhaldið og Framsókn ein hefðu lagt það fram. Allavega er frumvarpið mjög svipað frumvarpinu, sem Benedikt Jóhannesson lagði fram; örlítið meiri framlög til heilbrigðismála og menntamála en lítil framlög til barnafólks, svo sem í barnabætur og til fæðingarorlofs og húsnæðismálin alveg út undan. Ekkert er lagt til útrýmingar á fátækt eða til annarra mála, sem flokkast geta undir félagshyggju. Hálfur milljarður í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði á miðju næsta ári, sem átti að koma fyrir 8-10 árum, er ræfilslegt framlag; Kristján Þór Júlíusson lofaði sem heilbrigðisráðherra 800 millj. í þennan málaflokk sl. haust en það var svikið. Nú segist ríkisstjórnin ætla að lækka tannlæknakostnað aldraðra en eftir er að sjá hvort betur verður staðið við það en loforðið sem fyrri ríkisstjórn gaf.Ekkert gert heldur fyrir öryrkja Ég reiknaði með því, að ríkisstjórnin mundi gera eitthvað fyrir öryrkja í jólamánuðinum enda þótt lífeyrir aldraðra væri ekki hækkaður um eina krónu fyrir jólin. En því miður; svo varð ekki. Öryrkjar fengu ekki heldur neinar kjarabætur í jólamánuðinum. Öryrkjar hafa verið enn verr staddir en aldraðir frá því ný lög um almannatryggingar voru sett 1. janúar sl. Með nýju lögunum var krónu móti krónu skerðingin afnumin hjá eldri borgurum en hún var látin haldast hjá öryrkjum. Það þýddi, að ef öryrki vann sér inn nokkrar krónur, til dæmis 40 þúsund kr., var jafnhá upphæð dregin af lífeyri öryrkjans, framfærsluviðmiðinu. Öryrkinn stóð því í sömu sporum á eftir eins og hann hefði ekki unnið fyrir neinu. Þetta var forkastanlegt. Þetta var refsiaðgerð, sem ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. greip til gegn öryrkjum. Ég hefði haldið, að Vinstri græn mundu leiðrétta þennan ósóma strax fyrir jól og hækka lífeyrinn eitthvað í leiðinni, þar eð hann er svo lágur, að engin leið er að lifa af honum. Þetta gildir bæði fyrir aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Nýr félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, átti fund með fulltrúum Öryrkjabandalagsins og talaði þar fallega við þá um að hann ætlaði að bæta kjör þeirra og aðstöðu. Fulltrúar ÖBÍ fóru fullir bjartsýni frá ráðherra en vonbrigði þeirra voru mikil, þegar þeir sáu fjárlagafrumvarpið og engar kjarabætur var að finna þar þeim til handa í jólamánuðinum. Því miður ætla Vinstri græn að staðfesta kenningu mína um, að það sé alveg sama hvaða flokkur sé í stjórn: Þeir hundsa allir eldri borgara og raunar öryrkja einnig. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef unnið að málefnum eldri borgara í 14 ár. Ég lét af störfum fyrir 15 árum fyrir aldurs sakir og hef mestallan tímann síðan unnið að málefnum eldri borgara, í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík, sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvk og með því að skrifa greinar í dagblöðin um málefni aldraðra. Ég hef nokkuð góða yfirsýn yfir þennan málaflokk og tel mig hafa þokkalega þekkingu á honum. Því miður er dómur minn sá, að allir stjórnmálaflokkar hafa brugðist eldri borgurum. Það er alveg sama hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd; þeir hafa allir hundsað aldraða. Ástæðan er sérstakt rannsóknarefni. Hún er óskiljanleg. Það er hins vegar misjafnt hvað stjórnvöld þykjast gera mikið fyrir eldri borgara. Sumar ríkisstjórnir berja sér á brjóst og látast vera að vinna mikil afrek fyrir aldraða. En yfirleitt er engin innistæða fyrir þeirri afrekaskrá. Eldri borgarar vona alltaf, að breyting verði á og einstaka sinnum láta ráðamenn einhverja mola falla af borðum til aldraðra. En það hvarflar ekki að ráðamönnum að taka sér tak í þessum málaflokki og gerbreyta um stefnu, lyfta kjörum aldraðra svo myndarlega upp, að eldri borgarar geti lifað með reisn síðasta æviskeið sitt.Ný stjórn eins og eldri stjórnir Ný ríkisstjórn, sem var að taka við völdum, er ekki frábrugðin fyrri stjórnum í þessu efni. Hún fetar troðnar slóðir; gerir ekkert fyrir eldri borgara. Það eina bitastæða, sem mátti sjá í stjórnarsáttmálanum varðandi eldri borgara, var það, að þeir mættu vinna örlítið lengur en áður án þess að tryggingalífeyrir þeirra yrði skertur. Rétt eins og aldraðir, sem búnir eru að vera á vinnumarkaði alla sína starfsævi, vilji helst fá að vinna meira, þegar þeir eru komnir á eftirlaunaaldur. Fyrsta krafan er að sjálfsögðu sú, að eldri borgarar geti lifað af lífeyri sínum án þess að vera á vinnumarkaðnum. En það er engin leið að gera það í dag. 197 þús. kr. eftir skatt hafa eldri borgarar, sem eru í sambúð eða hjónabandi; eftir skatt, þeir, sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Þannig er þetta í miðju góðærinu. Og það skiptir engu þó Félag eldri borgara hafi sagt frá því, að dæmi væru um að eldri borgarar hringdu til félagsins og segðu, að þeir ættu ekki fyrir mat. Samt gera stjórnvöld ekkert; samt lætur ný stjórn málið vera. Það breytir engu þó Vinstri græn séu komin í stjórnina. Það hefði átt að laga kjör aldraðra og öryrkja á fyrsta degi ríkisstjórnarinnar með útgáfu bráðabirgðalaga. Nei, það datt ekki nýjum ráðamönnum í hug. En þeir hefðu gert það, ef banna hefði þurft verkfall. Þá hefði ekki staðið á því að gefa út bráðabirgðalög. Nú hefur fjárlagafrumvarp nýju ríkisstjórnarinnar verið lagt fram. Ekki ber það þess merki, að vinstri flokkur sé kominn í stjórnina. Frumvarpið hefði sennilega verið alveg eins þó Íhaldið og Framsókn ein hefðu lagt það fram. Allavega er frumvarpið mjög svipað frumvarpinu, sem Benedikt Jóhannesson lagði fram; örlítið meiri framlög til heilbrigðismála og menntamála en lítil framlög til barnafólks, svo sem í barnabætur og til fæðingarorlofs og húsnæðismálin alveg út undan. Ekkert er lagt til útrýmingar á fátækt eða til annarra mála, sem flokkast geta undir félagshyggju. Hálfur milljarður í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði á miðju næsta ári, sem átti að koma fyrir 8-10 árum, er ræfilslegt framlag; Kristján Þór Júlíusson lofaði sem heilbrigðisráðherra 800 millj. í þennan málaflokk sl. haust en það var svikið. Nú segist ríkisstjórnin ætla að lækka tannlæknakostnað aldraðra en eftir er að sjá hvort betur verður staðið við það en loforðið sem fyrri ríkisstjórn gaf.Ekkert gert heldur fyrir öryrkja Ég reiknaði með því, að ríkisstjórnin mundi gera eitthvað fyrir öryrkja í jólamánuðinum enda þótt lífeyrir aldraðra væri ekki hækkaður um eina krónu fyrir jólin. En því miður; svo varð ekki. Öryrkjar fengu ekki heldur neinar kjarabætur í jólamánuðinum. Öryrkjar hafa verið enn verr staddir en aldraðir frá því ný lög um almannatryggingar voru sett 1. janúar sl. Með nýju lögunum var krónu móti krónu skerðingin afnumin hjá eldri borgurum en hún var látin haldast hjá öryrkjum. Það þýddi, að ef öryrki vann sér inn nokkrar krónur, til dæmis 40 þúsund kr., var jafnhá upphæð dregin af lífeyri öryrkjans, framfærsluviðmiðinu. Öryrkinn stóð því í sömu sporum á eftir eins og hann hefði ekki unnið fyrir neinu. Þetta var forkastanlegt. Þetta var refsiaðgerð, sem ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. greip til gegn öryrkjum. Ég hefði haldið, að Vinstri græn mundu leiðrétta þennan ósóma strax fyrir jól og hækka lífeyrinn eitthvað í leiðinni, þar eð hann er svo lágur, að engin leið er að lifa af honum. Þetta gildir bæði fyrir aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Nýr félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, átti fund með fulltrúum Öryrkjabandalagsins og talaði þar fallega við þá um að hann ætlaði að bæta kjör þeirra og aðstöðu. Fulltrúar ÖBÍ fóru fullir bjartsýni frá ráðherra en vonbrigði þeirra voru mikil, þegar þeir sáu fjárlagafrumvarpið og engar kjarabætur var að finna þar þeim til handa í jólamánuðinum. Því miður ætla Vinstri græn að staðfesta kenningu mína um, að það sé alveg sama hvaða flokkur sé í stjórn: Þeir hundsa allir eldri borgara og raunar öryrkja einnig. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun