Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 17. desember 2017 21:00 Elísabet fær margar fyrirspurnir um börn og orkudrykkjanotkun þeirra Vísir/skjáskot Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. NOCCO eru sykur- og kolvetnislausir drykkir sem innihalda BCAA amínósýrur. Á Nútímanum kemur fram að yfir þrjár milljónir dósa hafi verið fluttar inn á þessu ári - en það eru um níu dósir á hvern Íslending. Heildsalinn sem flytur drykkinn inn segir Íslendinga klárlega eiga heimsmet í drykkju á Nocco ef miðað er við höfðatölu. Hægt er að fá drykkinn með mismunandi koffínmagni víða í heiminum. Koffínlausan, með 105 mg af koffíni og allt upp í 180 mg í hverri dós. Til samanburðar er 165 milligrömm af koffíni í sama magni af kaffi og 23 milligrömm í sama magni af kóladrykk. Ársæll Þór Bjarnason, eigandi heildverslunarinnar Core sem flytur inn drykkinn, bendir þó á í samtali við fréttastofu að Nocco með mesta koffínmagninu, 180 mg, fáist ekki á Íslandi. „Við seljum ekki 180 mg koffín Nocco hér,“ segir Ársæll í samtali við fréttastofu. „Það er ekki leyfilegt að selja nema 105.“ Hann segir að þetta hafi verið selt hér um tíma en það hafi verið fyrir mistök og hafi verið tekið úr sölu. Ekki sé hægt að kaupa 180 mg koffín Nocco á Íslandi eins og er. „Það er komin undanþága fyrir því en hún er ekki komin í sölu.“ Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, hefur áhyggjur af því að ávanabindandi orkudrykkir séu í tísku hjá börnum og unglingum. „Ég hef haldið fyrirliestra fyrir íþróttafélög og þetta er alltaf áhyggjuefnið, og er ég beðin um að leiðbeina krökkunum. Málið er að fólk heldur að það verði betra í íþróttum með því að drekka orkudrykki," segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun ætti sjö ára barn sem er 24 kíló ekki að neyta meira en 60 milligramma af koffíni. Einn Nocco með 180 milligrömmum af koffíni er því þrefaldur dagskammtur. Elísabet segir að hlúa þurfi að grunnþörfunum enda sé ekki eðlilegt að fólk þurfi stöðugt að ná sér í aukaorku yfir daginn. „Það er eitthvað annað sem við þurfum að grípa inn í. Næra okkur rétt, sofa og sinna okkur andlega. Koffínið er slæm redding. Enda getur það haft slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og stresshormón. Þannig að þetta er ekki góð redding til lengdar og ekki í miklu magni. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira
Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. NOCCO eru sykur- og kolvetnislausir drykkir sem innihalda BCAA amínósýrur. Á Nútímanum kemur fram að yfir þrjár milljónir dósa hafi verið fluttar inn á þessu ári - en það eru um níu dósir á hvern Íslending. Heildsalinn sem flytur drykkinn inn segir Íslendinga klárlega eiga heimsmet í drykkju á Nocco ef miðað er við höfðatölu. Hægt er að fá drykkinn með mismunandi koffínmagni víða í heiminum. Koffínlausan, með 105 mg af koffíni og allt upp í 180 mg í hverri dós. Til samanburðar er 165 milligrömm af koffíni í sama magni af kaffi og 23 milligrömm í sama magni af kóladrykk. Ársæll Þór Bjarnason, eigandi heildverslunarinnar Core sem flytur inn drykkinn, bendir þó á í samtali við fréttastofu að Nocco með mesta koffínmagninu, 180 mg, fáist ekki á Íslandi. „Við seljum ekki 180 mg koffín Nocco hér,“ segir Ársæll í samtali við fréttastofu. „Það er ekki leyfilegt að selja nema 105.“ Hann segir að þetta hafi verið selt hér um tíma en það hafi verið fyrir mistök og hafi verið tekið úr sölu. Ekki sé hægt að kaupa 180 mg koffín Nocco á Íslandi eins og er. „Það er komin undanþága fyrir því en hún er ekki komin í sölu.“ Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, hefur áhyggjur af því að ávanabindandi orkudrykkir séu í tísku hjá börnum og unglingum. „Ég hef haldið fyrirliestra fyrir íþróttafélög og þetta er alltaf áhyggjuefnið, og er ég beðin um að leiðbeina krökkunum. Málið er að fólk heldur að það verði betra í íþróttum með því að drekka orkudrykki," segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun ætti sjö ára barn sem er 24 kíló ekki að neyta meira en 60 milligramma af koffíni. Einn Nocco með 180 milligrömmum af koffíni er því þrefaldur dagskammtur. Elísabet segir að hlúa þurfi að grunnþörfunum enda sé ekki eðlilegt að fólk þurfi stöðugt að ná sér í aukaorku yfir daginn. „Það er eitthvað annað sem við þurfum að grípa inn í. Næra okkur rétt, sofa og sinna okkur andlega. Koffínið er slæm redding. Enda getur það haft slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og stresshormón. Þannig að þetta er ekki góð redding til lengdar og ekki í miklu magni.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira