Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar hefur verið hitamál í Ástralíu svo árum skiptir. George Pell kardinála var mótmælt í fyrra fyrir að hylma yfir með barnaníðingum. Voru hann og páfi hvattir til að opinbera brotin. Nordicphotos/AFP Um sextíu þúsund þolendur barnaníðs í Ástralíu gætu átt rétt á skaðabótum og fjögur þúsund stofnanir ástralsks samfélags hafa verið sakaðar um að hylma yfir slíkt ofbeldi. Þetta eru niðurstöður fimm ára rannsóknar ástralskrar rannsóknarnefndar sem birtar voru í gær. Elstu málin ná aftur til miðrar síðustu aldar. Einna verst þykir ástandið hafa verið innan kaþólsku kirkjunnar. „Tugir þúsunda barna hafa verið misnotuð kynferðislega innan margra ástralskra stofnana. Við munum aldrei komast að því hver rétt tala er. Hér er ekki um nokkra „svarta sauði“ að ræða. Eitthvað alvarlegt er að stærstu stofnunum samfélagsins,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Við rannsóknina heyrði nefndin í tugum þúsunda einstaklinga, þar af rúmlega átta þúsund þolendum sem sögðu frá því ofbeldi sem þau voru beitt. Þá bárust um 1.300 bréf frá þolendum. Nefndin hefur frá því rannsóknin hófst bent lögreglu á samtals 2.559 mál og hafa verið gefnar út 230 ákærur í kjölfarið. Einna verst þykja brot háttsettra meðlima trúarfélaga. Þannig hefur áður verið greint frá því að um sjö prósent kaþólskra presta hafi verið sakaðir um að misnota rúmlega 4.440 börn. Barnaníð er einnig sagt hafa þrifist innan ensku biskupakirkjunnar þar í landi en nefndinni bárust 1.100 frásagnir af barnaníði presta úr þeim söfnuði. Þá komst nefndin aukinheldur að því að Vottar Jehóva hefðu ekki tilkynnt lögreglu um þau rúmlega þúsund brot sem framin hefðu verið innan kirkjunnar. Nefndin hefur beint um fjögur hundruð tilmælum til ýmissa samfélagsstofnana. Í skýrslunni er meðal annars mælt með því að kaþólskir prestar sæti refsingu, tilkynni þeir ekki um brot annarra presta. Þá biðlar nefndin til Páfagarðs um að breyta lögum kirkjunnar á þann veg að prestum sé heimilt að tilkynna lögreglu um brot sem aðrir prestar játuðu á sig við skriftir. Einnig var Páfagarður beðinn um að endurskoða skírlífisreglur. Þótt ekki sé beint orsakasamhengi á milli skírlífis og barnaníðs stuðli það, ásamt öðrum áhættuþáttum, að aukinni tíðni brota. Denis Hart, erkibiskup kaþólikka í Ástralíu og forseti ástralska biskuparáðsins, baðst afsökunar í gær. „Þetta er skammarleg fortíð og þöggunarmenning hennar og sjálfsbjargarviðleitni leiddi til óþarfra þjáninga fjöldamargra fórnarlamba og fjölskyldna þeirra,“ sagði erkibiskupinn. Hann neitaði því hins vegar að breyta ætti lögum kirkjunnar er varða skriftir. „Sambandið sem Guð hefur innsiglað á milli prestsins og þess sem biður um syndaaflausn má aldrei skaða,“ sagði Hart. Hins vegar væri undir páfa komið að endurskoða skírlífisreglur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Um sextíu þúsund þolendur barnaníðs í Ástralíu gætu átt rétt á skaðabótum og fjögur þúsund stofnanir ástralsks samfélags hafa verið sakaðar um að hylma yfir slíkt ofbeldi. Þetta eru niðurstöður fimm ára rannsóknar ástralskrar rannsóknarnefndar sem birtar voru í gær. Elstu málin ná aftur til miðrar síðustu aldar. Einna verst þykir ástandið hafa verið innan kaþólsku kirkjunnar. „Tugir þúsunda barna hafa verið misnotuð kynferðislega innan margra ástralskra stofnana. Við munum aldrei komast að því hver rétt tala er. Hér er ekki um nokkra „svarta sauði“ að ræða. Eitthvað alvarlegt er að stærstu stofnunum samfélagsins,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Við rannsóknina heyrði nefndin í tugum þúsunda einstaklinga, þar af rúmlega átta þúsund þolendum sem sögðu frá því ofbeldi sem þau voru beitt. Þá bárust um 1.300 bréf frá þolendum. Nefndin hefur frá því rannsóknin hófst bent lögreglu á samtals 2.559 mál og hafa verið gefnar út 230 ákærur í kjölfarið. Einna verst þykja brot háttsettra meðlima trúarfélaga. Þannig hefur áður verið greint frá því að um sjö prósent kaþólskra presta hafi verið sakaðir um að misnota rúmlega 4.440 börn. Barnaníð er einnig sagt hafa þrifist innan ensku biskupakirkjunnar þar í landi en nefndinni bárust 1.100 frásagnir af barnaníði presta úr þeim söfnuði. Þá komst nefndin aukinheldur að því að Vottar Jehóva hefðu ekki tilkynnt lögreglu um þau rúmlega þúsund brot sem framin hefðu verið innan kirkjunnar. Nefndin hefur beint um fjögur hundruð tilmælum til ýmissa samfélagsstofnana. Í skýrslunni er meðal annars mælt með því að kaþólskir prestar sæti refsingu, tilkynni þeir ekki um brot annarra presta. Þá biðlar nefndin til Páfagarðs um að breyta lögum kirkjunnar á þann veg að prestum sé heimilt að tilkynna lögreglu um brot sem aðrir prestar játuðu á sig við skriftir. Einnig var Páfagarður beðinn um að endurskoða skírlífisreglur. Þótt ekki sé beint orsakasamhengi á milli skírlífis og barnaníðs stuðli það, ásamt öðrum áhættuþáttum, að aukinni tíðni brota. Denis Hart, erkibiskup kaþólikka í Ástralíu og forseti ástralska biskuparáðsins, baðst afsökunar í gær. „Þetta er skammarleg fortíð og þöggunarmenning hennar og sjálfsbjargarviðleitni leiddi til óþarfra þjáninga fjöldamargra fórnarlamba og fjölskyldna þeirra,“ sagði erkibiskupinn. Hann neitaði því hins vegar að breyta ætti lögum kirkjunnar er varða skriftir. „Sambandið sem Guð hefur innsiglað á milli prestsins og þess sem biður um syndaaflausn má aldrei skaða,“ sagði Hart. Hins vegar væri undir páfa komið að endurskoða skírlífisreglur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira