Sýna samstöðu í svörtu Ritstjórn skrifar 16. desember 2017 09:00 Glamour/Getty Leikkonur í Hollywood hafa ákveðið að klæðast svörtu á Golden Globes verðlaunahátíðinni í janúar til að sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta kemur fram í bæði The Hollywood Reporter og í People en þar segir að leikkonurnar, tilnefndar sem og gestir, ætli að taka sig saman og klæðast svörtum kjólum eða buxum. Hátíðin fer fram þann 7janúar og það er fyrsta hátíðin sem er haldin í Hollywood síðan upp komst um Harvey Weinstein og #metoo bylgjuna. Næsta hátíð er svo The Screen Actors Guild Awards þann 21 janúar en þar er búið að ákveða að bara konur munu sjá um að kynna. Seth Mayers verður kynnirinn á Golden Globes og það verður forvitnilegt að sjá hvernig hann tæklar atburðarás síðustu mánaða í Hollywood. Glamour verður að sjálfsögðu á kjólavaktinni þetta kvöld - og getur rauði dregillinn orðið ansi áhrifamikill með svartklæddum konum. Spurning hvort karlarnir taki ekki líka þátt? Golden Globes Mál Harvey Weinstein Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Litrík götutíska í Berlín Glamour Clooney afhjúpar kyn tvíburanna Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour Taylor Swift komin með nýjan kærasta Glamour Kvenréttindi, velgengni og jafnréttisbaráttan Glamour Staðfestir sögusagnir með fallegum óléttumyndum Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Spennandi götutíska á tískuvikunni í New York Glamour Litrík augu hjá Chanel Glamour
Leikkonur í Hollywood hafa ákveðið að klæðast svörtu á Golden Globes verðlaunahátíðinni í janúar til að sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta kemur fram í bæði The Hollywood Reporter og í People en þar segir að leikkonurnar, tilnefndar sem og gestir, ætli að taka sig saman og klæðast svörtum kjólum eða buxum. Hátíðin fer fram þann 7janúar og það er fyrsta hátíðin sem er haldin í Hollywood síðan upp komst um Harvey Weinstein og #metoo bylgjuna. Næsta hátíð er svo The Screen Actors Guild Awards þann 21 janúar en þar er búið að ákveða að bara konur munu sjá um að kynna. Seth Mayers verður kynnirinn á Golden Globes og það verður forvitnilegt að sjá hvernig hann tæklar atburðarás síðustu mánaða í Hollywood. Glamour verður að sjálfsögðu á kjólavaktinni þetta kvöld - og getur rauði dregillinn orðið ansi áhrifamikill með svartklæddum konum. Spurning hvort karlarnir taki ekki líka þátt?
Golden Globes Mál Harvey Weinstein Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Litrík götutíska í Berlín Glamour Clooney afhjúpar kyn tvíburanna Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour Taylor Swift komin með nýjan kærasta Glamour Kvenréttindi, velgengni og jafnréttisbaráttan Glamour Staðfestir sögusagnir með fallegum óléttumyndum Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Spennandi götutíska á tískuvikunni í New York Glamour Litrík augu hjá Chanel Glamour