Mikilvægasta starf í heimi? Skúli Helgason skrifar 15. desember 2017 07:00 Kennarar gegna einhverju þýðingarmesta hlutverki í þjóðfélaginu því þeir geta haft afdrifarík áhrif á framtíð þúsunda barna og ungmenna. Þessi mikla ábyrgð hefur þó ekki verið metin að verðleikum í okkar samfélagi. Ein alvarlegasta afleiðing þessa er að aðsókn í kennaranám hefur hrunið og er nú svo komið að einungis útskrifast innan við 50 kennarar á hverju ári frá Háskóla Íslands samanborið við rúmlega 200 á árunum 2009-2010. Ef ekkert verður að gert verður alvarlegur skortur á kennurum á Íslandi innan fárra ára. Þetta var ein kveikjan að stofnun starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fulltrúar kennara, skólastjóra, foreldra, o.fl. unnu saman að tillögum til að auka nýliðun og bæta starfsumhverfi kennara. Starfshópurinn hefur nú kynnt 31 tillögu að aðgerðum, sem tengjast bættu starfsumhverfi, breytingum á inntaki og skipulagi kennaranáms, aukinni nýliðun kennara og starfsþróun.Bætt starfsumhverfi Kennarar hafa kallað eftir betra aðgengi að sérfræðingum til að mæta auknu álagi í vinnu með nemendum. Starfshópurinn leggur til að fjölgað verði fagfólki sem starfi við hlið kennara og hefur þegar verið samþykkt að ráða hegðunarráðgjafa með sérhæfingu í atferlismótun og talmeinafræðinga í alla borgarhluta. Þá verða mótuð ný úrræði til að styðja við börn í fjölþættum vanda. Kennsluráðgjöf í upplýsingatækni verður efld og aukin ráðgjöf og stuðningur við nýja kennara í starfi. Meira fjármagn verður sett í endurbætur á húsnæði, bættan tölvukost kennara og nemenda. Þá þarf að auka svigrúm skólastjórnenda til að sinna hlutverki sem faglegir leiðtogar skólastarfsins. Reykjavíkurborg hefur þegar samþykkt að verja 627 milljónum króna til að hrinda fyrstu tillögum starfshópsins í framkvæmd á næsta ári til viðbótar þeim ríflega 670 milljónum sem bættu stöðu grunnskólanna á þessu ári. Borgin mun ekki láta sitt eftir liggja til að auka veg kennara en mikilvægt er að ríki og sveitarfélög vinni saman að lausn vandans s.s. með víðtækri vitundarvakningu sem nái til alls samfélagsins og ívilnandi aðgerðum til að fjölga kennaranemum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Kennarar gegna einhverju þýðingarmesta hlutverki í þjóðfélaginu því þeir geta haft afdrifarík áhrif á framtíð þúsunda barna og ungmenna. Þessi mikla ábyrgð hefur þó ekki verið metin að verðleikum í okkar samfélagi. Ein alvarlegasta afleiðing þessa er að aðsókn í kennaranám hefur hrunið og er nú svo komið að einungis útskrifast innan við 50 kennarar á hverju ári frá Háskóla Íslands samanborið við rúmlega 200 á árunum 2009-2010. Ef ekkert verður að gert verður alvarlegur skortur á kennurum á Íslandi innan fárra ára. Þetta var ein kveikjan að stofnun starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fulltrúar kennara, skólastjóra, foreldra, o.fl. unnu saman að tillögum til að auka nýliðun og bæta starfsumhverfi kennara. Starfshópurinn hefur nú kynnt 31 tillögu að aðgerðum, sem tengjast bættu starfsumhverfi, breytingum á inntaki og skipulagi kennaranáms, aukinni nýliðun kennara og starfsþróun.Bætt starfsumhverfi Kennarar hafa kallað eftir betra aðgengi að sérfræðingum til að mæta auknu álagi í vinnu með nemendum. Starfshópurinn leggur til að fjölgað verði fagfólki sem starfi við hlið kennara og hefur þegar verið samþykkt að ráða hegðunarráðgjafa með sérhæfingu í atferlismótun og talmeinafræðinga í alla borgarhluta. Þá verða mótuð ný úrræði til að styðja við börn í fjölþættum vanda. Kennsluráðgjöf í upplýsingatækni verður efld og aukin ráðgjöf og stuðningur við nýja kennara í starfi. Meira fjármagn verður sett í endurbætur á húsnæði, bættan tölvukost kennara og nemenda. Þá þarf að auka svigrúm skólastjórnenda til að sinna hlutverki sem faglegir leiðtogar skólastarfsins. Reykjavíkurborg hefur þegar samþykkt að verja 627 milljónum króna til að hrinda fyrstu tillögum starfshópsins í framkvæmd á næsta ári til viðbótar þeim ríflega 670 milljónum sem bættu stöðu grunnskólanna á þessu ári. Borgin mun ekki láta sitt eftir liggja til að auka veg kennara en mikilvægt er að ríki og sveitarfélög vinni saman að lausn vandans s.s. með víðtækri vitundarvakningu sem nái til alls samfélagsins og ívilnandi aðgerðum til að fjölga kennaranemum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun