Kaleo mest gúgglaðir Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 12:45 Hljómsveitin Kaleo heldur áfram að sigra heiminn. Vísir/stefán Hljómsveitin Kaleo var vinsælasta leitarorðið yfir mest gúggluðu Íslendingana á alþjóðavísu á árinu sem er að líða. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson var hins vegar sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu hvað oftast. Þetta er niðurstaða samantektar H:N Markaðssamskipta. Kaleo var var gúggluð rúmlega 3,6 milljón sinnum um allan heim á árinu sem er að líða. Annað sætið skipar sveitin Of Monsters and Men en sveitin var gúggluð um 1,3 milljón sinnum og Björk í því þriðja þar með tæpar 900 þúsund leitarniðurstöður. Gylfi Sigurðsson er í fjórða sæti og crossfit-konan Sara Sigmundsdóttir er í því fimmta.H:N Markaðssamskipti„Gunnar Nelson er ekki að finna á topp tíu listanum en hann hefur verið með mest gúggluðu Íslendingunum síðustu ár. Strákarnir í Sigur Rós eru í fimmta sæti og listamaðurinn Ragnar Kjartansson í því sjötta. Kaleo sló sem kunnugt er í gegn á árinu sem er að líða og eru meðal annars tilnefndir til Grammy-verðlauna fyrir lagið Way down we go. Þá hituðu þeir meðal annars upp fyrir Rolling Stones á árinu. Fróðlegt er að sjá hvað fólk gúgglaði Gylfa mun oftar í kringum vistaskiptin hans til Everton í ágúst.H:N MarkaðssamskiptiGylfi er hins vegar sá sem Íslendingar gúggluðu lang oftast og Kaleo næst oftast. Björk og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson deila svo þriðja og fjórða sætinu saman og Guðni Th. Jóhannesson og Of Monsters and Men deila fimmta og sjötta sætinu. Baltasar Kormákur og Katrín Jakobsdóttir deila svo sjöunda til ellefta sæti með rithöfundum Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldi Indriðasyni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Benedikt Sveinsson, faðir hans, eru svo í 13. – 15. sæti listans með Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta,“ segir í tilkynningunni og er sérstaklega tekið fram að listinn sé langt frá því að vera tæmandi. Líta beri á listann sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik. Fréttir ársins 2017 Kaleo Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo var vinsælasta leitarorðið yfir mest gúggluðu Íslendingana á alþjóðavísu á árinu sem er að líða. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson var hins vegar sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu hvað oftast. Þetta er niðurstaða samantektar H:N Markaðssamskipta. Kaleo var var gúggluð rúmlega 3,6 milljón sinnum um allan heim á árinu sem er að líða. Annað sætið skipar sveitin Of Monsters and Men en sveitin var gúggluð um 1,3 milljón sinnum og Björk í því þriðja þar með tæpar 900 þúsund leitarniðurstöður. Gylfi Sigurðsson er í fjórða sæti og crossfit-konan Sara Sigmundsdóttir er í því fimmta.H:N Markaðssamskipti„Gunnar Nelson er ekki að finna á topp tíu listanum en hann hefur verið með mest gúggluðu Íslendingunum síðustu ár. Strákarnir í Sigur Rós eru í fimmta sæti og listamaðurinn Ragnar Kjartansson í því sjötta. Kaleo sló sem kunnugt er í gegn á árinu sem er að líða og eru meðal annars tilnefndir til Grammy-verðlauna fyrir lagið Way down we go. Þá hituðu þeir meðal annars upp fyrir Rolling Stones á árinu. Fróðlegt er að sjá hvað fólk gúgglaði Gylfa mun oftar í kringum vistaskiptin hans til Everton í ágúst.H:N MarkaðssamskiptiGylfi er hins vegar sá sem Íslendingar gúggluðu lang oftast og Kaleo næst oftast. Björk og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson deila svo þriðja og fjórða sætinu saman og Guðni Th. Jóhannesson og Of Monsters and Men deila fimmta og sjötta sætinu. Baltasar Kormákur og Katrín Jakobsdóttir deila svo sjöunda til ellefta sæti með rithöfundum Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldi Indriðasyni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Benedikt Sveinsson, faðir hans, eru svo í 13. – 15. sæti listans með Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta,“ segir í tilkynningunni og er sérstaklega tekið fram að listinn sé langt frá því að vera tæmandi. Líta beri á listann sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik.
Fréttir ársins 2017 Kaleo Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira